Ungmenni viti oft ekki hvað megi ekki segja Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júní 2023 11:47 Soffía Pálsdóttir er skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Vísir Taka þarf hart á auknu ofbeldi meðal ungmenna að sögn skrifstofustjóra frístundamála hjá Reykjavíkurborg. Hún segir það vanta að börn læri hvað megi segja og hvað megi ekki segja í samskiptum við annað fólk. Í minnisblaði Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að í vetur hafi í flestum hverfum borgarinnar komið upp alvarleg mál meðal unglinga þar sem ofbeldi var beitt. Var minnisblað þetta sent vegna beiðni Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs um viðbrögð við auknu ofbeldi meðal ungs fólks. Nú síðast í nótt var ráðist á sautján ára dreng með barefli við Mjóddina í Reykjavík. Fjórir menn á aldrinum sautján til tuttugu ára voru handteknir vegna árásarinnar. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði hjá Reykjavíkurborg, segir sviðið hafa miklar áhyggjur af framþróuninni. „Það er bæði líkamlegt ofbeldi, barsmíðar og slagsmál og síðan í einhverjum tilfellum, en sem betur fer ekki oft, hnífaburður. Svo er þetta stafræna ofbeldi. Það hefur líka aukist mikið. Mögulegar afleiðingar af myndsendingum á samfélagsmiðlum eru að valda því að það verður einhver ólga í hópnum. Þau eru þá að hittast á götunni í einhverjum uppgjörsmálum. Við höfum tekið mjög hart á þessu og erum með mikla eftirfylgni í þessu í hverfunum,“ segir Soffía. Flakkandi félagsmiðstöð Meðal þess sem ráðið hefur komið á laggirnar til að bregðast við þessu er flakkandi félagsmiðstöðin Flotinn. Starfsmenn hennar keyra á milli hverfa og finna ungmenni sem talið er að séu í áhættuhópi. „Reynslan hefur verið sú að krakkar sem hafa ekki verið að finna sig í einhverju hafa verið að elta félagsmiðstöðina. Hún færist á milli borgarhluta og milli hverfa. Þá hafa þau, sem hafa kannski ekki viljað sækja eitthvað annað starf eða hafa ekki tök á því, sótt í þessa starfsemi,“ segir Soffía. Senda skilaboð í hugsunarleysi Mikið er unnið með foreldrum og segir Soffía að oft vanti að börnum sé kennt hvað megi segja og hvað megi ekki segja við aðra. Börn segi oft hluti sem þau átti sig ekki á að sé ekki í lagi að segja. „Oft ætla þau sér ekki að gera þetta. Þau eru ung, óreynd og óþroskuð. Ekki alltaf búin að ná þroska og geta ekki sett sig í spor annarra. Ýta á send í hugsunarleysi. Það er svolítið hópur sem við ætlum að vinna með í félagsmiðstöðvum, að ná til þessara óvirku áhorfenda. Sem eru að „læk-a“, eru að deila myndböndum eða einhverju slíku sem þau í hjarta sínu vita að þau eiga ekki að gera,“ segir Soffía. Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Í minnisblaði Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að í vetur hafi í flestum hverfum borgarinnar komið upp alvarleg mál meðal unglinga þar sem ofbeldi var beitt. Var minnisblað þetta sent vegna beiðni Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs um viðbrögð við auknu ofbeldi meðal ungs fólks. Nú síðast í nótt var ráðist á sautján ára dreng með barefli við Mjóddina í Reykjavík. Fjórir menn á aldrinum sautján til tuttugu ára voru handteknir vegna árásarinnar. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði hjá Reykjavíkurborg, segir sviðið hafa miklar áhyggjur af framþróuninni. „Það er bæði líkamlegt ofbeldi, barsmíðar og slagsmál og síðan í einhverjum tilfellum, en sem betur fer ekki oft, hnífaburður. Svo er þetta stafræna ofbeldi. Það hefur líka aukist mikið. Mögulegar afleiðingar af myndsendingum á samfélagsmiðlum eru að valda því að það verður einhver ólga í hópnum. Þau eru þá að hittast á götunni í einhverjum uppgjörsmálum. Við höfum tekið mjög hart á þessu og erum með mikla eftirfylgni í þessu í hverfunum,“ segir Soffía. Flakkandi félagsmiðstöð Meðal þess sem ráðið hefur komið á laggirnar til að bregðast við þessu er flakkandi félagsmiðstöðin Flotinn. Starfsmenn hennar keyra á milli hverfa og finna ungmenni sem talið er að séu í áhættuhópi. „Reynslan hefur verið sú að krakkar sem hafa ekki verið að finna sig í einhverju hafa verið að elta félagsmiðstöðina. Hún færist á milli borgarhluta og milli hverfa. Þá hafa þau, sem hafa kannski ekki viljað sækja eitthvað annað starf eða hafa ekki tök á því, sótt í þessa starfsemi,“ segir Soffía. Senda skilaboð í hugsunarleysi Mikið er unnið með foreldrum og segir Soffía að oft vanti að börnum sé kennt hvað megi segja og hvað megi ekki segja við aðra. Börn segi oft hluti sem þau átti sig ekki á að sé ekki í lagi að segja. „Oft ætla þau sér ekki að gera þetta. Þau eru ung, óreynd og óþroskuð. Ekki alltaf búin að ná þroska og geta ekki sett sig í spor annarra. Ýta á send í hugsunarleysi. Það er svolítið hópur sem við ætlum að vinna með í félagsmiðstöðvum, að ná til þessara óvirku áhorfenda. Sem eru að „læk-a“, eru að deila myndböndum eða einhverju slíku sem þau í hjarta sínu vita að þau eiga ekki að gera,“ segir Soffía.
Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira