„Ekki veðja gegn feita stráknum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2023 15:01 NBA-meistarinn Nikola Jokić og hinn ungi Nikola Jokić. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Nikola Jokić er án efa einn allra besti körfuboltamaður heims um þessar mundir. Hann er nýbúinn að tryggja Denver Nuggets sinn fyrsta sigur í NBA-deildinni frá upphafi og er á leiðinni heim í verðskuldað frí. Það stefndi þó ekki í það þegar hann kom fyrst inn í deildina árið 2015. Jokić er 28 ára gamall í dag og hefur spilað í NBA-deildinni síðan 2015. Þegar Denver valdi hann í nýliðavalinu það árið voru ekki margir spekingar á því að þarna væri leikmaður sem yrði innan skamms einn besti miðherji deildarinnar. Nuggets valdi Jokić með 41. valrétt í nýliðavalinu 2015 en fram að því hafði hann aðeins spilað í Serbíu. Valið á Jokić var ekki einu sinni í beinni útsendingu þar sem það var auglýsing frá Taco Bell í loftinu þegar tilkynnt var að Denver hefði valið miðherja frá Serbíu. NBA-meistarinn var spurður út í nýliðavalið á dögunum. Svar hans var afdráttarlaust: „Þau höfðu ekki trú á feita stráknum. Þetta virðist hafa gengið upp. Ekki veðja gegn feita stráknum.“ "Don't bet against the fat boy." Nikola Joki spoke about his doubters (via @malika_andrews) pic.twitter.com/WaHFdFKcHj— NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 13, 2023 Jokić hefur vakið mikla athygli fyrir spilamennsku sína í úrslitakeppninni enda verið nær óstöðvandi. Hann var á endanum valinn MVP [verðmætasti leikmaður] úrslitaeinvígisins. Miðherjinn hefur sagt að hann spili körfubolta á sem einfaldastan hátt og virðist lífstíll hans svipaður. Eftir að Nuggets tryggði sér NBA-meistaratitilinn með sigri á Miami Heat sagðist hann einfaldlega vilja fara heim til Serbíu í frí. Hversu lengi það frí endist er svo stóra spurningin en miðherjinn hefur verið valinn í leikmannahóp Serbíu fyrir HM í körfubolta sem fram fer í ágúst næstkomandi. Mótið fer fram í Filippseyjum, Japan og Indónesíu. Serbía er í riðli með Suður-Súdan, Kína og Púertó Ríkó. Körfubolti NBA HM 2023 í körfubolta Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Jokić er 28 ára gamall í dag og hefur spilað í NBA-deildinni síðan 2015. Þegar Denver valdi hann í nýliðavalinu það árið voru ekki margir spekingar á því að þarna væri leikmaður sem yrði innan skamms einn besti miðherji deildarinnar. Nuggets valdi Jokić með 41. valrétt í nýliðavalinu 2015 en fram að því hafði hann aðeins spilað í Serbíu. Valið á Jokić var ekki einu sinni í beinni útsendingu þar sem það var auglýsing frá Taco Bell í loftinu þegar tilkynnt var að Denver hefði valið miðherja frá Serbíu. NBA-meistarinn var spurður út í nýliðavalið á dögunum. Svar hans var afdráttarlaust: „Þau höfðu ekki trú á feita stráknum. Þetta virðist hafa gengið upp. Ekki veðja gegn feita stráknum.“ "Don't bet against the fat boy." Nikola Joki spoke about his doubters (via @malika_andrews) pic.twitter.com/WaHFdFKcHj— NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 13, 2023 Jokić hefur vakið mikla athygli fyrir spilamennsku sína í úrslitakeppninni enda verið nær óstöðvandi. Hann var á endanum valinn MVP [verðmætasti leikmaður] úrslitaeinvígisins. Miðherjinn hefur sagt að hann spili körfubolta á sem einfaldastan hátt og virðist lífstíll hans svipaður. Eftir að Nuggets tryggði sér NBA-meistaratitilinn með sigri á Miami Heat sagðist hann einfaldlega vilja fara heim til Serbíu í frí. Hversu lengi það frí endist er svo stóra spurningin en miðherjinn hefur verið valinn í leikmannahóp Serbíu fyrir HM í körfubolta sem fram fer í ágúst næstkomandi. Mótið fer fram í Filippseyjum, Japan og Indónesíu. Serbía er í riðli með Suður-Súdan, Kína og Púertó Ríkó.
Körfubolti NBA HM 2023 í körfubolta Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira