Ferðamenn komi ekki til landsins til að ganga í halarófu á Laugavegi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2023 22:01 Þorgerður María Þorbjarnardóttir er formaður Landverndar. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Landverndar telur að bregðast þurfi við miklum straumi ferðamanna hingað til lands. Útlit er fyrir að árið í ár muni topp metárið 2018. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu síðasta árs nam 7,8 prósentum. Þá voru 8,3 prósent heildar vinnustunda unnar í ferðaþjónustunni, sem í báðum tilfellum er það hæsta frá 2018. Samkvæmt upplýsingum frá Play og Icelandair er útlit fyrir mikinn ferðamannastraumi hingað til lands í sumar. Samtök ferðaþjónustunnar segja útlit fyrir að 2023 muni toppa metárið 2018. Samkvæmt gögnum frá Seðlabankanum var ferðaþjónusta rúmur fjórðungur alls útflutnings vara og þjónustu á síðasta ári, en árið áður var hlutfallið sextán prósent. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni er ferðaþjónustan að braggast eftir faraldur, og rúmlega það.Vísir/Kristján Formaður Landverndar telur nausynlegt að bregðast við þessum fjölda ferðamanna. „Það eru innviðir sem þarf að styrkja varðandi göngustíga og annað. Svo held ég að landvarsla geti spilað þarna stórt hlutverk. Landverðir bæði gæta öryggis ferðamannanna en hafa það meginmarkið að vernda náttúruna,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar. Taka þurfi upp ástandsskoðanir á fleiri svæðum en þeim sem friðlýst eru, en Umhverfisstofa framkvæmir slíkar skoðanir. Hver er upplifun ferðamanna? Þorgerður segir að markmið ferðaþjónustunnar eigi ekki endilega að vera að fá sem flesta ferðamenn til landsins. „Svo þurfum við líka að spyrja okkur að því hvaða upplifun fólk er að leita að þegar það kemur hingað. Það kemur kannski ekki hingað til þess að ganga í halarófu á Laugaveginum. Hvers konar upplifun er það að leita að og erum við að skerða hana með því að fá of marga?“ spyr Þorgerður. Heldurðu að þessi sjónarmið ykkar hjá Landvernd og svo þeirra sem reyna að vinna að því að fá sem flesta ferðamenn hingað og fá sem mest út úr þeim, séu algjörlega ósamrýmanleg? „Alls ekki. Ég held að við séum sammála í grunninn um hvað við viljum sjá. Auðvitað eru ferðamenn af hinu góða. En þetta er bara spurning um að hafa einhverja stefnu í þessu.“ Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu síðasta árs nam 7,8 prósentum. Þá voru 8,3 prósent heildar vinnustunda unnar í ferðaþjónustunni, sem í báðum tilfellum er það hæsta frá 2018. Samkvæmt upplýsingum frá Play og Icelandair er útlit fyrir mikinn ferðamannastraumi hingað til lands í sumar. Samtök ferðaþjónustunnar segja útlit fyrir að 2023 muni toppa metárið 2018. Samkvæmt gögnum frá Seðlabankanum var ferðaþjónusta rúmur fjórðungur alls útflutnings vara og þjónustu á síðasta ári, en árið áður var hlutfallið sextán prósent. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni er ferðaþjónustan að braggast eftir faraldur, og rúmlega það.Vísir/Kristján Formaður Landverndar telur nausynlegt að bregðast við þessum fjölda ferðamanna. „Það eru innviðir sem þarf að styrkja varðandi göngustíga og annað. Svo held ég að landvarsla geti spilað þarna stórt hlutverk. Landverðir bæði gæta öryggis ferðamannanna en hafa það meginmarkið að vernda náttúruna,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar. Taka þurfi upp ástandsskoðanir á fleiri svæðum en þeim sem friðlýst eru, en Umhverfisstofa framkvæmir slíkar skoðanir. Hver er upplifun ferðamanna? Þorgerður segir að markmið ferðaþjónustunnar eigi ekki endilega að vera að fá sem flesta ferðamenn til landsins. „Svo þurfum við líka að spyrja okkur að því hvaða upplifun fólk er að leita að þegar það kemur hingað. Það kemur kannski ekki hingað til þess að ganga í halarófu á Laugaveginum. Hvers konar upplifun er það að leita að og erum við að skerða hana með því að fá of marga?“ spyr Þorgerður. Heldurðu að þessi sjónarmið ykkar hjá Landvernd og svo þeirra sem reyna að vinna að því að fá sem flesta ferðamenn hingað og fá sem mest út úr þeim, séu algjörlega ósamrýmanleg? „Alls ekki. Ég held að við séum sammála í grunninn um hvað við viljum sjá. Auðvitað eru ferðamenn af hinu góða. En þetta er bara spurning um að hafa einhverja stefnu í þessu.“
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06