Hallveig leggur skóna á hilluna 27 ára gömul: „Langaði að hætta á toppnum“ Aron Guðmundsson skrifar 16. júní 2023 08:01 Hallveig Jónsdóttir hefur lagt skóna á hilluna Vísir/Skjáskot Hallveig Jónsdóttir, sem hefur undanfarin tímabil verið fyrirliði Íslandsmeistara Vals í körfubolta, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára gömul. Hallveig á yfir að skipa afar farsælum ferli hjá Val en þar hefur hún orðið Íslandsmeistari í þrígang, tvívegis orðið deildarmeistari og einu sinni bikarmeistari. Þá á hún að baki yfir 350 leiki í efstu deild hér á landi og segir ákvörðunina, um að láta gott heita af körfuboltaiðkun, hafa blundað lengi hjá sér. „Væntanlega kemur þessi ákvörðun mín mörgum á óvart en þau sem standa mér allra næst vita að þetta er ekkert óvænt og engin skyndiákvörðun sem ég er að taka. Þetta hefur blundað í mér en fyrst og fremst er ég bara pínu spennt fyrir því að lifa lífinu án þess að vera alltaf að hugsa um æfingar og keppni, sem hefur þó verið æðislegt allan þennan tíma. Á þessum tímapunkti er ég bara spennt fyrir því að prófa eitthvað nýtt, svo hef ég verið að glíma við smávægileg meiðsli og er í fullri vinnu sem gerir þetta svona að rútínu á borð við vinna, æfa og spila. Þetta hefur verið æðislegur tími en nú er ég spennt fyrir einhverju nýju.“ Hún hafi ekki tekið þessa ákvörðun í einni svipan bara vegna þess að það hentaði henni. „Þetta hefur blundað lengi í mér og hefur legið svolítið á mér. Ég hugsaði um að hætta í fyrra en fannst það þá ekki alveg vera rétti tímapunkturinn. Þetta félag er svo geggjað og liðið sem ég var hluti af var svo geggjað að það hélt mér alltaf bara áfram í þessu. Það var rétt ákvörðun að halda áfram að spila þá, mig langaði að hætta á toppnum og með titilinn í höndunum og það gekk upp. Ég finn að þetta er rétta ákvörðunin fyrir mig.“ Hallveig endaði ferilinn á Íslandsmeistaratitli með ValVísir/Hulda Margrét Sigursæl hefur hún verið hjá Val en það eru ekki titlarnir sem standa upp úr þegar hún litur yfir feril sinn. „Það sem stendur upp úr, ætli það sé ekki bara þessi gamla góða klisja, allt fólkið sem maður er búin að kynnast og vinskapurinn sem hefur myndast á þessum tíma. Ég er mjög þakklát fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst. Auðvitað er gaman að hafa þessa titla en það sem ég held mest upp á er allur vinskapurinn sem ég hef eignast á þessum tíma.“ Segir ekki skilið við Val Hún hefur þó ekki sagt alfarið skilið við Val. „Ég ætla mér nú að vera eitthvað áfram í kringum liðið á næsta tímabili, leggja eitthvað til málanna. Valsheimilið er ekkert að fara sakna mín of lengi. Hvaða þýðingu hefur Valur fyrir þig eftir allan þennan tíma? „Eiginlega bara hættulega mikla þýðingu. Valur er félag sem mér finnst vera framar öðrum hvað varðar kynjajafnrétti sem og utanumhald um leikmenn. Þetta er frábært félag sem hefur gert ofboðslega mikið fyrir mig. Mér þykir ótrúlega vænt um þetta félag, mér finnst það gera alveg ofboðslega margt vel.“ En hvað gerist ef þú færð löngunina til þess að stíga aftur fæti inn á körfuboltavöllinn? „Ég er nú ekki búin að skrá mig úr Val. Þannig ef mér leiðist alveg brjálæðislega mikið í nóvember eða hvenær sem það verður þá tek ég skóna af hillunni og drulla mér á völlinn.“ Subway-deild kvenna Körfubolti Valur Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Hallveig á yfir að skipa afar farsælum ferli hjá Val en þar hefur hún orðið Íslandsmeistari í þrígang, tvívegis orðið deildarmeistari og einu sinni bikarmeistari. Þá á hún að baki yfir 350 leiki í efstu deild hér á landi og segir ákvörðunina, um að láta gott heita af körfuboltaiðkun, hafa blundað lengi hjá sér. „Væntanlega kemur þessi ákvörðun mín mörgum á óvart en þau sem standa mér allra næst vita að þetta er ekkert óvænt og engin skyndiákvörðun sem ég er að taka. Þetta hefur blundað í mér en fyrst og fremst er ég bara pínu spennt fyrir því að lifa lífinu án þess að vera alltaf að hugsa um æfingar og keppni, sem hefur þó verið æðislegt allan þennan tíma. Á þessum tímapunkti er ég bara spennt fyrir því að prófa eitthvað nýtt, svo hef ég verið að glíma við smávægileg meiðsli og er í fullri vinnu sem gerir þetta svona að rútínu á borð við vinna, æfa og spila. Þetta hefur verið æðislegur tími en nú er ég spennt fyrir einhverju nýju.“ Hún hafi ekki tekið þessa ákvörðun í einni svipan bara vegna þess að það hentaði henni. „Þetta hefur blundað lengi í mér og hefur legið svolítið á mér. Ég hugsaði um að hætta í fyrra en fannst það þá ekki alveg vera rétti tímapunkturinn. Þetta félag er svo geggjað og liðið sem ég var hluti af var svo geggjað að það hélt mér alltaf bara áfram í þessu. Það var rétt ákvörðun að halda áfram að spila þá, mig langaði að hætta á toppnum og með titilinn í höndunum og það gekk upp. Ég finn að þetta er rétta ákvörðunin fyrir mig.“ Hallveig endaði ferilinn á Íslandsmeistaratitli með ValVísir/Hulda Margrét Sigursæl hefur hún verið hjá Val en það eru ekki titlarnir sem standa upp úr þegar hún litur yfir feril sinn. „Það sem stendur upp úr, ætli það sé ekki bara þessi gamla góða klisja, allt fólkið sem maður er búin að kynnast og vinskapurinn sem hefur myndast á þessum tíma. Ég er mjög þakklát fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst. Auðvitað er gaman að hafa þessa titla en það sem ég held mest upp á er allur vinskapurinn sem ég hef eignast á þessum tíma.“ Segir ekki skilið við Val Hún hefur þó ekki sagt alfarið skilið við Val. „Ég ætla mér nú að vera eitthvað áfram í kringum liðið á næsta tímabili, leggja eitthvað til málanna. Valsheimilið er ekkert að fara sakna mín of lengi. Hvaða þýðingu hefur Valur fyrir þig eftir allan þennan tíma? „Eiginlega bara hættulega mikla þýðingu. Valur er félag sem mér finnst vera framar öðrum hvað varðar kynjajafnrétti sem og utanumhald um leikmenn. Þetta er frábært félag sem hefur gert ofboðslega mikið fyrir mig. Mér þykir ótrúlega vænt um þetta félag, mér finnst það gera alveg ofboðslega margt vel.“ En hvað gerist ef þú færð löngunina til þess að stíga aftur fæti inn á körfuboltavöllinn? „Ég er nú ekki búin að skrá mig úr Val. Þannig ef mér leiðist alveg brjálæðislega mikið í nóvember eða hvenær sem það verður þá tek ég skóna af hillunni og drulla mér á völlinn.“
Subway-deild kvenna Körfubolti Valur Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum