Vinstri stjórn Spánar heldur velli samkvæmt skoðanakönnunum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 17. júní 2023 14:31 Yolanda Díaz, atvinnumálaráðherra og varaforsætisráðherra Spánar og Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar. A. Perez Meca/Getty Images) Nýjar skoðanakannanir benda til þess að ríkisstjórn sósíalista haldi velli í þingkosningunum eftir mánuð. Fyrir viku bentu skoðanakannanir til hins gagnstæða. Vika er langur tími Það sannast enn og aftur að vika er langur tími í pólitík. Fyrir viku bentu fyrstu skoðanakannanir til þess, eftir að Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, boðaði óvænt til kosninga þann 23. júlí, að samsteypustjórn vinstri flokkanna, sú fyrsta á lýðveldistímanum, myndi falla. Síðan þá hefur þrennt gerst sem virðist hafa snúið dæminu við. 16 flokkar á vinstri vængnum sameinast Í fyrsta lagi hafa sósíalistar hamrað á þeirri grýlu að nái hægri vængurinn meirihluta þá verði ekki hægt að mynda stjórn án öfgahægriflokksins VOX og að þar með sé þjóðin á hraðri leið aftur í stjórnarfar Franco-tímabilsins sem kennt var við fasisma. Í öðru lagi þá tókst heilum 16 smáum vinstri flokkum vestan við sósíalista að komast að samkomulagi um sameiginlegt framboð. Það hefur aldrei gerst áður og má án nokkurs vafa rekja til hræðslu þessara flokka við að bjóði þeir fram hver í sínu lagi þá muni það stuðla að hægri stjórn eftir kosningar. VOX vill nema lög um jafnrétti og þungunarrof úr gildi Í þriðja lagi þá hefur það gerst víða á Spáni á liðnum dögum að hinn borgaralegi hægri flokkur, Lýðflokkurinn, og öfgahægriflokkurinn VOX hafa náð samkomulagi um meirihluta í nokkrum héruðum og borgum Spánar. Þar með ómar enn hærra en áður stefna VOX, en flokkurinn hefur boðað að komist hann til valda í ríkisstjórn þá verði öllum nýlegum lögum um aukið jafnrétti snarlega snúið við sem og lögum sem tryggja réttindi hinsegin fólks. Lög um þungunarrof verði sömuleiðs felld úr gildi og ráðuneyti neytendamála og jafnréttis lögð niður. Hafna því að kynbundið ofbeldi fyrirfinnist Þá hafnar flokkurinn því alfarið að á Spáni sé til eitthvað sem heitir kynbundið ofbeldi, en um það hefur ríkt nokkuð þétt samstaða á spænska þinginu að sé þvílíkt samfélagsmein að skera verði upp herör gegn því. Á þessu ári hafa 20 konur verið myrtar af maka sínum og yfir 1.200 konur síðan 2003. Síðast í þessari viku hélt þingmaður VOX í Valencia-héraði, þar sem flokkurinn myndaði meirihluta með Lýðflokknum í vikunni, því fram í fréttum ríkissjónvarpsins að kynbundið ofbeldi karla gegn konum væri tómur hugarburður. Rétt er að geta þess að oddviti flokksins í Valencia hefur hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi eiginkonu sinni. Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Mikil hægrisveifla knýr fram þingkosningar á Spáni Allt stefnir í gríðarlega harða og snarpa kosningabaráttu fyrir þingkosningar á Spáni í næsta mánuði. Talsverðar líkur eru á að öfgahægriflokkurinn VOX komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. 4. júní 2023 16:31 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Vika er langur tími Það sannast enn og aftur að vika er langur tími í pólitík. Fyrir viku bentu fyrstu skoðanakannanir til þess, eftir að Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, boðaði óvænt til kosninga þann 23. júlí, að samsteypustjórn vinstri flokkanna, sú fyrsta á lýðveldistímanum, myndi falla. Síðan þá hefur þrennt gerst sem virðist hafa snúið dæminu við. 16 flokkar á vinstri vængnum sameinast Í fyrsta lagi hafa sósíalistar hamrað á þeirri grýlu að nái hægri vængurinn meirihluta þá verði ekki hægt að mynda stjórn án öfgahægriflokksins VOX og að þar með sé þjóðin á hraðri leið aftur í stjórnarfar Franco-tímabilsins sem kennt var við fasisma. Í öðru lagi þá tókst heilum 16 smáum vinstri flokkum vestan við sósíalista að komast að samkomulagi um sameiginlegt framboð. Það hefur aldrei gerst áður og má án nokkurs vafa rekja til hræðslu þessara flokka við að bjóði þeir fram hver í sínu lagi þá muni það stuðla að hægri stjórn eftir kosningar. VOX vill nema lög um jafnrétti og þungunarrof úr gildi Í þriðja lagi þá hefur það gerst víða á Spáni á liðnum dögum að hinn borgaralegi hægri flokkur, Lýðflokkurinn, og öfgahægriflokkurinn VOX hafa náð samkomulagi um meirihluta í nokkrum héruðum og borgum Spánar. Þar með ómar enn hærra en áður stefna VOX, en flokkurinn hefur boðað að komist hann til valda í ríkisstjórn þá verði öllum nýlegum lögum um aukið jafnrétti snarlega snúið við sem og lögum sem tryggja réttindi hinsegin fólks. Lög um þungunarrof verði sömuleiðs felld úr gildi og ráðuneyti neytendamála og jafnréttis lögð niður. Hafna því að kynbundið ofbeldi fyrirfinnist Þá hafnar flokkurinn því alfarið að á Spáni sé til eitthvað sem heitir kynbundið ofbeldi, en um það hefur ríkt nokkuð þétt samstaða á spænska þinginu að sé þvílíkt samfélagsmein að skera verði upp herör gegn því. Á þessu ári hafa 20 konur verið myrtar af maka sínum og yfir 1.200 konur síðan 2003. Síðast í þessari viku hélt þingmaður VOX í Valencia-héraði, þar sem flokkurinn myndaði meirihluta með Lýðflokknum í vikunni, því fram í fréttum ríkissjónvarpsins að kynbundið ofbeldi karla gegn konum væri tómur hugarburður. Rétt er að geta þess að oddviti flokksins í Valencia hefur hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi eiginkonu sinni.
Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Mikil hægrisveifla knýr fram þingkosningar á Spáni Allt stefnir í gríðarlega harða og snarpa kosningabaráttu fyrir þingkosningar á Spáni í næsta mánuði. Talsverðar líkur eru á að öfgahægriflokkurinn VOX komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. 4. júní 2023 16:31 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Mikil hægrisveifla knýr fram þingkosningar á Spáni Allt stefnir í gríðarlega harða og snarpa kosningabaráttu fyrir þingkosningar á Spáni í næsta mánuði. Talsverðar líkur eru á að öfgahægriflokkurinn VOX komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. 4. júní 2023 16:31