Kynbundið misrétti á jafnréttisparadísinni Íslandi Sandra B. Franks skrifar 19. júní 2023 08:01 Á Íslandi er til starfsstétt sem þið vafalaust hafið kynnst eða munið kynnast. Þetta er starfsstétt sem vinnur á meðan þið sofið, haldið jól, farið í frí og njótið samvista með fjölskyldu og vinum. Þetta er næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins sem tekur virkan þátt í að halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Í þessarar fagstétt eru 97% konur og meðalaldur stéttarinnar er um 50 ár. Þetta eru sjúkraliðar! Hvar er kynbundið óréttlæti að finna? Í dag er kvenréttindadagurinn sem er hátíðis- og baráttudagur kvenna á Íslandi þar sem því er fagnað að 19. júní 1915 fengu konur á Íslandi, 40 ára og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Margt hefur áunnist í gegnum árin sem bætt hefur stöðu kvenna hins vegar eigum við enn langt í land með að jafna stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Hér á jafnréttisparadísinni Íslandi er við lýði kynbundinn launamunur, kynskiptur vinnumarkaður, kynbundið ofbeldi, kynbundinn framgangsmáti á vinnustöðum, kynbundin skipting á hinni svokölluðu þriðju vakt og kynbundið ójafnræði þegar kemur að eignum og ráðstöfun fjármagns. Lítum aðeins nánar á þennan „kynskipta vinnumarkað“ sem er í reynd meginorsök kynbundins launamunar. Staðreyndin er sú að störf sem almennt eru unnin af konum eru minna metin í launum en hefðbundin karlastörf. Konur búa því enn við launamisrétti sextíu árum eftir að launajafnrétti var leitt í lög á Íslandi. Aðgerðir skipta máli Þessu er hægt að breyta. Það sjáum við til dæmis þegar launamunur karla og kvenna sem starfa hjá sveitarfélögum er skoðaður. Þar er launamunurinn er töluvert minni en hjá þeim sem starfa hjá ríkinu eða á almennum vinnumarkaði. Þetta ræðst af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hjá sveitarfélögunum, sem nota hið svokallaða starfsmatskerfi við launamyndun starfsfólks. Starfsmat „metur ólík störf í mismunandi starfsstéttir út frá sömu viðmiðum og dregur þannig úr launamun vegna kynbundinna skiptingar vinnumarkaðarins.“ Aðgerðir skipta verulegu máli. Það er hægt að vinna á kyndbundnum launamun og það á að vera hægt að uppræta hann. Launamunurinn hverfur ekki af sjálfum sér, það þarf að grípa til aðgerða og breyta núverandi aðferðarfræði um launamyndun. Við getum ekki beðið eftir „viðhorfsbreytingunni“ eins og sumir telja nóg. Rannsóknir sýna að ein skilvirkasta leiðin til að stuðla að jöfnum launum fyrir jafnverðmæt störf felst í að meta störf að jöfnu, hvort heldur sem konur eða karlar sinna þeim. Lögin tala um jafnrétti. Stjórnarskráin talar einnig um jafnrétti. En samfélagið tryggir það ekki. Það er til staðar kerfisbundið vanmat á störfum kvenna. Fyrst kerfið er okkur óhagstætt þarf að breyta kerfinu. Það þarf að taka mikilvægar ákvarðanir til að tryggja aðgerðir. Með aðgerðarleysi stjórnvalda styðja þau núverandi stöðu og snuða heilu fagstéttirnar, eins og okkur sjúkraliða, um fjármuni sem hlaupa á milljörðum, bara fyrir það eitt að vera konur. Gerum kvennakjarasamninga Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands höfum bent á að nú sé tíminn til að gera „kvenna-kjarasamninga“. Kjarasamninga sem leiðrétta þetta óréttlæti. Á mannamáli er þetta leiðrétting sem þýðir laun hefðbundinna kvennastétta hækka hlutfallslega meira en hjá öðrum. Þetta þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur er hún einnig hagkvæm fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er til starfsstétt sem þið vafalaust hafið kynnst eða munið kynnast. Þetta er starfsstétt sem vinnur á meðan þið sofið, haldið jól, farið í frí og njótið samvista með fjölskyldu og vinum. Þetta er næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins sem tekur virkan þátt í að halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Í þessarar fagstétt eru 97% konur og meðalaldur stéttarinnar er um 50 ár. Þetta eru sjúkraliðar! Hvar er kynbundið óréttlæti að finna? Í dag er kvenréttindadagurinn sem er hátíðis- og baráttudagur kvenna á Íslandi þar sem því er fagnað að 19. júní 1915 fengu konur á Íslandi, 40 ára og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Margt hefur áunnist í gegnum árin sem bætt hefur stöðu kvenna hins vegar eigum við enn langt í land með að jafna stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Hér á jafnréttisparadísinni Íslandi er við lýði kynbundinn launamunur, kynskiptur vinnumarkaður, kynbundið ofbeldi, kynbundinn framgangsmáti á vinnustöðum, kynbundin skipting á hinni svokölluðu þriðju vakt og kynbundið ójafnræði þegar kemur að eignum og ráðstöfun fjármagns. Lítum aðeins nánar á þennan „kynskipta vinnumarkað“ sem er í reynd meginorsök kynbundins launamunar. Staðreyndin er sú að störf sem almennt eru unnin af konum eru minna metin í launum en hefðbundin karlastörf. Konur búa því enn við launamisrétti sextíu árum eftir að launajafnrétti var leitt í lög á Íslandi. Aðgerðir skipta máli Þessu er hægt að breyta. Það sjáum við til dæmis þegar launamunur karla og kvenna sem starfa hjá sveitarfélögum er skoðaður. Þar er launamunurinn er töluvert minni en hjá þeim sem starfa hjá ríkinu eða á almennum vinnumarkaði. Þetta ræðst af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hjá sveitarfélögunum, sem nota hið svokallaða starfsmatskerfi við launamyndun starfsfólks. Starfsmat „metur ólík störf í mismunandi starfsstéttir út frá sömu viðmiðum og dregur þannig úr launamun vegna kynbundinna skiptingar vinnumarkaðarins.“ Aðgerðir skipta verulegu máli. Það er hægt að vinna á kyndbundnum launamun og það á að vera hægt að uppræta hann. Launamunurinn hverfur ekki af sjálfum sér, það þarf að grípa til aðgerða og breyta núverandi aðferðarfræði um launamyndun. Við getum ekki beðið eftir „viðhorfsbreytingunni“ eins og sumir telja nóg. Rannsóknir sýna að ein skilvirkasta leiðin til að stuðla að jöfnum launum fyrir jafnverðmæt störf felst í að meta störf að jöfnu, hvort heldur sem konur eða karlar sinna þeim. Lögin tala um jafnrétti. Stjórnarskráin talar einnig um jafnrétti. En samfélagið tryggir það ekki. Það er til staðar kerfisbundið vanmat á störfum kvenna. Fyrst kerfið er okkur óhagstætt þarf að breyta kerfinu. Það þarf að taka mikilvægar ákvarðanir til að tryggja aðgerðir. Með aðgerðarleysi stjórnvalda styðja þau núverandi stöðu og snuða heilu fagstéttirnar, eins og okkur sjúkraliða, um fjármuni sem hlaupa á milljörðum, bara fyrir það eitt að vera konur. Gerum kvennakjarasamninga Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands höfum bent á að nú sé tíminn til að gera „kvenna-kjarasamninga“. Kjarasamninga sem leiðrétta þetta óréttlæti. Á mannamáli er þetta leiðrétting sem þýðir laun hefðbundinna kvennastétta hækka hlutfallslega meira en hjá öðrum. Þetta þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur er hún einnig hagkvæm fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun