„Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Árni Sæberg skrifar 19. júní 2023 11:18 Guðrún Hafsteinsdóttir er tekin við völdum. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. Guðrún tók undir orð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að landið væri komið að þolmörkum þegar kemur að móttöku innflytjenda og flóttafólks. Jón Gunnarsson hafi fylgt stefnu Sjálfstæðisflokksins í málaflokkinum. „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins,“ sagði Guðrún þegar hún ræddi við fréttamenn á tröppum Bessastaða eftir sinn fyrsta ríkisráðsfund. Lengi beðið eftir lyklaskiptunum „Ég finn fyrir mjög góðum stuðningi víðsvegar að úr samfélaginu og líka meðal minna flokksfélaga og það er gott og það hefur verið beðið eftir þessum degi lengi, sérstaklega á meðal minna stuðningsmanna, og það er líka gott og jákvætt. Ég er mjög þakklát fyrir þann stuðning sem ég finn,“ sagði Guðrún. Fyrstu skref Guðrúnar verða lyklaskipti í dómsmálaráðuneytinu klukkan 13. „Síðan mun ég setjast niður með ráðuneytisstjóra og starfsmönnum ráðuneytisins í beinu framhaldi og fara yfir málin og hvað er þar efst á baugi og brýnast.“ Guðrún sagði útlendingamálin brýnust og nefndi einnig lögreglulög og áfengislög. Samfélagið þróist og lögin þurfi að gera það með. Til dæmis sé engin löggjöf um netsölu með áfengi, sem sé þó þegar hafin. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Guðrún tók undir orð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að landið væri komið að þolmörkum þegar kemur að móttöku innflytjenda og flóttafólks. Jón Gunnarsson hafi fylgt stefnu Sjálfstæðisflokksins í málaflokkinum. „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins,“ sagði Guðrún þegar hún ræddi við fréttamenn á tröppum Bessastaða eftir sinn fyrsta ríkisráðsfund. Lengi beðið eftir lyklaskiptunum „Ég finn fyrir mjög góðum stuðningi víðsvegar að úr samfélaginu og líka meðal minna flokksfélaga og það er gott og það hefur verið beðið eftir þessum degi lengi, sérstaklega á meðal minna stuðningsmanna, og það er líka gott og jákvætt. Ég er mjög þakklát fyrir þann stuðning sem ég finn,“ sagði Guðrún. Fyrstu skref Guðrúnar verða lyklaskipti í dómsmálaráðuneytinu klukkan 13. „Síðan mun ég setjast niður með ráðuneytisstjóra og starfsmönnum ráðuneytisins í beinu framhaldi og fara yfir málin og hvað er þar efst á baugi og brýnast.“ Guðrún sagði útlendingamálin brýnust og nefndi einnig lögreglulög og áfengislög. Samfélagið þróist og lögin þurfi að gera það með. Til dæmis sé engin löggjöf um netsölu með áfengi, sem sé þó þegar hafin.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19