Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Samúel Karl Ólason skrifar 20. júní 2023 07:45 Kafbáturinn sem fólkið kafaði í heitir Titan. Hann á að bera um fjögurra sólarhringa súrefnisbirgðir. AP/OceanGate Expeditions Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi. AP fréttaveitan hefur eftir strandgæslu Bandaríkjanna, sem leiðir leitina, að kafbáturinn hafi farið á kaf á sunnudagsmorgun en samband við kafbátinn hafi slitnað tæpur tveimur klukkustundum síðar. Kafbáturinn ber um fjögurra sólarhringa súrefnisbirgðir, svo mikilvægt er að finna kafbátinn sem fyrst. Leitin er þó erfið, þar sem dýpið er mikið og flak Titanic er um sex hundruð kílómetra frá ströndum Nýfundnalands. Reynist rétt að kafbáturinn hafi fjögurra daga súrefnisbirgðir og ekki hafi komið gat á hann, verður að finna hann fyrir fimmtudagsmorgun. Verið er að vinna að því að koma björgunarkafbát á svæðið eins fljótt og auðið er. Samkvæmt BBC er talið að fimm manns séu um borð í kafbátnum. Einn þeirra er breski auðjöfurinn Hamish Harding, sem er 58 ára gamall. Hann er skráður fyrir þremur heimsmetum af Guinness World Records og þar af eitt fyrir köfun. Hann hefur áður kafað að mesta dýpi Maríana djúpalsins og hefur farið út í geim um borð í geimfari Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos. Þá eru feðgarnir Shahzada Dawood og Suleman, úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan, einnig um borð auk hins 73 ára gamla Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Einnig er talið að Stockton Rush, framkvæmdastjóri fyrirtækisins OceanGate, sem gerir út þessar ferðir, sé um borð í kafbátnum. Umrætt fyrirtæki rukkar ferðamenn rúmar 34 milljónir króna fyrir siglingu að flaki Titanic og kafbátaferð. Ferðalagið allt tekur um átta daga. Þetta er í þriðja sinn sem starfsmenn OceanGate fara í þessa ferð. Skipið Polar Prince flutti ferðamennina og kafbátinn að flaki Titanic. Nota átti skipið til að lóðsa kafbátinn að flaki Titanic en sambandið við kafbátinn slitnaði tæpum tveimur tímum eftir brottför.AP/Darryl Dyck Blaðamaður CBS, sem fór að flaki Titanic með OceanGate í fyrra, segir að skip á yfirborðinu eigi að lóðsa kafbátinn að flakinu en í þetta sinn hafi það ekki gengið eftir. Áhöfn kafbátsins hafi ekki fundið flakið áður en sambandið slitnaði. Mögulegt er að áhöfnin hafi náð að sigla kafbátnum aftur upp á yfirborðið en verið er að leita að honum úr lofti. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir að ef kafbáturinn hafi misst afl á kafi og hafi sokkið, séu litlar líkur á að hægt sé að bjarga áhöfninni. Jafnvel þó kafbáturinn finnist á botni Atlantshafsins, sé erfitt að ná honum upp eða ferja áhöfnina í annan kafbát. View this post on Instagram A post shared by Capt. Hamish Harding (@actionaviationchairman) Bandaríkin Kanada Bretland Pakistan Frakkland Titanic Tengdar fréttir Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir strandgæslu Bandaríkjanna, sem leiðir leitina, að kafbáturinn hafi farið á kaf á sunnudagsmorgun en samband við kafbátinn hafi slitnað tæpur tveimur klukkustundum síðar. Kafbáturinn ber um fjögurra sólarhringa súrefnisbirgðir, svo mikilvægt er að finna kafbátinn sem fyrst. Leitin er þó erfið, þar sem dýpið er mikið og flak Titanic er um sex hundruð kílómetra frá ströndum Nýfundnalands. Reynist rétt að kafbáturinn hafi fjögurra daga súrefnisbirgðir og ekki hafi komið gat á hann, verður að finna hann fyrir fimmtudagsmorgun. Verið er að vinna að því að koma björgunarkafbát á svæðið eins fljótt og auðið er. Samkvæmt BBC er talið að fimm manns séu um borð í kafbátnum. Einn þeirra er breski auðjöfurinn Hamish Harding, sem er 58 ára gamall. Hann er skráður fyrir þremur heimsmetum af Guinness World Records og þar af eitt fyrir köfun. Hann hefur áður kafað að mesta dýpi Maríana djúpalsins og hefur farið út í geim um borð í geimfari Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos. Þá eru feðgarnir Shahzada Dawood og Suleman, úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan, einnig um borð auk hins 73 ára gamla Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Einnig er talið að Stockton Rush, framkvæmdastjóri fyrirtækisins OceanGate, sem gerir út þessar ferðir, sé um borð í kafbátnum. Umrætt fyrirtæki rukkar ferðamenn rúmar 34 milljónir króna fyrir siglingu að flaki Titanic og kafbátaferð. Ferðalagið allt tekur um átta daga. Þetta er í þriðja sinn sem starfsmenn OceanGate fara í þessa ferð. Skipið Polar Prince flutti ferðamennina og kafbátinn að flaki Titanic. Nota átti skipið til að lóðsa kafbátinn að flaki Titanic en sambandið við kafbátinn slitnaði tæpum tveimur tímum eftir brottför.AP/Darryl Dyck Blaðamaður CBS, sem fór að flaki Titanic með OceanGate í fyrra, segir að skip á yfirborðinu eigi að lóðsa kafbátinn að flakinu en í þetta sinn hafi það ekki gengið eftir. Áhöfn kafbátsins hafi ekki fundið flakið áður en sambandið slitnaði. Mögulegt er að áhöfnin hafi náð að sigla kafbátnum aftur upp á yfirborðið en verið er að leita að honum úr lofti. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir að ef kafbáturinn hafi misst afl á kafi og hafi sokkið, séu litlar líkur á að hægt sé að bjarga áhöfninni. Jafnvel þó kafbáturinn finnist á botni Atlantshafsins, sé erfitt að ná honum upp eða ferja áhöfnina í annan kafbát. View this post on Instagram A post shared by Capt. Hamish Harding (@actionaviationchairman)
Bandaríkin Kanada Bretland Pakistan Frakkland Titanic Tengdar fréttir Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06