Sumarið kemur og fer en það er alltaf von Bragi Bjarnason skrifar 24. júní 2023 06:01 Við verðum víst að sætta okkur við þann veruleika að geta ekki stjórnað veðurfarinu en við getum þó haft jákvæð áhrif á aðra þætti í samfélaginu sem og okkar eigin viðhorf. Það má kannski segja að það sé lúxusvandamál að pirra sig yfir veðurfarinu í stað þess að njóta bara útiveru, bæjarhátíða eða annarra skemmtilegra verkefna, sem eru nokkur hérna í Sveitarfélaginu Árborg. Leikskólamálin í góðum farvegi Vel hefur gengið að úthluta leikskólaplássum og nú þegar hafa öll börn fædd í maí 2022 og áttu umsókn fengið úthlutað plássi í leikskóla frá og með næsta hausti. Það er ánægjulegt að sveitarfélagið geti úhlutað svo mörgum börnum rými í leikskólum Árborgar. Markmiðið er að halda áfram uppbyggingu þessara lykilinnviða. Um leið er til skoðunar að fjölga valkostum fyrir foreldra svo sem í samvinnu við einkarekna leikskóla. Samfélag af okkar stærð ber það fyllilega að mínu mati að bjóða upp á fjölbreytta valkosti í rekstri leikskóla. Stafræn þróun á réttri leið Þróun í stafrænni tækni hjá sveitarfélaginu hefur gengið vel og áhersla verið lögð á að vinnuumhverfi starfsmanna sé í gegnum skýjaumhverfið “Office 365”. Það má segja að Covid 19 hafi ýtt sveitarfélaginu mjög hratt í þessar breytingar. Eðli málsins samkvæmtu þurfti að vinna úr ýmsum hliðarverkunum í kjölfarið til að ná fram sem bestri virkni fyrir starfsmenn. Þróunin í þessum málaflokki er hröð og nú í maí varð Sveitarfélagið Árborg fyrst sveitarfélaga til að birta starfsfólki launaseðla þess í gegnum pósthólf hins opinbera á island.is. Það felur í sér hagræðingu í rekstri þar sem sveitarfélagið þarf ekki að greiða fyrir þá birtingu líkt og í gegnum heimabanka. Markmiðið er að sem flest gögn, umsóknir og upplýsingar frá ríki, sveitarfélögum og öðrum opinberum aðilum fari í gegnum sama svæðið á island.is. Íbúar geti þá með einfaldari hætti og á sama stað sótt um þjónustu eða fengið send gögn. Þekkt fyrir fjölbreytt hátíðarhald Þegar kemur að bæjarhátíðunum er Sveitarfélagið Árborg þekkt fyrir litríkar og skemmtilegar hátíðir. Nú um helgina eru Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka og Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára á Selfossi. Helgina 29. júní-2. júlí er haldið Íslandsmót í hestaíþróttum á Selfossi ásamt hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum. Sömu helgi blása síðan Stokkseyringar til árlegrar Bryggjuhátíðar. Grill og tónlistarhátíðin “Kótelettan” fer fram 7.-9. júlí og Sumar á Selfossi lokar sumrinu dagana 10.-13. ágúst. Nánari upplýsingar um bæjarhátíðir í Árborg má finna á www.arborg.is. Ýmsir aðrir viðburðir eru síðan í gangi yfir sumarið og má nefna knattspyrnuleiki, sumarlestur á bókasafninu á Selfossi alla miðvikudaga og fleira. Það er því sannarlega mikið um að vera í Sveitarfélaginu Árborg í sumar og ættu allir að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Bragi Bjarnason Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við verðum víst að sætta okkur við þann veruleika að geta ekki stjórnað veðurfarinu en við getum þó haft jákvæð áhrif á aðra þætti í samfélaginu sem og okkar eigin viðhorf. Það má kannski segja að það sé lúxusvandamál að pirra sig yfir veðurfarinu í stað þess að njóta bara útiveru, bæjarhátíða eða annarra skemmtilegra verkefna, sem eru nokkur hérna í Sveitarfélaginu Árborg. Leikskólamálin í góðum farvegi Vel hefur gengið að úthluta leikskólaplássum og nú þegar hafa öll börn fædd í maí 2022 og áttu umsókn fengið úthlutað plássi í leikskóla frá og með næsta hausti. Það er ánægjulegt að sveitarfélagið geti úhlutað svo mörgum börnum rými í leikskólum Árborgar. Markmiðið er að halda áfram uppbyggingu þessara lykilinnviða. Um leið er til skoðunar að fjölga valkostum fyrir foreldra svo sem í samvinnu við einkarekna leikskóla. Samfélag af okkar stærð ber það fyllilega að mínu mati að bjóða upp á fjölbreytta valkosti í rekstri leikskóla. Stafræn þróun á réttri leið Þróun í stafrænni tækni hjá sveitarfélaginu hefur gengið vel og áhersla verið lögð á að vinnuumhverfi starfsmanna sé í gegnum skýjaumhverfið “Office 365”. Það má segja að Covid 19 hafi ýtt sveitarfélaginu mjög hratt í þessar breytingar. Eðli málsins samkvæmtu þurfti að vinna úr ýmsum hliðarverkunum í kjölfarið til að ná fram sem bestri virkni fyrir starfsmenn. Þróunin í þessum málaflokki er hröð og nú í maí varð Sveitarfélagið Árborg fyrst sveitarfélaga til að birta starfsfólki launaseðla þess í gegnum pósthólf hins opinbera á island.is. Það felur í sér hagræðingu í rekstri þar sem sveitarfélagið þarf ekki að greiða fyrir þá birtingu líkt og í gegnum heimabanka. Markmiðið er að sem flest gögn, umsóknir og upplýsingar frá ríki, sveitarfélögum og öðrum opinberum aðilum fari í gegnum sama svæðið á island.is. Íbúar geti þá með einfaldari hætti og á sama stað sótt um þjónustu eða fengið send gögn. Þekkt fyrir fjölbreytt hátíðarhald Þegar kemur að bæjarhátíðunum er Sveitarfélagið Árborg þekkt fyrir litríkar og skemmtilegar hátíðir. Nú um helgina eru Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka og Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára á Selfossi. Helgina 29. júní-2. júlí er haldið Íslandsmót í hestaíþróttum á Selfossi ásamt hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum. Sömu helgi blása síðan Stokkseyringar til árlegrar Bryggjuhátíðar. Grill og tónlistarhátíðin “Kótelettan” fer fram 7.-9. júlí og Sumar á Selfossi lokar sumrinu dagana 10.-13. ágúst. Nánari upplýsingar um bæjarhátíðir í Árborg má finna á www.arborg.is. Ýmsir aðrir viðburðir eru síðan í gangi yfir sumarið og má nefna knattspyrnuleiki, sumarlestur á bókasafninu á Selfossi alla miðvikudaga og fleira. Það er því sannarlega mikið um að vera í Sveitarfélaginu Árborg í sumar og ættu allir að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar