Geðsjúklingur deyr Magnús Sigurðsson skrifar 24. júní 2023 07:01 Fljótlega eftir stofnun geðspítalans á Kleppi árið 1907 hafði starfsemin þar sprengt húsnæðið utan af sér. Því var opnað eins konar útibú við spítalann, hinn svokallaði Litli-Kleppur, sem hýsti um 10 sjúklinga í senn í hrörlegu bráðabirgðahúsnæði við Laufásveg. Forstöðumaður Litla-Klepps var um skeið Guðmundur Sigurjónsson, landsfrægur glímukappi og áberandi baráttumaður í hreyfingu reykvískra góðtemplara. Snemma fóru þó að heyrast sögur um að glímukappinn fyrrverandi færi heldur hörðum höndum um skjólstæðinga sína. Og þar kom að ávirðingarnar sem hafði verið hvíslað um rötuðu á síður blaðanna. Árið 1923 lýsti maður að nafni Ingvar Sigurðsson aðförunum í grein sinni „Geðveikrahælið á „Litla Kleppi““. Þar segir meðal annars: Svo, ef sjúklingur skvaldrar af órósemi hungurs og geðbilunar, er hann tekinn, bundnar hendur fyrir bak aftur og vægðarlaust stungið upp í munninn kefli, sem binda skal einnig aftur fyrir hnakkann. […] Svo, ef einhver af geðbilun sinni sýnir mótþróa, þá er lækningin sú að reka löðrung sinn á hvorn vanga æ ofan í æ […] og er ei nokkur neisti af mannúð í að láta svona ólærðan flumbrara hafa svona starf til meðferðar, sem er forblindaður um að kæra sig um að vita, hve vont hann er að vinna. Grein Ingvars svaraði Guðmundur með því að hóta honum málsókn vegna meiðyrða, en virðist ekki hafa gert alvöru úr þeim hótunum. Hins vegar var Guðmundur sjálfur ákærður snemma árs 1924 fyrir ómannúðlega meðferð á vistmönnum Litla-Klepps. Við réttarhöldin viðurkenndi hann að hafa slegið sjúklingana utan undir, en neitaði að hafa beitt ónauðsynlegu ofbeldi til að hafa tilhlýðilega stjórn á mannskapnum. Í sem stystu máli tók rétturinn undir þau sjónarmið, og var Guðmundur Sigurjónsson sýknaður af öllum ásökunum um misbeitingu valds með eftirfarandi rökum: Það er öllum vitanlegt sem nokkuð þekkja til brjálaðra manna að oft verður að beita hörku við þá og jafnvel láta þá kenna aflsmunar, er því erfitt að segja hvenær of langt sé farið í þeim efnum og hvenær hefði mátt komast af með minni hörku. Nákvæmlega hversu langt má fara í þeim efnum, hversu mikilli hörku má beita við meðhöndlun „brjálaðra manna“ og hversu mikils afslmunar það má láta hina geðsjúku kenna án þess að þeir sem ofbeldinu beita séu dregnir til ábyrgðar, það vitum við aftur á móti núna, eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hjúkrunarfræðing sem með hörku sinni og misbeitingu valds olli dauða konu á geðdeild Landspítalans 16. ágúst árið 2021. Ofbeldi gegn geðsjúkum, hvort heldur sem er á geðdeild Landspítalans árið 2023 eða á Litla-Kleppi árið 1923, er eftir sem áður refsilaus verknaður. Jafnvel þegar ofbeldið veldur dauða. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Fljótlega eftir stofnun geðspítalans á Kleppi árið 1907 hafði starfsemin þar sprengt húsnæðið utan af sér. Því var opnað eins konar útibú við spítalann, hinn svokallaði Litli-Kleppur, sem hýsti um 10 sjúklinga í senn í hrörlegu bráðabirgðahúsnæði við Laufásveg. Forstöðumaður Litla-Klepps var um skeið Guðmundur Sigurjónsson, landsfrægur glímukappi og áberandi baráttumaður í hreyfingu reykvískra góðtemplara. Snemma fóru þó að heyrast sögur um að glímukappinn fyrrverandi færi heldur hörðum höndum um skjólstæðinga sína. Og þar kom að ávirðingarnar sem hafði verið hvíslað um rötuðu á síður blaðanna. Árið 1923 lýsti maður að nafni Ingvar Sigurðsson aðförunum í grein sinni „Geðveikrahælið á „Litla Kleppi““. Þar segir meðal annars: Svo, ef sjúklingur skvaldrar af órósemi hungurs og geðbilunar, er hann tekinn, bundnar hendur fyrir bak aftur og vægðarlaust stungið upp í munninn kefli, sem binda skal einnig aftur fyrir hnakkann. […] Svo, ef einhver af geðbilun sinni sýnir mótþróa, þá er lækningin sú að reka löðrung sinn á hvorn vanga æ ofan í æ […] og er ei nokkur neisti af mannúð í að láta svona ólærðan flumbrara hafa svona starf til meðferðar, sem er forblindaður um að kæra sig um að vita, hve vont hann er að vinna. Grein Ingvars svaraði Guðmundur með því að hóta honum málsókn vegna meiðyrða, en virðist ekki hafa gert alvöru úr þeim hótunum. Hins vegar var Guðmundur sjálfur ákærður snemma árs 1924 fyrir ómannúðlega meðferð á vistmönnum Litla-Klepps. Við réttarhöldin viðurkenndi hann að hafa slegið sjúklingana utan undir, en neitaði að hafa beitt ónauðsynlegu ofbeldi til að hafa tilhlýðilega stjórn á mannskapnum. Í sem stystu máli tók rétturinn undir þau sjónarmið, og var Guðmundur Sigurjónsson sýknaður af öllum ásökunum um misbeitingu valds með eftirfarandi rökum: Það er öllum vitanlegt sem nokkuð þekkja til brjálaðra manna að oft verður að beita hörku við þá og jafnvel láta þá kenna aflsmunar, er því erfitt að segja hvenær of langt sé farið í þeim efnum og hvenær hefði mátt komast af með minni hörku. Nákvæmlega hversu langt má fara í þeim efnum, hversu mikilli hörku má beita við meðhöndlun „brjálaðra manna“ og hversu mikils afslmunar það má láta hina geðsjúku kenna án þess að þeir sem ofbeldinu beita séu dregnir til ábyrgðar, það vitum við aftur á móti núna, eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hjúkrunarfræðing sem með hörku sinni og misbeitingu valds olli dauða konu á geðdeild Landspítalans 16. ágúst árið 2021. Ofbeldi gegn geðsjúkum, hvort heldur sem er á geðdeild Landspítalans árið 2023 eða á Litla-Kleppi árið 1923, er eftir sem áður refsilaus verknaður. Jafnvel þegar ofbeldið veldur dauða. Höfundur er rithöfundur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun