„Það sem höfðingjarnir hafast að - hinir ætla að þeim leyfist það“ Bergljót Davíðsdóttir skrifar 26. júní 2023 16:30 „Það sem höfðingjarnir hafast að - hinir ætla að þeim leyfist það,“ kvað Hallgrímur Pétursson fyrir tveimur öldum. Það á jafn vel við nú að hugsa til orðtaks sálmaskáldsins, rétt eins og þá. Íslendingar virðast endalaust láta þá sem völdin hafa komast upp með að brjóta lög án þess að höfðingjarnir gjaldi fyrir það. Birna Einarsdóttir sér ekkert athugavert við að semja um sekt yfir rúman milljarð, sem hún greiðir ekki úr eigin vasa heldur tekur úr sjóðum bankans sem henni er treyst til að stjórna og fær himinhá laun fyrir þá ábyrgð sem hún ekki axlar. Hvað er það annað en þjófnaður? Hvar eru mörkin? Að ganga í sjóði sem mönnum er treyst fyrir og nota til að greiða fyrir eigin mistök getur ekki verið löglegt. Ég yrði dregin fyrir dóm ef ég snerti fé sem ég ekki á og notaði í eigin þágu og fengi dóm sem ég yrði að hlýta og ætti mér ekki viðreisnar von. Og mannorð mitt lagt í rúst! Siðblindan er orðin allgjör meðal valdhafa, sem síðan smitar okkur öll. Birna er ekki eini siðblindinginn, en hroki hennar er algjör. Hún veit af reynslu að hún kemst upp með þetta; nema við komum í veg fyrir það því ráðamenn munu ekkert gera. Hvað er að okkur? Ætlum við að láta þetta viðgangast? Þjóðin á í bankanum og ætlar stjórn bankans ekkert að gera Hvað finnst þeim sem eiga hlutabréf í bankanum um að eign þeirra rýrni vegna þessa, en hlutabréf í bankanum lækkuðu umtalsvert? Nei almenningur er orðin svo dofinn að enginn kraftur er í mönnum að rísa upp og mótmæla nema hér á síðum. Síðan lognast umræðan út af og nýtt hneykslismál fær athyglina. Ætlum við ekki að hrista af okkur meðvitundarleysið og dofann, sem stjórnvöld með taktvissri vitund hefur smátt og mátt valdið til að draga úr okkur kraft og þor? Ef einhver döngun væri í okkur, einhver réttlætiskennd funaði upp innra, samstaða og frumkvæði væri fyrir hendi myndum við safnast saman og berja bumbur eins lengi og þyrfti til að þeir sem skaða okkur fjárhagslega axli sína ábyrgð.Er ekki tími til kominn að við sem nýtum það eina vald sem við höfum með samstöðu, snúa bökum saman og krefjast réttlætis? Hver ætlar að taka af skarið og stíga fram? Ég er með, en þið sem yngri eruð og hafið kraftinn og þau áhrif sem nafn ykkar gefur, standið nú upp! Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Mest lesið Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Það sem höfðingjarnir hafast að - hinir ætla að þeim leyfist það,“ kvað Hallgrímur Pétursson fyrir tveimur öldum. Það á jafn vel við nú að hugsa til orðtaks sálmaskáldsins, rétt eins og þá. Íslendingar virðast endalaust láta þá sem völdin hafa komast upp með að brjóta lög án þess að höfðingjarnir gjaldi fyrir það. Birna Einarsdóttir sér ekkert athugavert við að semja um sekt yfir rúman milljarð, sem hún greiðir ekki úr eigin vasa heldur tekur úr sjóðum bankans sem henni er treyst til að stjórna og fær himinhá laun fyrir þá ábyrgð sem hún ekki axlar. Hvað er það annað en þjófnaður? Hvar eru mörkin? Að ganga í sjóði sem mönnum er treyst fyrir og nota til að greiða fyrir eigin mistök getur ekki verið löglegt. Ég yrði dregin fyrir dóm ef ég snerti fé sem ég ekki á og notaði í eigin þágu og fengi dóm sem ég yrði að hlýta og ætti mér ekki viðreisnar von. Og mannorð mitt lagt í rúst! Siðblindan er orðin allgjör meðal valdhafa, sem síðan smitar okkur öll. Birna er ekki eini siðblindinginn, en hroki hennar er algjör. Hún veit af reynslu að hún kemst upp með þetta; nema við komum í veg fyrir það því ráðamenn munu ekkert gera. Hvað er að okkur? Ætlum við að láta þetta viðgangast? Þjóðin á í bankanum og ætlar stjórn bankans ekkert að gera Hvað finnst þeim sem eiga hlutabréf í bankanum um að eign þeirra rýrni vegna þessa, en hlutabréf í bankanum lækkuðu umtalsvert? Nei almenningur er orðin svo dofinn að enginn kraftur er í mönnum að rísa upp og mótmæla nema hér á síðum. Síðan lognast umræðan út af og nýtt hneykslismál fær athyglina. Ætlum við ekki að hrista af okkur meðvitundarleysið og dofann, sem stjórnvöld með taktvissri vitund hefur smátt og mátt valdið til að draga úr okkur kraft og þor? Ef einhver döngun væri í okkur, einhver réttlætiskennd funaði upp innra, samstaða og frumkvæði væri fyrir hendi myndum við safnast saman og berja bumbur eins lengi og þyrfti til að þeir sem skaða okkur fjárhagslega axli sína ábyrgð.Er ekki tími til kominn að við sem nýtum það eina vald sem við höfum með samstöðu, snúa bökum saman og krefjast réttlætis? Hver ætlar að taka af skarið og stíga fram? Ég er með, en þið sem yngri eruð og hafið kraftinn og þau áhrif sem nafn ykkar gefur, standið nú upp! Höfundur er blaðamaður.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun