Í tilefni aðalfundar Atvinnufjelagsins Sigmar Vilhjálmsson skrifar 27. júní 2023 14:30 Starfssemi og rekstur Atvinnufjelagsins hefur frá upphafi byggst á sjálfboðavinnu stjórnarmanna. Félagið er í uppbyggingu og allir sem koma að starfi félagsins gera sér grein fyrir því að um er að ræða langhlaup til þess að breyta rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Verkefnið er risavaxið og kostnaðarsamt. Öll félagsgjöld félagsins liggja nánast óhögguð á reikningi félagsins, að undanskyldum grunnkostnaði við endurskoðun, lögfræðiþjónustu og bókhaldskerfis. Ætlunin er að safna upp fé í sjóðum félagsins til þess að geta einn daginn ráðið starfsmann og starfsmenn til að sinna hagsmunagæslu og fræðslustarfi félagsmanna. Enda ljóst að þeir sem að félaginu koma eru sjálfir atvinnurekendur og hafa fullt fang af viðfangsefnum í sínum eigin rekstri. Óeigingjörn vinna þeirra hefur því verið unnin utan vinnutíma eða hreinlega rýmt til í dagskránni til að sinna hagsmunamálum félagsmanna. Öll gerum við okkur grein fyrir því að slíkt fyrirkomulag gengur ekki til lengdar og með slíku fyrirkomulagi vinnast sigrarnir hægt. Til þess að taka næstu skref í félaginu þá þarf að safna fleiri félagsmönnum og tryggja það að þeir sem hafa skráð sig í félagið hafi þolinmæði fyrir vexti félagsins og greiði iðgjöld samviskusamlega. Það er því mjög mikilvægt fyrir félagsmenn að hafa úthald og þolinmæði fyrir vexti félagsins, enda eru málefni félagsins gríðarlega mikilvæg fyrir öll lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi. Síðustu mánuðir og ár hafa sýnt okkur, svo ekki verður um villst, að þörfin á því að stjórnvöld sýni litlum og meðalstórum fyrirtækjum hér á landi meiri skilning er gríðarlega mikil. Gjaldskrár hins opinbera og skattaumhverfi fyrirtækja hér á landi liggja hlutfallslega þyngra á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það er ekkert sem réttlætir slíkt ójafnvægi. Kjaramál hafa sjaldan verið í meiri ólestri þar sem lítil og meðalstór fyrirtæki hafa ekki haft svo mikið sem eina rödd. Samt eru lítil og meðalstór fyrirtæki yfir 90% allra fyrirtækja á Íslandi. Það má því segja að nánast allt atvinnulífið sé fast á milli deilna stórfyrirtækja og verkalýðshreyfingarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart, þá hafa launahækkanir opinberra starfsmanna sjaldan verið meiri og bara það að opinberir starfsmenn séu með hærri meðallaun en almennur vinnumarkaður sýnir á hversu miklum villigötum launa- og kjaramál eru hér á landi. Ef lítil og meðalstór fyrirtæki sameinast í einu og sama félaginu, þá er slagkraftur slíks félags það mikill að ekki verður hægt horft framhjá því. Allir atvinnurekendur og ráðamenn sem kynna sér baráttumál Atvinnufjélagsins eru sammála um að þetta sé réttlætismál. Hér eru ekki á ferðinni sérhagsmunir heldur almennir hagsmunir og leiðrétting á kerfi sem hefur misst algjörlega taktinn við atvinnulífið í landinu. Það er því gríðarlega mikilvægt að allir atvinnurekendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sameinist og styrki stoðir Atvinnufjelagsins með skráningu og félagsgjöldum. Því fyrr sem félagið verður stórt, því fyrr næst árangur sem skiptir máli. Vil ég hvetja alla atvinnurekendur til þess að mæta á aðalfund Atvinnufjelagsins, miðvikudaginn 28. Júní kl. 16.30 á Grand Hótel. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Starfssemi og rekstur Atvinnufjelagsins hefur frá upphafi byggst á sjálfboðavinnu stjórnarmanna. Félagið er í uppbyggingu og allir sem koma að starfi félagsins gera sér grein fyrir því að um er að ræða langhlaup til þess að breyta rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Verkefnið er risavaxið og kostnaðarsamt. Öll félagsgjöld félagsins liggja nánast óhögguð á reikningi félagsins, að undanskyldum grunnkostnaði við endurskoðun, lögfræðiþjónustu og bókhaldskerfis. Ætlunin er að safna upp fé í sjóðum félagsins til þess að geta einn daginn ráðið starfsmann og starfsmenn til að sinna hagsmunagæslu og fræðslustarfi félagsmanna. Enda ljóst að þeir sem að félaginu koma eru sjálfir atvinnurekendur og hafa fullt fang af viðfangsefnum í sínum eigin rekstri. Óeigingjörn vinna þeirra hefur því verið unnin utan vinnutíma eða hreinlega rýmt til í dagskránni til að sinna hagsmunamálum félagsmanna. Öll gerum við okkur grein fyrir því að slíkt fyrirkomulag gengur ekki til lengdar og með slíku fyrirkomulagi vinnast sigrarnir hægt. Til þess að taka næstu skref í félaginu þá þarf að safna fleiri félagsmönnum og tryggja það að þeir sem hafa skráð sig í félagið hafi þolinmæði fyrir vexti félagsins og greiði iðgjöld samviskusamlega. Það er því mjög mikilvægt fyrir félagsmenn að hafa úthald og þolinmæði fyrir vexti félagsins, enda eru málefni félagsins gríðarlega mikilvæg fyrir öll lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi. Síðustu mánuðir og ár hafa sýnt okkur, svo ekki verður um villst, að þörfin á því að stjórnvöld sýni litlum og meðalstórum fyrirtækjum hér á landi meiri skilning er gríðarlega mikil. Gjaldskrár hins opinbera og skattaumhverfi fyrirtækja hér á landi liggja hlutfallslega þyngra á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það er ekkert sem réttlætir slíkt ójafnvægi. Kjaramál hafa sjaldan verið í meiri ólestri þar sem lítil og meðalstór fyrirtæki hafa ekki haft svo mikið sem eina rödd. Samt eru lítil og meðalstór fyrirtæki yfir 90% allra fyrirtækja á Íslandi. Það má því segja að nánast allt atvinnulífið sé fast á milli deilna stórfyrirtækja og verkalýðshreyfingarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart, þá hafa launahækkanir opinberra starfsmanna sjaldan verið meiri og bara það að opinberir starfsmenn séu með hærri meðallaun en almennur vinnumarkaður sýnir á hversu miklum villigötum launa- og kjaramál eru hér á landi. Ef lítil og meðalstór fyrirtæki sameinast í einu og sama félaginu, þá er slagkraftur slíks félags það mikill að ekki verður hægt horft framhjá því. Allir atvinnurekendur og ráðamenn sem kynna sér baráttumál Atvinnufjélagsins eru sammála um að þetta sé réttlætismál. Hér eru ekki á ferðinni sérhagsmunir heldur almennir hagsmunir og leiðrétting á kerfi sem hefur misst algjörlega taktinn við atvinnulífið í landinu. Það er því gríðarlega mikilvægt að allir atvinnurekendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sameinist og styrki stoðir Atvinnufjelagsins með skráningu og félagsgjöldum. Því fyrr sem félagið verður stórt, því fyrr næst árangur sem skiptir máli. Vil ég hvetja alla atvinnurekendur til þess að mæta á aðalfund Atvinnufjelagsins, miðvikudaginn 28. Júní kl. 16.30 á Grand Hótel. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar