Húrra lokað: „Reykjavík er að verða ömurlega leiðinleg borg“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. júní 2023 14:57 Skemmtistaðurinn Húrra hefur verið einn af tónleikastöðum Reykjavíkur um nokkurra ára skeið, með tveggja ára hléi þó árin 2019 til 2021. Vísir/Vilhelm Eigandi tónleikastaðarins Húrra við Tryggvagötu í Reykjavík hefur lokað staðnum, að minnsta kosti tímabundið. Hann segir leiguna of háa en viðræður standi yfir við eigendur hússins. Hann segist óttast að Reykjavík stefni hraðbyri að því að verða einsleitari borg þar sem tónleikastaðir fái ekki þrifist. „Staðurinn er lokaður eins og staðan er núna. Það eru búnar að vera þreifingar við húseigendur en staðreyndin er sú að leigan er of há og það er ekki hægt að láta þetta ganga upp eins og þetta er núna,“ segir Þorsteinn Stephensen, eigandi tónleikastaðarins Húrra, í samtali við Vísi. Auðveldara að sjá íslenska tónlistarmenn í Berlín Fjöllistadísin og fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack vekur athygli á lokun staðarins í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún segir að á sama tíma og Egill Ólafsson frændi sinn væri útnefndur borgarlistarmaður Reykjavíkur fækki tónlistarstöðum stöðugt. „Tónlistin og menningin er það sem gerir okkur að borg fyrir fólk. Tónlistin laðar ferðamenn til borgarinnar. Núna er staðan sú að það eru meiri líkur á að sjá íslenska tónlistarmenn koma fram í Berlín en í Reykjavík.“ Margrét segist hafa verið svo heppin að hafa slitið djammsskónum í Tónleika-Reykjavík þegar tónleikastaðir líkt og Grandrokk, Faktorý, Gaukurinn, Gamli Gaukurinn og Sódóma hafi verið heimili slíkra viðburða í borginni. „Lifandi tónlistarflutningur er í dag orðin helsta tekjulind tónlistarmanna, þar sem plötusala hefur dregist saman. Og þetta er meeeeegahark þar sem svo fáir tónleikastaðir eru í borginni,“ skrifar Margrét sem bætir því við að hún öfundi Akureyringa af því að eiga tónleikastaðinn Græna hattinn. Kabarettlistakonan Margrét Erla Maack grætur fækkun tónleikastaða í Reykjavík. MYND/Inga Sör Vill halda Húrra gangandi Eigandi húsnæðisins að Tryggvagötu er fasteignafélagið Eik. Í svörum til Vísis vegna málsins segja forsvarsmenn félagsins að þeir séu bundnir trúnaðarskyldu gagnvart leiguaðilum. Félagið tjái sig ekki um það sem fari sín og leigendum á milli, hvort sem varði leigusamning eða annan ágreining. Þorsteinn segir þó að Eik hafi tekið vel í sjónarmið sín. Viðræðum væri þó ekki lokið og staðurinn því enn lokaður og óvíst væri hvort hann verði opnaður aftur jafnvel þótt samningar næðust. „Ég hef áhuga á að halda honum gangandi en hann þarf að standa undir sér og gerir það ekki eins og staðan er núna,“ segir Þorsteinn en staðurinn var opnaður aftur í núverandi mynd fyrir tveimur árum síðan árið 2021. Skemmtistaðurinn opnaði að nýju árið 2021 eftir að hafa lokað árið 2019.Vísir „Við höfum reynt að binda þannig um hnútana að þetta geti staðið undir sér en ástandið að undanförnu hefur gert þetta gríðarlega erfitt. Það hafa verið rosalega miklar hækkanir á öllum sviðum, hvort sem það eru vöruinnkaup, laun eða leigan, þannig að þetta hefur bara verið mjög erfitt. Við vonum hins vegar það besta, það er ekki öll von úti enn.“ Deilir áhyggjum af tónlist í Reykjavík Þorsteinn tekur undir með Margréti Erlu. Hann segist hafa verulegar áhyggjur af fækkun tónleikastaða í borginni. „Reykjavík er að verða alveg ömurlega leiðinleg borg. Það eina sem gengur upp eru túristastaðir og það hækkar leiguna hjá öllum og miðbæjarflóran er að vera mjög eiinsleit þó að stöðum hafi fjölgað.“ Tónlist Reykjavík Næturlíf Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
„Staðurinn er lokaður eins og staðan er núna. Það eru búnar að vera þreifingar við húseigendur en staðreyndin er sú að leigan er of há og það er ekki hægt að láta þetta ganga upp eins og þetta er núna,“ segir Þorsteinn Stephensen, eigandi tónleikastaðarins Húrra, í samtali við Vísi. Auðveldara að sjá íslenska tónlistarmenn í Berlín Fjöllistadísin og fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack vekur athygli á lokun staðarins í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún segir að á sama tíma og Egill Ólafsson frændi sinn væri útnefndur borgarlistarmaður Reykjavíkur fækki tónlistarstöðum stöðugt. „Tónlistin og menningin er það sem gerir okkur að borg fyrir fólk. Tónlistin laðar ferðamenn til borgarinnar. Núna er staðan sú að það eru meiri líkur á að sjá íslenska tónlistarmenn koma fram í Berlín en í Reykjavík.“ Margrét segist hafa verið svo heppin að hafa slitið djammsskónum í Tónleika-Reykjavík þegar tónleikastaðir líkt og Grandrokk, Faktorý, Gaukurinn, Gamli Gaukurinn og Sódóma hafi verið heimili slíkra viðburða í borginni. „Lifandi tónlistarflutningur er í dag orðin helsta tekjulind tónlistarmanna, þar sem plötusala hefur dregist saman. Og þetta er meeeeegahark þar sem svo fáir tónleikastaðir eru í borginni,“ skrifar Margrét sem bætir því við að hún öfundi Akureyringa af því að eiga tónleikastaðinn Græna hattinn. Kabarettlistakonan Margrét Erla Maack grætur fækkun tónleikastaða í Reykjavík. MYND/Inga Sör Vill halda Húrra gangandi Eigandi húsnæðisins að Tryggvagötu er fasteignafélagið Eik. Í svörum til Vísis vegna málsins segja forsvarsmenn félagsins að þeir séu bundnir trúnaðarskyldu gagnvart leiguaðilum. Félagið tjái sig ekki um það sem fari sín og leigendum á milli, hvort sem varði leigusamning eða annan ágreining. Þorsteinn segir þó að Eik hafi tekið vel í sjónarmið sín. Viðræðum væri þó ekki lokið og staðurinn því enn lokaður og óvíst væri hvort hann verði opnaður aftur jafnvel þótt samningar næðust. „Ég hef áhuga á að halda honum gangandi en hann þarf að standa undir sér og gerir það ekki eins og staðan er núna,“ segir Þorsteinn en staðurinn var opnaður aftur í núverandi mynd fyrir tveimur árum síðan árið 2021. Skemmtistaðurinn opnaði að nýju árið 2021 eftir að hafa lokað árið 2019.Vísir „Við höfum reynt að binda þannig um hnútana að þetta geti staðið undir sér en ástandið að undanförnu hefur gert þetta gríðarlega erfitt. Það hafa verið rosalega miklar hækkanir á öllum sviðum, hvort sem það eru vöruinnkaup, laun eða leigan, þannig að þetta hefur bara verið mjög erfitt. Við vonum hins vegar það besta, það er ekki öll von úti enn.“ Deilir áhyggjum af tónlist í Reykjavík Þorsteinn tekur undir með Margréti Erlu. Hann segist hafa verulegar áhyggjur af fækkun tónleikastaða í borginni. „Reykjavík er að verða alveg ömurlega leiðinleg borg. Það eina sem gengur upp eru túristastaðir og það hækkar leiguna hjá öllum og miðbæjarflóran er að vera mjög eiinsleit þó að stöðum hafi fjölgað.“
Tónlist Reykjavík Næturlíf Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent