Húrra lokað: „Reykjavík er að verða ömurlega leiðinleg borg“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. júní 2023 14:57 Skemmtistaðurinn Húrra hefur verið einn af tónleikastöðum Reykjavíkur um nokkurra ára skeið, með tveggja ára hléi þó árin 2019 til 2021. Vísir/Vilhelm Eigandi tónleikastaðarins Húrra við Tryggvagötu í Reykjavík hefur lokað staðnum, að minnsta kosti tímabundið. Hann segir leiguna of háa en viðræður standi yfir við eigendur hússins. Hann segist óttast að Reykjavík stefni hraðbyri að því að verða einsleitari borg þar sem tónleikastaðir fái ekki þrifist. „Staðurinn er lokaður eins og staðan er núna. Það eru búnar að vera þreifingar við húseigendur en staðreyndin er sú að leigan er of há og það er ekki hægt að láta þetta ganga upp eins og þetta er núna,“ segir Þorsteinn Stephensen, eigandi tónleikastaðarins Húrra, í samtali við Vísi. Auðveldara að sjá íslenska tónlistarmenn í Berlín Fjöllistadísin og fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack vekur athygli á lokun staðarins í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún segir að á sama tíma og Egill Ólafsson frændi sinn væri útnefndur borgarlistarmaður Reykjavíkur fækki tónlistarstöðum stöðugt. „Tónlistin og menningin er það sem gerir okkur að borg fyrir fólk. Tónlistin laðar ferðamenn til borgarinnar. Núna er staðan sú að það eru meiri líkur á að sjá íslenska tónlistarmenn koma fram í Berlín en í Reykjavík.“ Margrét segist hafa verið svo heppin að hafa slitið djammsskónum í Tónleika-Reykjavík þegar tónleikastaðir líkt og Grandrokk, Faktorý, Gaukurinn, Gamli Gaukurinn og Sódóma hafi verið heimili slíkra viðburða í borginni. „Lifandi tónlistarflutningur er í dag orðin helsta tekjulind tónlistarmanna, þar sem plötusala hefur dregist saman. Og þetta er meeeeegahark þar sem svo fáir tónleikastaðir eru í borginni,“ skrifar Margrét sem bætir því við að hún öfundi Akureyringa af því að eiga tónleikastaðinn Græna hattinn. Kabarettlistakonan Margrét Erla Maack grætur fækkun tónleikastaða í Reykjavík. MYND/Inga Sör Vill halda Húrra gangandi Eigandi húsnæðisins að Tryggvagötu er fasteignafélagið Eik. Í svörum til Vísis vegna málsins segja forsvarsmenn félagsins að þeir séu bundnir trúnaðarskyldu gagnvart leiguaðilum. Félagið tjái sig ekki um það sem fari sín og leigendum á milli, hvort sem varði leigusamning eða annan ágreining. Þorsteinn segir þó að Eik hafi tekið vel í sjónarmið sín. Viðræðum væri þó ekki lokið og staðurinn því enn lokaður og óvíst væri hvort hann verði opnaður aftur jafnvel þótt samningar næðust. „Ég hef áhuga á að halda honum gangandi en hann þarf að standa undir sér og gerir það ekki eins og staðan er núna,“ segir Þorsteinn en staðurinn var opnaður aftur í núverandi mynd fyrir tveimur árum síðan árið 2021. Skemmtistaðurinn opnaði að nýju árið 2021 eftir að hafa lokað árið 2019.Vísir „Við höfum reynt að binda þannig um hnútana að þetta geti staðið undir sér en ástandið að undanförnu hefur gert þetta gríðarlega erfitt. Það hafa verið rosalega miklar hækkanir á öllum sviðum, hvort sem það eru vöruinnkaup, laun eða leigan, þannig að þetta hefur bara verið mjög erfitt. Við vonum hins vegar það besta, það er ekki öll von úti enn.“ Deilir áhyggjum af tónlist í Reykjavík Þorsteinn tekur undir með Margréti Erlu. Hann segist hafa verulegar áhyggjur af fækkun tónleikastaða í borginni. „Reykjavík er að verða alveg ömurlega leiðinleg borg. Það eina sem gengur upp eru túristastaðir og það hækkar leiguna hjá öllum og miðbæjarflóran er að vera mjög eiinsleit þó að stöðum hafi fjölgað.“ Tónlist Reykjavík Næturlíf Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Sjá meira
„Staðurinn er lokaður eins og staðan er núna. Það eru búnar að vera þreifingar við húseigendur en staðreyndin er sú að leigan er of há og það er ekki hægt að láta þetta ganga upp eins og þetta er núna,“ segir Þorsteinn Stephensen, eigandi tónleikastaðarins Húrra, í samtali við Vísi. Auðveldara að sjá íslenska tónlistarmenn í Berlín Fjöllistadísin og fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack vekur athygli á lokun staðarins í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún segir að á sama tíma og Egill Ólafsson frændi sinn væri útnefndur borgarlistarmaður Reykjavíkur fækki tónlistarstöðum stöðugt. „Tónlistin og menningin er það sem gerir okkur að borg fyrir fólk. Tónlistin laðar ferðamenn til borgarinnar. Núna er staðan sú að það eru meiri líkur á að sjá íslenska tónlistarmenn koma fram í Berlín en í Reykjavík.“ Margrét segist hafa verið svo heppin að hafa slitið djammsskónum í Tónleika-Reykjavík þegar tónleikastaðir líkt og Grandrokk, Faktorý, Gaukurinn, Gamli Gaukurinn og Sódóma hafi verið heimili slíkra viðburða í borginni. „Lifandi tónlistarflutningur er í dag orðin helsta tekjulind tónlistarmanna, þar sem plötusala hefur dregist saman. Og þetta er meeeeegahark þar sem svo fáir tónleikastaðir eru í borginni,“ skrifar Margrét sem bætir því við að hún öfundi Akureyringa af því að eiga tónleikastaðinn Græna hattinn. Kabarettlistakonan Margrét Erla Maack grætur fækkun tónleikastaða í Reykjavík. MYND/Inga Sör Vill halda Húrra gangandi Eigandi húsnæðisins að Tryggvagötu er fasteignafélagið Eik. Í svörum til Vísis vegna málsins segja forsvarsmenn félagsins að þeir séu bundnir trúnaðarskyldu gagnvart leiguaðilum. Félagið tjái sig ekki um það sem fari sín og leigendum á milli, hvort sem varði leigusamning eða annan ágreining. Þorsteinn segir þó að Eik hafi tekið vel í sjónarmið sín. Viðræðum væri þó ekki lokið og staðurinn því enn lokaður og óvíst væri hvort hann verði opnaður aftur jafnvel þótt samningar næðust. „Ég hef áhuga á að halda honum gangandi en hann þarf að standa undir sér og gerir það ekki eins og staðan er núna,“ segir Þorsteinn en staðurinn var opnaður aftur í núverandi mynd fyrir tveimur árum síðan árið 2021. Skemmtistaðurinn opnaði að nýju árið 2021 eftir að hafa lokað árið 2019.Vísir „Við höfum reynt að binda þannig um hnútana að þetta geti staðið undir sér en ástandið að undanförnu hefur gert þetta gríðarlega erfitt. Það hafa verið rosalega miklar hækkanir á öllum sviðum, hvort sem það eru vöruinnkaup, laun eða leigan, þannig að þetta hefur bara verið mjög erfitt. Við vonum hins vegar það besta, það er ekki öll von úti enn.“ Deilir áhyggjum af tónlist í Reykjavík Þorsteinn tekur undir með Margréti Erlu. Hann segist hafa verulegar áhyggjur af fækkun tónleikastaða í borginni. „Reykjavík er að verða alveg ömurlega leiðinleg borg. Það eina sem gengur upp eru túristastaðir og það hækkar leiguna hjá öllum og miðbæjarflóran er að vera mjög eiinsleit þó að stöðum hafi fjölgað.“
Tónlist Reykjavík Næturlíf Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Sjá meira