Fjórtán ára tvíburar meðal fallinna í árás Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2023 19:46 Hjálparliðar annast syrgjendur í Kramatorsk eftir eldflaugaárás Rússa í gær. AP/Lögreglan í Úkraínu Tíu manns, þeirra á meðal fjórtán ára tvíburasystur, féllu í eldflaugaárás Rússa á veitingastað í borginni Kramatorsk í austurhluta Úkraínu í gærkvöldi. Tugir bygginga, þeirra á meðal fjöldi skóla og leikskóla eyðilögðust í árásinni. Kramatorsk er skammt frá Bakhmut þar sem blóðugir bardagar hafa verið undan farna marga mánuði.Grafík/Sara Kramatorsk er ein af stærstu borgum Donetsk héraðs norðvestur af Bakhmut þar sem blóðugustu bardagar Rússa og Úkraínumanna hafa verið undanfarna mánuði. Rússar skutu að minnsta kosti tveimur eldflaugum aðborginni í gær sem höfnuðu á Pizza stað og nálægum byggingu. Pizza veitingastaðurinn sem eldflaugar Rússa höfnuðu á er rústir einar ásamt fjölda annarra bygginga.AP/Lögreglan í Úkraínu Borgarstjórinn segir að 18 nokkurra hæða bygggingar og um 65 aðrar hafi skemmst eða eyðilagst í árásinni. Nú er staðfest að tíu manns hafi fundist látnir í rústunum og að minnsta kosti 60 hafi særst. Meðal fallina voru 14 ára tvíburasystur og 17 ára unglingur. Volodymyr Zelenski forseti Úkraínu ávarpaði þing landsins í dag þegar þjóðin hélt upp á stjórnarskrárdaginn.AP/forsetaskrifstofa Úkráinu Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir árásina gerða upp á dag ári eftir að Rússar felldu 22 óbreytta borgara í annarri villimannslegri árás áverslunarmiðstöð í borginni Kremenchuk. „Sérhver slík birtingarmynd hryðjuverka sannar aftur og aftur fyrir okkur og umheiminum að Rússar verðskulda aðeins eitt eftir allt sem þeir hafa gert: ósigur og réttarhöld, réttlát og lögleg réttarhöld yfir öllum rússneskum morðingjum og hryðjuverkamönnum. Evgeny Popov þingmaður í flokki Vladimirs Putin Rússlandsforseta segir Rússa ekki ráðast á borgaraleg skotmörk.AP Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytið segir árásina hins vegar hafa tekist vel. Henni hafi verið beint að bílageymslu og olíubirgðastöð Úkraínuhers. Evgeny Popov þingmaður Sameinaðs Rússlands segir Rússa í stríði við NATO. Því miður falli óbreyttir borgarar hjá áðum fylkingum í slíkum átökum. „Ef við erum að tala um árásina á Kramatorsk get ég sagt ykkur aftur að rússneski herinn ræðst ekki á borgaralega innviði,“ sagði þingmaðurinn án þess að depla auga. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Þrjú börn meðal tíu látinna eftir árás Rússa á Kramatorsk Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir árás Rússa á Kramatorsk í gær, þeirra á meðal þrjú börn. Sextíu eru sagðir særðir og þá var þremur bjargað undan húsarústum. 28. júní 2023 10:37 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Kramatorsk er skammt frá Bakhmut þar sem blóðugir bardagar hafa verið undan farna marga mánuði.Grafík/Sara Kramatorsk er ein af stærstu borgum Donetsk héraðs norðvestur af Bakhmut þar sem blóðugustu bardagar Rússa og Úkraínumanna hafa verið undanfarna mánuði. Rússar skutu að minnsta kosti tveimur eldflaugum aðborginni í gær sem höfnuðu á Pizza stað og nálægum byggingu. Pizza veitingastaðurinn sem eldflaugar Rússa höfnuðu á er rústir einar ásamt fjölda annarra bygginga.AP/Lögreglan í Úkraínu Borgarstjórinn segir að 18 nokkurra hæða bygggingar og um 65 aðrar hafi skemmst eða eyðilagst í árásinni. Nú er staðfest að tíu manns hafi fundist látnir í rústunum og að minnsta kosti 60 hafi særst. Meðal fallina voru 14 ára tvíburasystur og 17 ára unglingur. Volodymyr Zelenski forseti Úkraínu ávarpaði þing landsins í dag þegar þjóðin hélt upp á stjórnarskrárdaginn.AP/forsetaskrifstofa Úkráinu Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir árásina gerða upp á dag ári eftir að Rússar felldu 22 óbreytta borgara í annarri villimannslegri árás áverslunarmiðstöð í borginni Kremenchuk. „Sérhver slík birtingarmynd hryðjuverka sannar aftur og aftur fyrir okkur og umheiminum að Rússar verðskulda aðeins eitt eftir allt sem þeir hafa gert: ósigur og réttarhöld, réttlát og lögleg réttarhöld yfir öllum rússneskum morðingjum og hryðjuverkamönnum. Evgeny Popov þingmaður í flokki Vladimirs Putin Rússlandsforseta segir Rússa ekki ráðast á borgaraleg skotmörk.AP Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytið segir árásina hins vegar hafa tekist vel. Henni hafi verið beint að bílageymslu og olíubirgðastöð Úkraínuhers. Evgeny Popov þingmaður Sameinaðs Rússlands segir Rússa í stríði við NATO. Því miður falli óbreyttir borgarar hjá áðum fylkingum í slíkum átökum. „Ef við erum að tala um árásina á Kramatorsk get ég sagt ykkur aftur að rússneski herinn ræðst ekki á borgaralega innviði,“ sagði þingmaðurinn án þess að depla auga.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Þrjú börn meðal tíu látinna eftir árás Rússa á Kramatorsk Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir árás Rússa á Kramatorsk í gær, þeirra á meðal þrjú börn. Sextíu eru sagðir særðir og þá var þremur bjargað undan húsarústum. 28. júní 2023 10:37 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Þrjú börn meðal tíu látinna eftir árás Rússa á Kramatorsk Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir árás Rússa á Kramatorsk í gær, þeirra á meðal þrjú börn. Sextíu eru sagðir særðir og þá var þremur bjargað undan húsarústum. 28. júní 2023 10:37