Vildu ekki Prettyboitjokko en fengu hann samt Eiður Þór Árnason skrifar 29. júní 2023 17:04 Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, flutti sett í útskriftarferð MS, mörgum til óánægju. Aðsend/Helgi Ómarsson Mikil gremja og reiði er meðal útskriftarnema Menntaskólans við Sund eftir að útskriftarferð á vegum Tripical til Krítar á Grikklandi fór ekki eins og til stóð. Ítrekaðar breytingar á brottfaratímum, vandræði með farangur, lélegt upplýsingaflæði og óánægja með bókun tónlistarmannsins Prettyboitjokko er meðal þess sem nemendurnir hafa agnúast út í. Hafa margir farið fram á að fá hluta ferðakostnaðarins endurgreiddan. Hópurinn flaug út með pólska leiguflugfélaginu Enter Air á Heraklion alþjóðaflugvöllinn þann 18. júní síðastliðinn og kom heim til Íslands í gær en átti upphaflega að vera lengur á Krít. Þá sat farangur flestra eftir. Tripical segist hafa reynt að koma í veg fyrir breytingar leiguflugfélagsins án árangurs og vinni nú að því að leysa málið. Prettyboitjokko hafi komið fram á kostnað ferðaskrifstofunnar. Bærinn Hersonissos á Krít þar sem hópurinn dvaldi er vinsæll ferðamannastaður.Getty/saiko3p Misstu dag úr ferðinni Nadía Mist Sigurbjörnsdóttir er á meðal þeirra um 180 útskriftarnema sem fóru í ferðina, flestir á 19. aldursári. Hún segir hópinn mjög óánægðan með að hafa fengið að vita með innan við sólarhringsfyrirvara að búið væri að flýta heimferðinni um sjö og hálfan tíma. Brottför yrði nú á miðvikudagsmorgun í stað miðvikudagskvöld og hópurinn þannig í raun misst dag úr ferðinni. Þar sem hópurinn lagði seint af stað frá Íslandi þann 18. júní eftir tvennar seinkanir og var kominn til Krítar morguninn eftir líta margir svo á að þau hafi borgað fyrir tíu daga en einungis fengið átta á Krít. Heildarverð fyrir flug, gistingu og fararstjórn nam 340 þúsund krónum á mann. Hópurinn dvaldi á Porto Greco Village Beach Hotel í Hersonissos.Aðsend „Við fengum mjög lítinn fyrirvara og mjög litlar upplýsingar. Tólf tímum fyrir flug var fólk enn að spá í því hvenær þau ættu að fara upp á flugvöll,“ segir Nadía í samtali við Vísi um heimferðina. Þá hafi gengið erfiðlega að fá tímanleg svör frá Tripical og fararstjórum á vegum ferðaskrifstofunnar. Hópurinn fékk þær skýringar frá Tripical að breytingarnar hafi verið gerðar af flugfélaginu Enter Air vegna flugaafgreiðslutíma og áhafnarmála. Vinni að því að leysa málið „Leiguflugfélagið gaf okkur upplýsingar með litlum fyrirvara að þeir ætluðu að flýta heimfluginu og gerðum við hjá Tripical allt í okkar stöðu til að koma í veg fyrir þessa breytingu en það tókst því miður ekki,“ segir í skriflegu svari Tripical til Vísis. Starfsmenn Tripical vinni nú að því að leysa þetta mál með útskriftarhópi Menntaskólans við Sund. „Við höfum unnið hörðum höndum að því að sjá til þess að töskur þeirra ferðalanga sem urðu eftir skili sér sem fyrst. Samkvæmt nýjustu upplýsingum sem við höfum frá flutningsaðilum eiga töskunar að koma á næstu 2-3 dögum.“ Hissa á því að fá Prettyboitjokko Marta Quental Árnadóttir, sem situr í útskriftarnefnd árgangsins, segir fólk mjög óánægt með það hvernig fór og bíði enn eftir svörum frá Tripical. Þá vilji margir fá hluta ferðakostnaðins endurgreiddan. Tónlistarmennirnir Flóni og Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, komu fram á opnunarteiti ferðarinnar á Krít en ekki voru allir á eitt sáttir með það val. Marta segir að til hafi staðið að láta útskriftarnefndina velja hvaða listamenn kæmu með þeim út. Þegar fulltrúar Tripical hafi borið Prettyboitjokko undir nefndina með skömmum fyrirvara hafi lítil stemning verið fyrir honum og þau því afþakkað komu hans. „Hann kom samt og við erum að greiða fyrir ferðina hans og við fengum bara tuttugu mínútur með honum. Svo var því að lofað að við fengum artista fyrir Tóga-partýið en við fengum ekki neitt.“ Tripical segir í svari sem barst eftir birtingu fréttarinnar að farþegar hafi ekki greitt fyrir Patrik, heldur hafi ferðaskrifstofan bætt honum við sem óvæntri viðbót á eigin kostnað stuttu fyrir brottför til að gleðja nemendur skólans. „Eingöngu einn tónlistarmaður er innifalinn í verði hópsins. Tripical kannast ekki við að ferðanefnd skólans hafi verið mótfallin því að Patrik Atlason kæmi enda mikil ánægja með hann í opnunarpartýii hópsins.“ Prettyboitjokko er greinilega ekki allra. Helgi Ómarsson Nadía segir að tilkynnt hafi verið um komu Prettyboitjokko nokkrum dögum fyrir brottför og hann virtist ekki vera í uppáhaldi hjá mörgum. „Það voru margir að tala um það í [Facebook-hópnum] að við skildum ekki af hverju við værum að borga svona háa upphæð og vorum þá að búast við einhverjum stærri og dýrari artistum en honum.“ Patrik flaug með hópnum bæði út til Krítar og til baka. Hann birti á dögunum myndir af sér á grísku eyjunni Mykonos ásámt kærustunni Friðþóru Sigurjónsdóttur og því greinilegt að hann hefur nýtt ferðina vel. Af myndum að dæma gistu þau á lúxushótelinu, Tropicana Hotel, Suites og Villas Mykonos, þar sem þau voru með einkasundlaug og stórbrotið útsýni út á sjó. Lítið um svör Nadía segir nemendur mjög ósátta með framgöngu Tripical í málinu og almennan skort á upplýsingaflæði. „Það eru allir mjög pirraðir, sérstaklega þar sem við erum að missa heilan dag úr ferðinni okkar sem kostar dágóðan hlut ásamt því að fólk er pirrað yfir því að allir voru að senda spurningar og fyrirspurnir, heyra í fararstjórum og við fengum lítið sem engin svör eða þau komu seint með stuttum fyrirvara. Það var mikið af breytingum, það var mikil óvissa í hópnum og allir mjög ósáttir með það.“ Jafnvel eftir að þau hafi verið komin um borð í vélina frá Krít hafi þeim verið tilkynnt að breyting hafi orðið á flugleiðinni og ekki lengur millilent í Póllandi á leið til Íslands. „Síðan þegar töskurnar voru komnar inn í vél þá allt í einu sjást þau taka töskurnar úr henni aftur,“ segir Nadía. Síðar hafi þau fengið þau skilaboð að stór hluti farangursins hafi orðið eftir á flugvellinum á Krít. Apple AirTag staðsetningartæki sem sumir nemendur eru með í töskum sínum bentu til þess að farangurinn væri staddur í Póllandi fyrr í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 9:11 þann 30. júní 2023 skömmu eftir að ný svör bárust frá Tripical. Þá hefur fyrirsögn verið breytt. Fréttir af flugi Grikkland Ferðalög Neytendur Tengdar fréttir Útskriftarnemar höfðu betur gegn Tripical Ferðaskrifstofunni Tripical Travel var óheimilt að hækka verð pakkaferða útskriftarnema til Krítar með vísan til breytinga á eldsneytisverði. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem hefur borist fjöldi kvartana vegna ferðarinnar. 26. júlí 2022 14:04 Tripical bíður eftir næstu skrefum ríkisstjórnarinnar Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical, segir ekkert liggja fyrir um framhaldið hjá ferðaskrifstofunni fyrr en ríkisstjórnin hefur ákveðið næstu skref. 24. júní 2020 10:57 Tripical-deilan komin á borð lögmanna Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical er ósammála um að henni beri skylda að endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri útskriftarferð þeirra. Málið er komið í hendur lögmanna og foreldri skoðar að höfða dómsmál. 5. júní 2020 21:00 Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5. júní 2020 12:04 Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Hópurinn flaug út með pólska leiguflugfélaginu Enter Air á Heraklion alþjóðaflugvöllinn þann 18. júní síðastliðinn og kom heim til Íslands í gær en átti upphaflega að vera lengur á Krít. Þá sat farangur flestra eftir. Tripical segist hafa reynt að koma í veg fyrir breytingar leiguflugfélagsins án árangurs og vinni nú að því að leysa málið. Prettyboitjokko hafi komið fram á kostnað ferðaskrifstofunnar. Bærinn Hersonissos á Krít þar sem hópurinn dvaldi er vinsæll ferðamannastaður.Getty/saiko3p Misstu dag úr ferðinni Nadía Mist Sigurbjörnsdóttir er á meðal þeirra um 180 útskriftarnema sem fóru í ferðina, flestir á 19. aldursári. Hún segir hópinn mjög óánægðan með að hafa fengið að vita með innan við sólarhringsfyrirvara að búið væri að flýta heimferðinni um sjö og hálfan tíma. Brottför yrði nú á miðvikudagsmorgun í stað miðvikudagskvöld og hópurinn þannig í raun misst dag úr ferðinni. Þar sem hópurinn lagði seint af stað frá Íslandi þann 18. júní eftir tvennar seinkanir og var kominn til Krítar morguninn eftir líta margir svo á að þau hafi borgað fyrir tíu daga en einungis fengið átta á Krít. Heildarverð fyrir flug, gistingu og fararstjórn nam 340 þúsund krónum á mann. Hópurinn dvaldi á Porto Greco Village Beach Hotel í Hersonissos.Aðsend „Við fengum mjög lítinn fyrirvara og mjög litlar upplýsingar. Tólf tímum fyrir flug var fólk enn að spá í því hvenær þau ættu að fara upp á flugvöll,“ segir Nadía í samtali við Vísi um heimferðina. Þá hafi gengið erfiðlega að fá tímanleg svör frá Tripical og fararstjórum á vegum ferðaskrifstofunnar. Hópurinn fékk þær skýringar frá Tripical að breytingarnar hafi verið gerðar af flugfélaginu Enter Air vegna flugaafgreiðslutíma og áhafnarmála. Vinni að því að leysa málið „Leiguflugfélagið gaf okkur upplýsingar með litlum fyrirvara að þeir ætluðu að flýta heimfluginu og gerðum við hjá Tripical allt í okkar stöðu til að koma í veg fyrir þessa breytingu en það tókst því miður ekki,“ segir í skriflegu svari Tripical til Vísis. Starfsmenn Tripical vinni nú að því að leysa þetta mál með útskriftarhópi Menntaskólans við Sund. „Við höfum unnið hörðum höndum að því að sjá til þess að töskur þeirra ferðalanga sem urðu eftir skili sér sem fyrst. Samkvæmt nýjustu upplýsingum sem við höfum frá flutningsaðilum eiga töskunar að koma á næstu 2-3 dögum.“ Hissa á því að fá Prettyboitjokko Marta Quental Árnadóttir, sem situr í útskriftarnefnd árgangsins, segir fólk mjög óánægt með það hvernig fór og bíði enn eftir svörum frá Tripical. Þá vilji margir fá hluta ferðakostnaðins endurgreiddan. Tónlistarmennirnir Flóni og Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, komu fram á opnunarteiti ferðarinnar á Krít en ekki voru allir á eitt sáttir með það val. Marta segir að til hafi staðið að láta útskriftarnefndina velja hvaða listamenn kæmu með þeim út. Þegar fulltrúar Tripical hafi borið Prettyboitjokko undir nefndina með skömmum fyrirvara hafi lítil stemning verið fyrir honum og þau því afþakkað komu hans. „Hann kom samt og við erum að greiða fyrir ferðina hans og við fengum bara tuttugu mínútur með honum. Svo var því að lofað að við fengum artista fyrir Tóga-partýið en við fengum ekki neitt.“ Tripical segir í svari sem barst eftir birtingu fréttarinnar að farþegar hafi ekki greitt fyrir Patrik, heldur hafi ferðaskrifstofan bætt honum við sem óvæntri viðbót á eigin kostnað stuttu fyrir brottför til að gleðja nemendur skólans. „Eingöngu einn tónlistarmaður er innifalinn í verði hópsins. Tripical kannast ekki við að ferðanefnd skólans hafi verið mótfallin því að Patrik Atlason kæmi enda mikil ánægja með hann í opnunarpartýii hópsins.“ Prettyboitjokko er greinilega ekki allra. Helgi Ómarsson Nadía segir að tilkynnt hafi verið um komu Prettyboitjokko nokkrum dögum fyrir brottför og hann virtist ekki vera í uppáhaldi hjá mörgum. „Það voru margir að tala um það í [Facebook-hópnum] að við skildum ekki af hverju við værum að borga svona háa upphæð og vorum þá að búast við einhverjum stærri og dýrari artistum en honum.“ Patrik flaug með hópnum bæði út til Krítar og til baka. Hann birti á dögunum myndir af sér á grísku eyjunni Mykonos ásámt kærustunni Friðþóru Sigurjónsdóttur og því greinilegt að hann hefur nýtt ferðina vel. Af myndum að dæma gistu þau á lúxushótelinu, Tropicana Hotel, Suites og Villas Mykonos, þar sem þau voru með einkasundlaug og stórbrotið útsýni út á sjó. Lítið um svör Nadía segir nemendur mjög ósátta með framgöngu Tripical í málinu og almennan skort á upplýsingaflæði. „Það eru allir mjög pirraðir, sérstaklega þar sem við erum að missa heilan dag úr ferðinni okkar sem kostar dágóðan hlut ásamt því að fólk er pirrað yfir því að allir voru að senda spurningar og fyrirspurnir, heyra í fararstjórum og við fengum lítið sem engin svör eða þau komu seint með stuttum fyrirvara. Það var mikið af breytingum, það var mikil óvissa í hópnum og allir mjög ósáttir með það.“ Jafnvel eftir að þau hafi verið komin um borð í vélina frá Krít hafi þeim verið tilkynnt að breyting hafi orðið á flugleiðinni og ekki lengur millilent í Póllandi á leið til Íslands. „Síðan þegar töskurnar voru komnar inn í vél þá allt í einu sjást þau taka töskurnar úr henni aftur,“ segir Nadía. Síðar hafi þau fengið þau skilaboð að stór hluti farangursins hafi orðið eftir á flugvellinum á Krít. Apple AirTag staðsetningartæki sem sumir nemendur eru með í töskum sínum bentu til þess að farangurinn væri staddur í Póllandi fyrr í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 9:11 þann 30. júní 2023 skömmu eftir að ný svör bárust frá Tripical. Þá hefur fyrirsögn verið breytt.
Fréttir af flugi Grikkland Ferðalög Neytendur Tengdar fréttir Útskriftarnemar höfðu betur gegn Tripical Ferðaskrifstofunni Tripical Travel var óheimilt að hækka verð pakkaferða útskriftarnema til Krítar með vísan til breytinga á eldsneytisverði. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem hefur borist fjöldi kvartana vegna ferðarinnar. 26. júlí 2022 14:04 Tripical bíður eftir næstu skrefum ríkisstjórnarinnar Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical, segir ekkert liggja fyrir um framhaldið hjá ferðaskrifstofunni fyrr en ríkisstjórnin hefur ákveðið næstu skref. 24. júní 2020 10:57 Tripical-deilan komin á borð lögmanna Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical er ósammála um að henni beri skylda að endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri útskriftarferð þeirra. Málið er komið í hendur lögmanna og foreldri skoðar að höfða dómsmál. 5. júní 2020 21:00 Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5. júní 2020 12:04 Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Útskriftarnemar höfðu betur gegn Tripical Ferðaskrifstofunni Tripical Travel var óheimilt að hækka verð pakkaferða útskriftarnema til Krítar með vísan til breytinga á eldsneytisverði. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem hefur borist fjöldi kvartana vegna ferðarinnar. 26. júlí 2022 14:04
Tripical bíður eftir næstu skrefum ríkisstjórnarinnar Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical, segir ekkert liggja fyrir um framhaldið hjá ferðaskrifstofunni fyrr en ríkisstjórnin hefur ákveðið næstu skref. 24. júní 2020 10:57
Tripical-deilan komin á borð lögmanna Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical er ósammála um að henni beri skylda að endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri útskriftarferð þeirra. Málið er komið í hendur lögmanna og foreldri skoðar að höfða dómsmál. 5. júní 2020 21:00
Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5. júní 2020 12:04
Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18