Að deyja á geðdeild Sigríður Gísladóttir og Grímur Atlason skrifa 30. júní 2023 09:02 Í ágúst 2021 dó sjúklingur á deild 33C við Hringbraut. Um var að ræða veika konu með fjölþætta kvilla. Hún dó vegna þess að tveimur næringardrykkjum var þröngvað ofan í hana af hjúkrunarfræðingi á deildinni án þess að annað starfsfólk brigðist við. Hún kafnaði í kjölfarið. Viðkomandi hjúkrunarfræðingur var nýverið sýknaður í héraðsdómi af ákæru um manndráp af ásetningi og virðist málinu þar með vera lokið án þess að nokkur beri ábyrgð á því að svona skelfilega hafi farið. Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að bráðveikur einstaklingur sem er lagður inn á sjúkrahús til þess að fá lækningu meina sinna sé beittur slíku ofbeldi að hann hljóti bana af? Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að enginn beri á því ábyrgð? Í allri umræðu um þetta mál er talað um sjúkling á geðdeild, í þeirri umræðu gleymist að þetta var manneskja. Við ættum að reyna að setja okkur í spor aðstandenda konunnar sem lést og hugsa út í það hver afstaða okkar væri ef þetta væri ástvinur okkar. Kannski mamma, systir eða frænka okkar. Hjúkrunarfræðingurinn sem var sýknaður er hins vegar aðeins lítið tannhjól í geðheilbrigðiskerfinu. Það skal ekki gera lítið úr ábyrgð hans en málið er miklu stærra en það. Við réttarhöldin komu veikleikar geðheilbrigðiskerfisins ítrekað í ljós. Undirmönnun, gríðarleg starfsmannavelta, skortur á fagfólki, skortur á skilningi, þvinganir, nauðung og hreint og klárt ofbeldi. Hver ber ábyrgð á því að svona sé málum háttað? Landssamtökin Geðhjálp hafa undanfarin misseri bent ítrekað á galla geðheilbrigðiskerfisins og brotalamir þess. Notendur kerfisins, aðstandendur og starfsfólk hafa komið fram og greint frá nauðung og þvingunum sem virðast í engu hafa með meðferð við geðrænum áskorunum að gera. Dæmi um þetta eru: heimsóknarbann, útivistarbann, innilokun á herbergi, tóbaksbann, símabann, kaffibann, lyfjaþvingun o.s.frv. Í rannsókn sem birtist í læknablaðinu fyrr á árinu kom fram að 10% allra þeirra sem leituðu á geðdeild á árunum 2014 til 2018 voru beitt þvingaðri lyfjagjöf. Ekki er ljóst hvort þar sé aðeins um lyfjagjöf í vöðva að ræða eða hvort öll þau tilfelli eru talin með þar sem einstaklingum eru boðnir tveir afarkostir, að taka lyfin sjálfviljugur eða verða sprautaður með valdi. Það er ljóst að þessu kerfi verður að breyta. Eftirlit með starfsemi geðdeilda og stofnana þar sem einstaklingar með geðrænar áskoranir dvelja til lengri eða skemmri tíma er í skötulíki. Geðhjálp fór fram á það ásamt landssamtökunum Þroskahjálp að rannsóknarnefnd yrði skipuð á vegum þingsins til þess að rannsaka aðbúnað og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda. Átti rannsóknin að vera tvískipt og ná til áranna frá 1960/1970 til 2011 annarsvegar og frá 2011 til dagsins í dag hins vegar. Velferðarnefnd þingsins var falið að koma málinu í farveg og hefur haft til þess rúmt ár en engu skilað enn. Þetta sýnir því miður að þetta er ekki í forgangi hjá stjórnvöldum. Það liggur fyrir að fólk er beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum þar sem fólk með geðrænar áskoranir dvelur. Það liggja fyrir ótal vitnisburðir þess efnis. Það dó sjúklingur fyrir tveimur árum af því að hann var beittur ofbeldi. Það liggur fyrir. Heilbrigðisráðherra sem ber ábyrgð á málaflokknum lagði nýlega fram aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum sem þingið samþykkti. Þessi áætlun er ekki pappírsins virði þar sem hún er ófjármögnuð. Það virðist engu skipta. Ráðherra málaflokksins hefur ekkert tjáð sig um þær alvarlegur ábendingar sem komu fram við réttarhöldin um stöðuna í geðheilbrigðiskerfinu. Þetta er að gerast á hans vakt og hann ætti að bera á því ábyrgð. Því miður virðist það vera þannig að enginn ber ábyrgð á því sem miður fer innan heilbrigðiskerfisins. Það er sorglegt. Sigríður Gísladóttir, formaður landssamtakanna GeðhjálparGrímur Atlason, framkvæmdastjóri landsamtakanna Geðhjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Grímur Atlason Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Í ágúst 2021 dó sjúklingur á deild 33C við Hringbraut. Um var að ræða veika konu með fjölþætta kvilla. Hún dó vegna þess að tveimur næringardrykkjum var þröngvað ofan í hana af hjúkrunarfræðingi á deildinni án þess að annað starfsfólk brigðist við. Hún kafnaði í kjölfarið. Viðkomandi hjúkrunarfræðingur var nýverið sýknaður í héraðsdómi af ákæru um manndráp af ásetningi og virðist málinu þar með vera lokið án þess að nokkur beri ábyrgð á því að svona skelfilega hafi farið. Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að bráðveikur einstaklingur sem er lagður inn á sjúkrahús til þess að fá lækningu meina sinna sé beittur slíku ofbeldi að hann hljóti bana af? Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að enginn beri á því ábyrgð? Í allri umræðu um þetta mál er talað um sjúkling á geðdeild, í þeirri umræðu gleymist að þetta var manneskja. Við ættum að reyna að setja okkur í spor aðstandenda konunnar sem lést og hugsa út í það hver afstaða okkar væri ef þetta væri ástvinur okkar. Kannski mamma, systir eða frænka okkar. Hjúkrunarfræðingurinn sem var sýknaður er hins vegar aðeins lítið tannhjól í geðheilbrigðiskerfinu. Það skal ekki gera lítið úr ábyrgð hans en málið er miklu stærra en það. Við réttarhöldin komu veikleikar geðheilbrigðiskerfisins ítrekað í ljós. Undirmönnun, gríðarleg starfsmannavelta, skortur á fagfólki, skortur á skilningi, þvinganir, nauðung og hreint og klárt ofbeldi. Hver ber ábyrgð á því að svona sé málum háttað? Landssamtökin Geðhjálp hafa undanfarin misseri bent ítrekað á galla geðheilbrigðiskerfisins og brotalamir þess. Notendur kerfisins, aðstandendur og starfsfólk hafa komið fram og greint frá nauðung og þvingunum sem virðast í engu hafa með meðferð við geðrænum áskorunum að gera. Dæmi um þetta eru: heimsóknarbann, útivistarbann, innilokun á herbergi, tóbaksbann, símabann, kaffibann, lyfjaþvingun o.s.frv. Í rannsókn sem birtist í læknablaðinu fyrr á árinu kom fram að 10% allra þeirra sem leituðu á geðdeild á árunum 2014 til 2018 voru beitt þvingaðri lyfjagjöf. Ekki er ljóst hvort þar sé aðeins um lyfjagjöf í vöðva að ræða eða hvort öll þau tilfelli eru talin með þar sem einstaklingum eru boðnir tveir afarkostir, að taka lyfin sjálfviljugur eða verða sprautaður með valdi. Það er ljóst að þessu kerfi verður að breyta. Eftirlit með starfsemi geðdeilda og stofnana þar sem einstaklingar með geðrænar áskoranir dvelja til lengri eða skemmri tíma er í skötulíki. Geðhjálp fór fram á það ásamt landssamtökunum Þroskahjálp að rannsóknarnefnd yrði skipuð á vegum þingsins til þess að rannsaka aðbúnað og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda. Átti rannsóknin að vera tvískipt og ná til áranna frá 1960/1970 til 2011 annarsvegar og frá 2011 til dagsins í dag hins vegar. Velferðarnefnd þingsins var falið að koma málinu í farveg og hefur haft til þess rúmt ár en engu skilað enn. Þetta sýnir því miður að þetta er ekki í forgangi hjá stjórnvöldum. Það liggur fyrir að fólk er beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum þar sem fólk með geðrænar áskoranir dvelur. Það liggja fyrir ótal vitnisburðir þess efnis. Það dó sjúklingur fyrir tveimur árum af því að hann var beittur ofbeldi. Það liggur fyrir. Heilbrigðisráðherra sem ber ábyrgð á málaflokknum lagði nýlega fram aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum sem þingið samþykkti. Þessi áætlun er ekki pappírsins virði þar sem hún er ófjármögnuð. Það virðist engu skipta. Ráðherra málaflokksins hefur ekkert tjáð sig um þær alvarlegur ábendingar sem komu fram við réttarhöldin um stöðuna í geðheilbrigðiskerfinu. Þetta er að gerast á hans vakt og hann ætti að bera á því ábyrgð. Því miður virðist það vera þannig að enginn ber ábyrgð á því sem miður fer innan heilbrigðiskerfisins. Það er sorglegt. Sigríður Gísladóttir, formaður landssamtakanna GeðhjálparGrímur Atlason, framkvæmdastjóri landsamtakanna Geðhjálpar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar