Greint var frá andláti Arkin í yfirlýsingu frá sonum hans, þeim Adam, Matthew og Anthony. „Faðir okkar var einstaklega hæfileikaríkur, bæði sem listamaður og sem manneskja,“ segir í yfirlýsingunni.
„Elskulegur eiginmaður, faðir, afi og langafi. Hann var elskaður og hans verður sárt saknað.“
Arkin á langan feril að baki í bransanum og lék í kvikmyndum á borð við Edward Scissorhands, Argo og Little Miss Sunshine. Fyrir þá síðastnefndu vann hann Óskarsverðlauninn fyrir leik í aukahlutverki.