Hefja gjaldtöku við Fjaðrárgljúfur Árni Sæberg skrifar 30. júní 2023 19:25 Aðsókn ferðamanna í Fjaðrárgljúfur hefur verið mikil undanfarin ár en gljúfrið á meðal helstu náttúruperlna Suðurlands. Vísir/Vilhelm Nýjir eigendur jarðarinnar Heiðar í Skaftárhreppi, þar sem má finna náttúruperluna Fjaðrárgljúfur, hafa síðustu mánuði unnið að því að lagfæra bílastæði og göngustíga ásamt því að laga til salernisaðstöðu á svæðinu. Samhliða því hefur gjaldtaka verið tekin upp á bílastæðum á svæðinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HB Heiði ehf., nýjum eiganda Heiðar. Félagið tók við jörðinni sumarið 2022 og í tilkynningu segir að síðan þá hafi verið unnið að friðlýsingu svæðisins í samráði við Umhverfisstofnun og sú vinna sé yfirstandandi. Samhliða lagfæringu bílastæða, göngustíga og salernisaðstöðu standi einnig yfir vinna við þróun svæðisins í heild, með tilliti til uppbyggingar innviða og þjónustu fyrir gesti ásamt gerð friðlýsingarskilmála og stjórnunar- og verndaráætlunar í samráði við Umhverfisstofnun. Vinna við breytingar á deiliskipulagi standi yfir í samráði við sveitastjórn og fyrirhugað sé að klára uppbyggingu á nýjum bílastæðum á árinu ásamt því að hefja undirbúning að framkvæmdum við þjónustumiðstöð, sem áætlað sé að opna næsta vor. Þar verði boðið upp á veitingar auk þess sem hægt verði að nálgast upplýsingar um svæðið. „Samhliða þessari vinnu hefur verið hafin gjaldtaka á bílastæðum á svæðinu og hefur verið samið við fyrirtækið Parka Lausnir sem mun sjá um rekstur greiðslulausnar þar sem boðið verður uppá greiðslu í snjallforriti Parka, á vefsíðu eða í greiðsluvél á staðnum. Gjaldskrá er sambærileg og á öðrum sambærilegum ferðamannastöðum sem Parka sér um rekstur á,“ segir í lok tilkynningar. Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sagðir vilja selja Fjaðrárgljúfur á hundruð milljóna króna Eigendur jarðar sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir hafa samþykkt kauptilboð í hana sem er sagt hlaupa á 300 til 350 milljónum króna. Ríkið á forkaupsrétt á gljúfrinu en er sagt hafa skamman tíma til að ákveða hvort það neyti hans. 10. maí 2022 08:56 Unnið að friðlýsingu Fjaðrárgljúfurs Unnið verður að friðlýsingu Fjaðrárgljúfurs eftir að jörðin Heiði skipti um eigendur. 21. júní 2022 09:08 Stjórnvöld nýttu ekki forkaupsréttinn á Fjaðrárgljúfri Íslensk stjórnvöld nýttu sér ekki forkaupsrétt sem þau höfðu á Fjaðrárgljúfri en frestur til að nýta slíkan rétt er nú runninn út. 21. júní 2022 06:52 Ráðherra hefur til 10. júní til að ákveða sig varðandi Fjaðrárgljúfur Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur til skoðunar forkaupsrétt ríkisins á jörðinni Heiði í Skaftárhreppi sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir. Ráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. 11. maí 2022 13:17 Mest lesið Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Viðskipti erlent Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HB Heiði ehf., nýjum eiganda Heiðar. Félagið tók við jörðinni sumarið 2022 og í tilkynningu segir að síðan þá hafi verið unnið að friðlýsingu svæðisins í samráði við Umhverfisstofnun og sú vinna sé yfirstandandi. Samhliða lagfæringu bílastæða, göngustíga og salernisaðstöðu standi einnig yfir vinna við þróun svæðisins í heild, með tilliti til uppbyggingar innviða og þjónustu fyrir gesti ásamt gerð friðlýsingarskilmála og stjórnunar- og verndaráætlunar í samráði við Umhverfisstofnun. Vinna við breytingar á deiliskipulagi standi yfir í samráði við sveitastjórn og fyrirhugað sé að klára uppbyggingu á nýjum bílastæðum á árinu ásamt því að hefja undirbúning að framkvæmdum við þjónustumiðstöð, sem áætlað sé að opna næsta vor. Þar verði boðið upp á veitingar auk þess sem hægt verði að nálgast upplýsingar um svæðið. „Samhliða þessari vinnu hefur verið hafin gjaldtaka á bílastæðum á svæðinu og hefur verið samið við fyrirtækið Parka Lausnir sem mun sjá um rekstur greiðslulausnar þar sem boðið verður uppá greiðslu í snjallforriti Parka, á vefsíðu eða í greiðsluvél á staðnum. Gjaldskrá er sambærileg og á öðrum sambærilegum ferðamannastöðum sem Parka sér um rekstur á,“ segir í lok tilkynningar.
Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sagðir vilja selja Fjaðrárgljúfur á hundruð milljóna króna Eigendur jarðar sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir hafa samþykkt kauptilboð í hana sem er sagt hlaupa á 300 til 350 milljónum króna. Ríkið á forkaupsrétt á gljúfrinu en er sagt hafa skamman tíma til að ákveða hvort það neyti hans. 10. maí 2022 08:56 Unnið að friðlýsingu Fjaðrárgljúfurs Unnið verður að friðlýsingu Fjaðrárgljúfurs eftir að jörðin Heiði skipti um eigendur. 21. júní 2022 09:08 Stjórnvöld nýttu ekki forkaupsréttinn á Fjaðrárgljúfri Íslensk stjórnvöld nýttu sér ekki forkaupsrétt sem þau höfðu á Fjaðrárgljúfri en frestur til að nýta slíkan rétt er nú runninn út. 21. júní 2022 06:52 Ráðherra hefur til 10. júní til að ákveða sig varðandi Fjaðrárgljúfur Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur til skoðunar forkaupsrétt ríkisins á jörðinni Heiði í Skaftárhreppi sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir. Ráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. 11. maí 2022 13:17 Mest lesið Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Viðskipti erlent Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira
Sagðir vilja selja Fjaðrárgljúfur á hundruð milljóna króna Eigendur jarðar sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir hafa samþykkt kauptilboð í hana sem er sagt hlaupa á 300 til 350 milljónum króna. Ríkið á forkaupsrétt á gljúfrinu en er sagt hafa skamman tíma til að ákveða hvort það neyti hans. 10. maí 2022 08:56
Unnið að friðlýsingu Fjaðrárgljúfurs Unnið verður að friðlýsingu Fjaðrárgljúfurs eftir að jörðin Heiði skipti um eigendur. 21. júní 2022 09:08
Stjórnvöld nýttu ekki forkaupsréttinn á Fjaðrárgljúfri Íslensk stjórnvöld nýttu sér ekki forkaupsrétt sem þau höfðu á Fjaðrárgljúfri en frestur til að nýta slíkan rétt er nú runninn út. 21. júní 2022 06:52
Ráðherra hefur til 10. júní til að ákveða sig varðandi Fjaðrárgljúfur Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur til skoðunar forkaupsrétt ríkisins á jörðinni Heiði í Skaftárhreppi sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir. Ráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. 11. maí 2022 13:17