Sýn gerir víðtækan samstarfssamning við Viaplay Group Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júlí 2023 09:05 Samningurinn tekur gildi strax í ágúst. Jack Guez/AFP/Ritzau Scanpix Sýn og Viaplay hafa gert tímamótasamstarfssamning sem felur í sér einkarétt á sölu Viaplay með vörum Vodafone og Stöðvar 2 og tekur samningurinn gildi strax í ágúst. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Sýn. Þar segir að Stöð 2 Sport muni um leið taka við sýningarrétti á öllum leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu til næstu ára og taka að sér alla framleiðslu á umfjöllun og umgjörð í kringum leikina. Fyrstu leikirnir sem falla undir samstarfið verða leikir Íslands í undankeppni EM 2024 gegn Lúxemborg ytra þann 8. september og Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli þremur dögum síðar. Leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í streymi hjá Viaplay. Stöð 2 Sport mun taka yfir framleiðslu á allri innlendri dagskrárgerð tengdri því íþróttaefni sem Viaplay hefur upp á að bjóða á Íslandi svo sem Meistaradeild Evrópu, Formúlu 1, Championship - deildinni og Carabao-bikarnum í Englandi, þýska fótboltanum, þýska handboltanum, landsleikjum í undankeppni EM karla, stórmótum í pílukasti og meira til. Ný línuleg sjónvarpsrás í loftið Samhliða þessum breytingum verður ný línuleg sjónvarpsrás kynnt til leiks til að hámarka upplifun áskrifenda á íþróttaefni Viaplay. Haft er eftir Yngva Halldórssyni, forstjóra Sýnar að það sé virkilega ánægjulegt að komist hafi verið að tímamóta samkomulagi við streymisveituna Viaplay. „Við fögnum því að leikir karlalandsliðs Íslands séu komnir heim á Stöð 2 Sport. Við leggjum áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar fjölbreytt framboð af bæði innlendri og erlendri afþreyingu og er Viaplay með íþrótta- og sjónvarpsefni sem að fellur vel að vöruframboði Vodafone og Stöðvar 2,“ segir Yngvi. Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar fagnar samningnum við Viaplay.Sýn „Samstarfið undirstrikar styrkleika okkar í að mæta þörfum viðskiptavina hvað varðar framúrskarandi upplifun, persónulegri þjónustu og betra aðgengi að hágæða sjónvarpsefni. Með samningnum við Viaplay munum við geta boðið viðskiptavinum Vodafone internet, farsíma ásamt meiri fjölbreytni í afþreyingu og íþróttaefni. Við hlökkum til samstarfsins og til þess að kynna betur þjónustuna fyrir viðskiptavinum.“ Þá er haft eftir Mikael Olsson, yfirmanni viðskiptaþróunar hjá Viaplay Group að undanfarin þrjú ár hafi Viaplay fest sig í sessi sem efnisveita á Íslandi, sérstaklega með tilliti til beinna útendinga á íþróttaviðburðum. „Við teljum það náttúrulegt skref í framhaldinu að hefja samstarf við fremsta fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtæki landsins. Sameining íþróttarétta, íþróttaframleiðslu og það að hafa Viaplay sem viðbót við áskriftarpakka Vodafone og Stöðvar 2 mun auka dreifingu veitunnar til muna og teljum við að samstarfið mun skila enn meiri ávinningi af fjárfestingum okkar til þessa.” Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Sýn. Þar segir að Stöð 2 Sport muni um leið taka við sýningarrétti á öllum leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu til næstu ára og taka að sér alla framleiðslu á umfjöllun og umgjörð í kringum leikina. Fyrstu leikirnir sem falla undir samstarfið verða leikir Íslands í undankeppni EM 2024 gegn Lúxemborg ytra þann 8. september og Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli þremur dögum síðar. Leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í streymi hjá Viaplay. Stöð 2 Sport mun taka yfir framleiðslu á allri innlendri dagskrárgerð tengdri því íþróttaefni sem Viaplay hefur upp á að bjóða á Íslandi svo sem Meistaradeild Evrópu, Formúlu 1, Championship - deildinni og Carabao-bikarnum í Englandi, þýska fótboltanum, þýska handboltanum, landsleikjum í undankeppni EM karla, stórmótum í pílukasti og meira til. Ný línuleg sjónvarpsrás í loftið Samhliða þessum breytingum verður ný línuleg sjónvarpsrás kynnt til leiks til að hámarka upplifun áskrifenda á íþróttaefni Viaplay. Haft er eftir Yngva Halldórssyni, forstjóra Sýnar að það sé virkilega ánægjulegt að komist hafi verið að tímamóta samkomulagi við streymisveituna Viaplay. „Við fögnum því að leikir karlalandsliðs Íslands séu komnir heim á Stöð 2 Sport. Við leggjum áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar fjölbreytt framboð af bæði innlendri og erlendri afþreyingu og er Viaplay með íþrótta- og sjónvarpsefni sem að fellur vel að vöruframboði Vodafone og Stöðvar 2,“ segir Yngvi. Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar fagnar samningnum við Viaplay.Sýn „Samstarfið undirstrikar styrkleika okkar í að mæta þörfum viðskiptavina hvað varðar framúrskarandi upplifun, persónulegri þjónustu og betra aðgengi að hágæða sjónvarpsefni. Með samningnum við Viaplay munum við geta boðið viðskiptavinum Vodafone internet, farsíma ásamt meiri fjölbreytni í afþreyingu og íþróttaefni. Við hlökkum til samstarfsins og til þess að kynna betur þjónustuna fyrir viðskiptavinum.“ Þá er haft eftir Mikael Olsson, yfirmanni viðskiptaþróunar hjá Viaplay Group að undanfarin þrjú ár hafi Viaplay fest sig í sessi sem efnisveita á Íslandi, sérstaklega með tilliti til beinna útendinga á íþróttaviðburðum. „Við teljum það náttúrulegt skref í framhaldinu að hefja samstarf við fremsta fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtæki landsins. Sameining íþróttarétta, íþróttaframleiðslu og það að hafa Viaplay sem viðbót við áskriftarpakka Vodafone og Stöðvar 2 mun auka dreifingu veitunnar til muna og teljum við að samstarfið mun skila enn meiri ávinningi af fjárfestingum okkar til þessa.” Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira