Eldgos muni ekki fjölga ferðamönnum í sumar Máni Snær Þorláksson skrifar 6. júlí 2023 10:35 Sveinn Birkir Björnsson segir að eldgos muni ekki hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til landsins til skemmri tíma. Íslandsstofa Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands. „Ef maður má vera með ákveðna væntingastjórnun hérna þá mun þetta ekki endilega hafa mikil áhrif á komu ferðamanna, allavega til skemmri tíma,“ segir Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu í samtali við Bítið á Bylgjunni. Ástæðan fyrir því sé helst sú að þó svo að fólk vilji koma og sjá eldgosið þá sé það erfitt. „Segjum að það hefst gos bara eftir hádegi og fólk myndi vilja koma og sjá það, þá mun það bara lenda í vandræðum með að finna hótelherbergi, það mun lenda í vandræðum með að finna flugsæti og annað því bókunarstaðan á Íslandi er ákaflega sterk í augnablikinu.“ Erfitt að lofa eldgosum Sveinn segir að til lengri tíma litið séu eldgos jákvæð fyrir ímynd landsins, þó svo að þau séu ekki mjög lengi í gangi. „Þetta hefur afskaplega góð áhrif á ímynd Íslands sem ævintýralegur áfangastaður. Þetta eykur svona kannski ævintýraljómann af landinu,“ segir hann. „Þessi ímynd að Ísland sé staður þar sem þú getur komið og upplifað náttúru, komist í nálægð við náttúruöflin, hvort sem það eru norðurljós, jöklar eða eldgos, hún styrkist mjög mikið. Til lengri tíma þá hjálpar þetta mikið ímyndinni og kannski eykur áhugann á að ferðast.“ Þá segir Sveinn að Íslandsstofa sé ekki mikið í því að nota eldgos við markaðssetningu fyrir landið. „Við erum svolítið meira að vinna með upplifunina og ævintýraljómann af áfangastaðnum Íslandi,“ segir hann. „Það er erfitt að vinna með eldgos beint því maður er dálítið að lofa upp í ermina á sér, það er afskaplega erfitt að lofa því að hér verði eldgos þegar fólk kemur eftir tvö ár eða hvenær sem þú ert að skipuleggja ferðina þína.“ Þess vegna sé stigið varlega til jarðar með að nota myndefni af eldgosum. „Því það er erfitt að lofa þessu.“ Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira
„Ef maður má vera með ákveðna væntingastjórnun hérna þá mun þetta ekki endilega hafa mikil áhrif á komu ferðamanna, allavega til skemmri tíma,“ segir Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu í samtali við Bítið á Bylgjunni. Ástæðan fyrir því sé helst sú að þó svo að fólk vilji koma og sjá eldgosið þá sé það erfitt. „Segjum að það hefst gos bara eftir hádegi og fólk myndi vilja koma og sjá það, þá mun það bara lenda í vandræðum með að finna hótelherbergi, það mun lenda í vandræðum með að finna flugsæti og annað því bókunarstaðan á Íslandi er ákaflega sterk í augnablikinu.“ Erfitt að lofa eldgosum Sveinn segir að til lengri tíma litið séu eldgos jákvæð fyrir ímynd landsins, þó svo að þau séu ekki mjög lengi í gangi. „Þetta hefur afskaplega góð áhrif á ímynd Íslands sem ævintýralegur áfangastaður. Þetta eykur svona kannski ævintýraljómann af landinu,“ segir hann. „Þessi ímynd að Ísland sé staður þar sem þú getur komið og upplifað náttúru, komist í nálægð við náttúruöflin, hvort sem það eru norðurljós, jöklar eða eldgos, hún styrkist mjög mikið. Til lengri tíma þá hjálpar þetta mikið ímyndinni og kannski eykur áhugann á að ferðast.“ Þá segir Sveinn að Íslandsstofa sé ekki mikið í því að nota eldgos við markaðssetningu fyrir landið. „Við erum svolítið meira að vinna með upplifunina og ævintýraljómann af áfangastaðnum Íslandi,“ segir hann. „Það er erfitt að vinna með eldgos beint því maður er dálítið að lofa upp í ermina á sér, það er afskaplega erfitt að lofa því að hér verði eldgos þegar fólk kemur eftir tvö ár eða hvenær sem þú ert að skipuleggja ferðina þína.“ Þess vegna sé stigið varlega til jarðar með að nota myndefni af eldgosum. „Því það er erfitt að lofa þessu.“
Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira