Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2023 19:21 Björgunarsveitir að störfum í Lviv í dag. Gríðarlegar skemmdir urðu á um 30 byggingum í eldflaugaárás Rússa á borgina. AP/Mykola Tys Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. Árásin síðast liðna nótt var sú harðasta sem Rússar hafa gert á borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu frá því innrás þeirra hófst hinn 24. febrúar í fyrra. Rússum hefur lítið orðið ágengt til sóknar á vígstöðvunum í austur- og suðurhluta Úkraínu mánuðum saman þrátt fyrir harða bardaga við borgina Bakhmut. Þeir hafa því í vaxandi mæli beitt hreinum hryðjuverkum gegn Úkraínu með eldflaugaárásum frá skipum og flugvélum á fjölda borga og bæja. Þá er nánanst fullvíst að Rússar sprengdu virkjanastífluna við Kakhovka orkuverið í Kherson héraði í síðasta mánuði sem olli gífurlegu tjóni þegar vatn flæddi yfir stórt bæi og ræktarland. Eldflaugin sem Rússar skutu frá Svartahafi á Lviv í nótt sprakk við fjölbýlishús í borginni. Þrjár konur á aldrinum 32 ára til 95 ára féllu ásamt 35 ára karlmanni. Við leit í rústunum í dag fannst síðan lík fimmtu konunnar. Rúmlega þrjátíu manns særðust og borgarstjórinn segir að um eða yfir 30 íbúðarbyggingar hafa eyðilagst. Enn er leitað að fólki í rústunum. Þrátt fyrir augljósar afleiðingar eldflaugaárásirnar eru Rússar eins og venjulega í hliðarveruleika. Þrátt fyrir augljósar afleiðingar árásarinnar fögnuðu þeir því í dag að hafa skotið á tímabundnar herbúðir Úkraínumanna og geymslu fyrir brynvarin farartæki sem Vesturlönd hafa sent til Úkraínu. Hanna Fedorenko segir Rússa fara einkennilega leið að því að sýna almenningi í Úkraínu kærleika.AP/Mykola Tys En það er ekki víst að Ganna Fedorenko íbúi í hverfinu þar sem eldflaugin sprakk sé sammála lýsingum Rússa á árásinni. „Rússar varpa sprengjum á okkur. Þannig er ást þeirra á okkur. Ég syrgi þá sem létust. Þau voru ung, ég votta þeim samúð mína," sagði Fedorenko þar sem hún stóð í rústunum lítillega særð. Úkraínumenn segjast hafa náð að skjóta niður sjö af tíu Kalibr eldflaugum Rússa síðast liðna nótt. Ein fluganna hafi hins vegar breytt um stefnu og hafnað á Lviv. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira
Árásin síðast liðna nótt var sú harðasta sem Rússar hafa gert á borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu frá því innrás þeirra hófst hinn 24. febrúar í fyrra. Rússum hefur lítið orðið ágengt til sóknar á vígstöðvunum í austur- og suðurhluta Úkraínu mánuðum saman þrátt fyrir harða bardaga við borgina Bakhmut. Þeir hafa því í vaxandi mæli beitt hreinum hryðjuverkum gegn Úkraínu með eldflaugaárásum frá skipum og flugvélum á fjölda borga og bæja. Þá er nánanst fullvíst að Rússar sprengdu virkjanastífluna við Kakhovka orkuverið í Kherson héraði í síðasta mánuði sem olli gífurlegu tjóni þegar vatn flæddi yfir stórt bæi og ræktarland. Eldflaugin sem Rússar skutu frá Svartahafi á Lviv í nótt sprakk við fjölbýlishús í borginni. Þrjár konur á aldrinum 32 ára til 95 ára féllu ásamt 35 ára karlmanni. Við leit í rústunum í dag fannst síðan lík fimmtu konunnar. Rúmlega þrjátíu manns særðust og borgarstjórinn segir að um eða yfir 30 íbúðarbyggingar hafa eyðilagst. Enn er leitað að fólki í rústunum. Þrátt fyrir augljósar afleiðingar eldflaugaárásirnar eru Rússar eins og venjulega í hliðarveruleika. Þrátt fyrir augljósar afleiðingar árásarinnar fögnuðu þeir því í dag að hafa skotið á tímabundnar herbúðir Úkraínumanna og geymslu fyrir brynvarin farartæki sem Vesturlönd hafa sent til Úkraínu. Hanna Fedorenko segir Rússa fara einkennilega leið að því að sýna almenningi í Úkraínu kærleika.AP/Mykola Tys En það er ekki víst að Ganna Fedorenko íbúi í hverfinu þar sem eldflaugin sprakk sé sammála lýsingum Rússa á árásinni. „Rússar varpa sprengjum á okkur. Þannig er ást þeirra á okkur. Ég syrgi þá sem létust. Þau voru ung, ég votta þeim samúð mína," sagði Fedorenko þar sem hún stóð í rústunum lítillega særð. Úkraínumenn segjast hafa náð að skjóta niður sjö af tíu Kalibr eldflaugum Rússa síðast liðna nótt. Ein fluganna hafi hins vegar breytt um stefnu og hafnað á Lviv.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira
Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01