Samkeppniseftirlitið vill ekki fella niður sátt við Símann Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2023 08:56 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Stöð 2/Arnar Samkeppniseftirlitið telur ekki að sala Símans á Mílu og breyttar markaðsaðstæður Símans réttlæti það að sátt, sem gerð var árið 2013 verði felld úr gildi. Sáttin felur meðal annars í sér aðskilnað heild- og smásölu Símans og bann við samkeppnishamlandi samningum. Málið á rætur að rekja til ársins 2013 þegar Samkeppniseftirlitið og Síminn gerðu með sér sátt sem síðan var endurskoðuð árið 2015. Síminn óskaði nýverið eftir því að sáttin yrði endurskoðuð í ljósi þess að Míla var seld og staða Símans á markaði hefði breyst. Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að eftir athugun í málinu sé það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til að fella niður mikilvæg efnisskilyrði í sáttinni frá 2015 gagnvart Símanum, að svo stöddu. Þar segir að eitt meginmarkmið sáttarinnar hafi verið að tryggja sjálfstæði Mílu, sem þá var dótturfélag Símans, þannig að auðveldara væri fyrir keppinauta Símans í smásölu að eiga viðskipti við Mílu á sömu forsendum og Síminn. Þannig væri meðal annars kveðið á um aðskilnað fyrirtækjanna að miklu leyti ásamt frekari skuldbindingum sem voru til þess fallnar að efla samkeppni á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum hér á landi. Ardian gerði sína eigin sátt Við sölu á Mílu frá Símanum til franska fyrirtækisins Ardian á síðasta ári hafi fallið niður skilyrði fyrrgreindrar sáttar frá 2015 gagnvart Mílu enda hafi Samkeppniseftirlitið og Ardian gert með sér sérstaka sátt um tiltekin skilyrði fyrir kaupum Ardian á Mílu. Það hafi verið skilyrði sem meðal annars tryggðu að Síminn gæti beint tilteknu hlutfalli af viðskiptum sínum til annarra innviðafyrirtækja en Mílu. Þá hafi Mílu einnig verið sett takmörk um samtvinnun á þjónustu sinni. Eftir standi þó skilyrði frá 2015 gagnvart Símanum, meðal annars um hegðun fyrirtækisins og viðskipti þess í heildsölu. Beiðni Símans byggi einkum á því að fella megi þau skilyrði sem áfram giltu niður þar sem Míla og Síminn séu ekki lengur lóðrétt tengd auk þess sem markaðsaðstæður hafi breyst mikið á liðnum árum og styrkur Símans á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum ekki eins mikill og þegar sáttin var gerð í upphafi. Yfirstandandi mál styðji að sáttin haldi „Eftir athugun í málinu er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til að fella niður mikilvæg efnisskilyrði í sáttinni frá 2015 gagnvart Símanum, að svo stöddu. Þó það sé jákvætt að rofin hafi verið eignatengsl á milli Mílu og Símans er ljóst að staða Símans, miðað við markaðshlutdeild, hefur ekki breyst mikið yfir það heila á liðnum árum, heildsöluviðskipti eru enn þá þó nokkur og yfirstandandi mál vegna kvartana yfir háttsemi Símans styðja að hegðunarskilyrði gildi áfram. Nokkur ákvæði meðal annars um eftirlitsnefnd með sáttinni og fleira sem ekki er talin þörf á að haldi gildi sínu eru þó felld niður,“ segir í tilkynningu. Samkeppniseftirlitið telji mikilvægt, áður en tekin verður ákvörðun um frekari breytingar á sáttinni, að aukin reynsla fáist af þeim breytingum sem urðu á fjarskiptamörkuðum við sölu Símans á Mílu til Ardian, auk þess að leyst verði úr fyrirliggjandi kvörtunum og athugunum sem varða Símann og til skoðunar eru, bæði hjá eftirlitinu og dómstólum. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í gær, má lesa í heild sinni hér. Síminn Samkeppnismál Fjarskipti Salan á Mílu Tengdar fréttir Bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í Mílusölunni Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu frá Símanum eru í uppnámi þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum þykja of íþyngjandi. Forstjóri Símans segir mestu máli skipta hvaða áhrif salan á Mílu mun hafa á neytendur. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist í málið. 19. júlí 2022 06:32 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Málið á rætur að rekja til ársins 2013 þegar Samkeppniseftirlitið og Síminn gerðu með sér sátt sem síðan var endurskoðuð árið 2015. Síminn óskaði nýverið eftir því að sáttin yrði endurskoðuð í ljósi þess að Míla var seld og staða Símans á markaði hefði breyst. Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að eftir athugun í málinu sé það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til að fella niður mikilvæg efnisskilyrði í sáttinni frá 2015 gagnvart Símanum, að svo stöddu. Þar segir að eitt meginmarkmið sáttarinnar hafi verið að tryggja sjálfstæði Mílu, sem þá var dótturfélag Símans, þannig að auðveldara væri fyrir keppinauta Símans í smásölu að eiga viðskipti við Mílu á sömu forsendum og Síminn. Þannig væri meðal annars kveðið á um aðskilnað fyrirtækjanna að miklu leyti ásamt frekari skuldbindingum sem voru til þess fallnar að efla samkeppni á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum hér á landi. Ardian gerði sína eigin sátt Við sölu á Mílu frá Símanum til franska fyrirtækisins Ardian á síðasta ári hafi fallið niður skilyrði fyrrgreindrar sáttar frá 2015 gagnvart Mílu enda hafi Samkeppniseftirlitið og Ardian gert með sér sérstaka sátt um tiltekin skilyrði fyrir kaupum Ardian á Mílu. Það hafi verið skilyrði sem meðal annars tryggðu að Síminn gæti beint tilteknu hlutfalli af viðskiptum sínum til annarra innviðafyrirtækja en Mílu. Þá hafi Mílu einnig verið sett takmörk um samtvinnun á þjónustu sinni. Eftir standi þó skilyrði frá 2015 gagnvart Símanum, meðal annars um hegðun fyrirtækisins og viðskipti þess í heildsölu. Beiðni Símans byggi einkum á því að fella megi þau skilyrði sem áfram giltu niður þar sem Míla og Síminn séu ekki lengur lóðrétt tengd auk þess sem markaðsaðstæður hafi breyst mikið á liðnum árum og styrkur Símans á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum ekki eins mikill og þegar sáttin var gerð í upphafi. Yfirstandandi mál styðji að sáttin haldi „Eftir athugun í málinu er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til að fella niður mikilvæg efnisskilyrði í sáttinni frá 2015 gagnvart Símanum, að svo stöddu. Þó það sé jákvætt að rofin hafi verið eignatengsl á milli Mílu og Símans er ljóst að staða Símans, miðað við markaðshlutdeild, hefur ekki breyst mikið yfir það heila á liðnum árum, heildsöluviðskipti eru enn þá þó nokkur og yfirstandandi mál vegna kvartana yfir háttsemi Símans styðja að hegðunarskilyrði gildi áfram. Nokkur ákvæði meðal annars um eftirlitsnefnd með sáttinni og fleira sem ekki er talin þörf á að haldi gildi sínu eru þó felld niður,“ segir í tilkynningu. Samkeppniseftirlitið telji mikilvægt, áður en tekin verður ákvörðun um frekari breytingar á sáttinni, að aukin reynsla fáist af þeim breytingum sem urðu á fjarskiptamörkuðum við sölu Símans á Mílu til Ardian, auk þess að leyst verði úr fyrirliggjandi kvörtunum og athugunum sem varða Símann og til skoðunar eru, bæði hjá eftirlitinu og dómstólum. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í gær, má lesa í heild sinni hér.
Síminn Samkeppnismál Fjarskipti Salan á Mílu Tengdar fréttir Bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í Mílusölunni Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu frá Símanum eru í uppnámi þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum þykja of íþyngjandi. Forstjóri Símans segir mestu máli skipta hvaða áhrif salan á Mílu mun hafa á neytendur. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist í málið. 19. júlí 2022 06:32 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í Mílusölunni Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu frá Símanum eru í uppnámi þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum þykja of íþyngjandi. Forstjóri Símans segir mestu máli skipta hvaða áhrif salan á Mílu mun hafa á neytendur. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist í málið. 19. júlí 2022 06:32