Saksóknarar í leyniskjalamáli Trump fá hótanir Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2023 10:43 Trump sætir ákæru fyrir misferli með leyniskjöl. Saksóknarar í málinu fá nú að kenna á heift stuðningsmanna hans. AP/Chris Carlson Hægriöfgasinnaðir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafa hótað saksóknurum sem sækja hann til saka fyrir meðferð sína á leyniskjölum. Þeir hafa meðal annars birt nöfn þeirra og persónuupplýsingar á netinu. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins ákærði Trump fyrir misferli með ríkisleyndarmál í síðasta mánuði. Málið snýst um hundruð leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti árið 2021 og neitaði að skila alríkisyfirvöldum þegar eftir því var leitað. Washington Post segir að saksóknarnir í málinu sæti nú hótunum og ógnunum bæði á netinu og annars staðar. Stuðningsmenn Trump hafi meðal annars birt nöfn þeirra á netinu, hótað þeim og stundum birt upplýsingar um einkalíf þeirra. Alríkislögreglan FBI segir hótanir í garð löggæsluaðila hættulegar. Hún meti og bregðist við slíkum hótunum eftir atvikum. Ræðst á saksóknara og dómara á samfélagsmiðlum Dómsmálaráðuneytið er sagt hafa brugðist við með því að reyna að koma í veg að nöfn saksóknara og lögreglumanna sem vinna að máli Trump birtist opinberlega í opinberum skjölum og á nefndarfundum Bandaríkjaþings. Það er þó sagt hægara sagt en gert það sem nöfn þeirra komi fram í dómskjölum sem eru opinber auk þess sem Trump hefur aðgang að upplýsingum um þá og vitni sem sakborningur í málinu. Trump hefur nýtt sér það til þess að ráðast á rannsakendur sína á samfélagsmiðlum, þar á meðal Jack Smith, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, og dómara sem fer með annað sakamál á hendur honum í New York. Samfélagsmiðlanotkun Trump er sögð hafa orðið glannalegri að þessu leyti á undanförnum misserum. Karlmaður á fertugsaldir var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi forseta, í Washington-borg í síðustu viku, sama dag og Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama á samfélagsmiðli. Byssur, hundruð skotfæra og sveðja fannst í sendiferðabíl mannsins sem sagðist leita að inngönguleið eða skotfæri á hús Obama. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41 Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafnaði ítrekaðri viðleitni lögmanna hans og ráðgjafa til að reyna að fá hann til að skila gögnum og leynilegum skjölum. Ítrekað var reynt að fá Trump til að gera samkomulag við Dómsmálaráðuneytið til að forðast ákærur, en forsetinn fyrrverandi vildi ekki heyra slíkt. 15. júní 2023 11:08 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Sjá meira
Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins ákærði Trump fyrir misferli með ríkisleyndarmál í síðasta mánuði. Málið snýst um hundruð leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti árið 2021 og neitaði að skila alríkisyfirvöldum þegar eftir því var leitað. Washington Post segir að saksóknarnir í málinu sæti nú hótunum og ógnunum bæði á netinu og annars staðar. Stuðningsmenn Trump hafi meðal annars birt nöfn þeirra á netinu, hótað þeim og stundum birt upplýsingar um einkalíf þeirra. Alríkislögreglan FBI segir hótanir í garð löggæsluaðila hættulegar. Hún meti og bregðist við slíkum hótunum eftir atvikum. Ræðst á saksóknara og dómara á samfélagsmiðlum Dómsmálaráðuneytið er sagt hafa brugðist við með því að reyna að koma í veg að nöfn saksóknara og lögreglumanna sem vinna að máli Trump birtist opinberlega í opinberum skjölum og á nefndarfundum Bandaríkjaþings. Það er þó sagt hægara sagt en gert það sem nöfn þeirra komi fram í dómskjölum sem eru opinber auk þess sem Trump hefur aðgang að upplýsingum um þá og vitni sem sakborningur í málinu. Trump hefur nýtt sér það til þess að ráðast á rannsakendur sína á samfélagsmiðlum, þar á meðal Jack Smith, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, og dómara sem fer með annað sakamál á hendur honum í New York. Samfélagsmiðlanotkun Trump er sögð hafa orðið glannalegri að þessu leyti á undanförnum misserum. Karlmaður á fertugsaldir var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi forseta, í Washington-borg í síðustu viku, sama dag og Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama á samfélagsmiðli. Byssur, hundruð skotfæra og sveðja fannst í sendiferðabíl mannsins sem sagðist leita að inngönguleið eða skotfæri á hús Obama.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41 Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafnaði ítrekaðri viðleitni lögmanna hans og ráðgjafa til að reyna að fá hann til að skila gögnum og leynilegum skjölum. Ítrekað var reynt að fá Trump til að gera samkomulag við Dómsmálaráðuneytið til að forðast ákærur, en forsetinn fyrrverandi vildi ekki heyra slíkt. 15. júní 2023 11:08 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Sjá meira
Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41
Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafnaði ítrekaðri viðleitni lögmanna hans og ráðgjafa til að reyna að fá hann til að skila gögnum og leynilegum skjölum. Ítrekað var reynt að fá Trump til að gera samkomulag við Dómsmálaráðuneytið til að forðast ákærur, en forsetinn fyrrverandi vildi ekki heyra slíkt. 15. júní 2023 11:08