Álit ESA og blóðmerahald Björn M. Sigurjónsson skrifar 18. júlí 2023 07:01 Í vor sem leið birti ESA, Eftirlitsstofnun með samningnum um EES, álit sitt varðandi blóðmeraiðnað á Íslandi. Spurningin sem lögð var fyrir stofnunina var hvort vinnsla PMSG hormóns úr blóði fylfullra mera félli undir gildissvið reglugerðar 460/2017, sem er innleiðing á Evróputilskipun 2010/63, um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Niðurstaða ESA var að svo væri. Af þeim sökum hefði íslenska ríkið gerst brotlegt við 3. mgr. EES samningsins og meginákvæði reglugerðar 460/2017, sérstaklega það ákvæði að framkvæma frummat á starfseminni. Í áliti ESA er ítarlega farið yfir svör íslenska ríkisins við spurningum ESA, og þar kemur fram að ríkið og ESA eru sammála um að starfsemin snúist um að taka blóð úr lifandi dýrum, að blóðtakan valdi dýrunum þjáningum, að um framleiðslu lyfja sé að ræða og að byggt sé á vísindalegri tækni sem falli utan hefðbundins landbúnaðar. Íslenska ríkið telur að slík starfsemi virki ekki ákvæði reglugerðar 460/2017 en ESA er á öndverðum meiði og færir rök fyrir því á rúmlega 30 blaðsíðum, að starfsemin falli einmitt undir þessa reglugerð. Það eru talsverðir hagsmunir í húfi fyrir þá sem hagnast á starfseminni, vegna þess að ef íslenska ríkið beitir fyrrnefndri reglugerð 460 á starfsemina, er fyrsta skrefið að framkvæma frummat á eðli starfseminnar. Í því mati er fyrsta spurningin sem svara skal sú, hvort nauðsynlegt sé að nota lifandi dýr til framleiðslunnar eða hvort hægt sé að ná sama markmiði án lifandi dýra. Ef í ljós kemur að hægt er að framleiða lyf án notkunar lifandi dýra, er óheimilt, samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar, að nota lifandi dýr. Nú liggur fyrir að hormónið sem unnið er úr blóði meranna er hægt að framleiða án lifandi dýra. Svo menn vita mæta vel að ef ríkið færi að ákvæðum reglugerðar 460 yrði starfsemin stöðvuð. Í það minnsta yrðu lagðar miklar kvaðir á starfsemina. Atburðarásin við innleiðingu reglugerðar 460/2017 er rækilega skjalfest af Matvælastofnun í fundargerðum, bréfum og álitum Fagráðs um velferð dýra. Af þessum gögnum kemur fram að á árunum 2017-2019 töldu MAST og fagráðið að blóðmerahald félli undir reglugerð 460, allt til ársins 2020. Þá varð viðsnúningur sem lesa má um í fundargerðum og bréfaskriftum milli MAST og framleiðanda hormónsins. Stjórnendur MAST ákváðu að frá og með árinu 2020 teldist starfsemin ekki leyfisskyld, og félli ekki undir nein sérlög. Eftir að blóðmerahald komst í hámæli í byrjun árs 2022 var þessu harðlega mótmælt af dýravelferðarsamtökum. Til dæmis kröfðust Samtök um dýrafelferð á Íslandi þess að fyrst íslenska ríkið vildi ekki beita 460/2017 þá félli þessi starfsemi að minnsta kosti undir 20. gr. dýravelferðarlaga 55/2013 sem kveður m.a. á um leyfisskyldu til framleiðslu lyfja úr lifandi dýrum, þegar sú starfsemi veldur þeim þjáningum. Viðbrögð ráðherra voru að setja reglugerð 900/2022 með stoð í 20.gr. l. nr. 55/2013, og þar með leyfisskylda starfsemina, þvert á ákvörðun MAST frá 2020. Eitt af því sem ESA furðar sig á er að fyrst íslenska ríkið er sammála því að eðli starfseminnar virki 20.gr. dýravelferðarlaga, hvers vegna í ósköpunum ríkið telji að starfsemin falli ekki undir ákvæði reglugerðar 460/2017, sem nær einmitt yfir sams konar starfsemi. Þess vegna bendir ESA réttilega á að með því að setja reglugerð 900/2022 sem leyfisskyldar blóðmerastarfsemi, sé íslenska ríkið brotlegt við 3. gr. EES samningsins, sem bannar aðilddaríkjunum að setja sérreglur til að víkja sér undan gildissviði tilskipana EES. Íslenska ríkið, eins og önnur aðildarríki hafa skuldbundið sig til þess að láta tilskipanir og reglur EES ganga framar landslögum. Ein ástæða þess að matvælaráðuneytið kinokar sér við að beita gildandi reglum 460/2017, er óttinn við skaðabótakröfu hagsmunaðila. Í því sambandi má nefna að eitt af þremur skilyrðum skaðabótarréttarins er sakarreglan, sem kveður á um að til þess að baka sér skaðabótaábyrgð þurfi maður að hafa aðhafst eitthvað saknæmt, brotið lög eða hagað sér gáleysislega. Það er ekki saknæmt að beita gildandi lögum, sem er einmitt reglugerð 460/2017, og ef íslenska ríkið yrði nú undir í máli fyrir EFTA dómstólnum, kæmi upp sú staða að blóðmerastarfsemi teldist ólögmæt frá árinu 2017. Höfundur er í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald EFTA Mest lesið Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í vor sem leið birti ESA, Eftirlitsstofnun með samningnum um EES, álit sitt varðandi blóðmeraiðnað á Íslandi. Spurningin sem lögð var fyrir stofnunina var hvort vinnsla PMSG hormóns úr blóði fylfullra mera félli undir gildissvið reglugerðar 460/2017, sem er innleiðing á Evróputilskipun 2010/63, um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Niðurstaða ESA var að svo væri. Af þeim sökum hefði íslenska ríkið gerst brotlegt við 3. mgr. EES samningsins og meginákvæði reglugerðar 460/2017, sérstaklega það ákvæði að framkvæma frummat á starfseminni. Í áliti ESA er ítarlega farið yfir svör íslenska ríkisins við spurningum ESA, og þar kemur fram að ríkið og ESA eru sammála um að starfsemin snúist um að taka blóð úr lifandi dýrum, að blóðtakan valdi dýrunum þjáningum, að um framleiðslu lyfja sé að ræða og að byggt sé á vísindalegri tækni sem falli utan hefðbundins landbúnaðar. Íslenska ríkið telur að slík starfsemi virki ekki ákvæði reglugerðar 460/2017 en ESA er á öndverðum meiði og færir rök fyrir því á rúmlega 30 blaðsíðum, að starfsemin falli einmitt undir þessa reglugerð. Það eru talsverðir hagsmunir í húfi fyrir þá sem hagnast á starfseminni, vegna þess að ef íslenska ríkið beitir fyrrnefndri reglugerð 460 á starfsemina, er fyrsta skrefið að framkvæma frummat á eðli starfseminnar. Í því mati er fyrsta spurningin sem svara skal sú, hvort nauðsynlegt sé að nota lifandi dýr til framleiðslunnar eða hvort hægt sé að ná sama markmiði án lifandi dýra. Ef í ljós kemur að hægt er að framleiða lyf án notkunar lifandi dýra, er óheimilt, samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar, að nota lifandi dýr. Nú liggur fyrir að hormónið sem unnið er úr blóði meranna er hægt að framleiða án lifandi dýra. Svo menn vita mæta vel að ef ríkið færi að ákvæðum reglugerðar 460 yrði starfsemin stöðvuð. Í það minnsta yrðu lagðar miklar kvaðir á starfsemina. Atburðarásin við innleiðingu reglugerðar 460/2017 er rækilega skjalfest af Matvælastofnun í fundargerðum, bréfum og álitum Fagráðs um velferð dýra. Af þessum gögnum kemur fram að á árunum 2017-2019 töldu MAST og fagráðið að blóðmerahald félli undir reglugerð 460, allt til ársins 2020. Þá varð viðsnúningur sem lesa má um í fundargerðum og bréfaskriftum milli MAST og framleiðanda hormónsins. Stjórnendur MAST ákváðu að frá og með árinu 2020 teldist starfsemin ekki leyfisskyld, og félli ekki undir nein sérlög. Eftir að blóðmerahald komst í hámæli í byrjun árs 2022 var þessu harðlega mótmælt af dýravelferðarsamtökum. Til dæmis kröfðust Samtök um dýrafelferð á Íslandi þess að fyrst íslenska ríkið vildi ekki beita 460/2017 þá félli þessi starfsemi að minnsta kosti undir 20. gr. dýravelferðarlaga 55/2013 sem kveður m.a. á um leyfisskyldu til framleiðslu lyfja úr lifandi dýrum, þegar sú starfsemi veldur þeim þjáningum. Viðbrögð ráðherra voru að setja reglugerð 900/2022 með stoð í 20.gr. l. nr. 55/2013, og þar með leyfisskylda starfsemina, þvert á ákvörðun MAST frá 2020. Eitt af því sem ESA furðar sig á er að fyrst íslenska ríkið er sammála því að eðli starfseminnar virki 20.gr. dýravelferðarlaga, hvers vegna í ósköpunum ríkið telji að starfsemin falli ekki undir ákvæði reglugerðar 460/2017, sem nær einmitt yfir sams konar starfsemi. Þess vegna bendir ESA réttilega á að með því að setja reglugerð 900/2022 sem leyfisskyldar blóðmerastarfsemi, sé íslenska ríkið brotlegt við 3. gr. EES samningsins, sem bannar aðilddaríkjunum að setja sérreglur til að víkja sér undan gildissviði tilskipana EES. Íslenska ríkið, eins og önnur aðildarríki hafa skuldbundið sig til þess að láta tilskipanir og reglur EES ganga framar landslögum. Ein ástæða þess að matvælaráðuneytið kinokar sér við að beita gildandi reglum 460/2017, er óttinn við skaðabótakröfu hagsmunaðila. Í því sambandi má nefna að eitt af þremur skilyrðum skaðabótarréttarins er sakarreglan, sem kveður á um að til þess að baka sér skaðabótaábyrgð þurfi maður að hafa aðhafst eitthvað saknæmt, brotið lög eða hagað sér gáleysislega. Það er ekki saknæmt að beita gildandi lögum, sem er einmitt reglugerð 460/2017, og ef íslenska ríkið yrði nú undir í máli fyrir EFTA dómstólnum, kæmi upp sú staða að blóðmerastarfsemi teldist ólögmæt frá árinu 2017. Höfundur er í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun