Álit ESA og blóðmerahald Björn M. Sigurjónsson skrifar 18. júlí 2023 07:01 Í vor sem leið birti ESA, Eftirlitsstofnun með samningnum um EES, álit sitt varðandi blóðmeraiðnað á Íslandi. Spurningin sem lögð var fyrir stofnunina var hvort vinnsla PMSG hormóns úr blóði fylfullra mera félli undir gildissvið reglugerðar 460/2017, sem er innleiðing á Evróputilskipun 2010/63, um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Niðurstaða ESA var að svo væri. Af þeim sökum hefði íslenska ríkið gerst brotlegt við 3. mgr. EES samningsins og meginákvæði reglugerðar 460/2017, sérstaklega það ákvæði að framkvæma frummat á starfseminni. Í áliti ESA er ítarlega farið yfir svör íslenska ríkisins við spurningum ESA, og þar kemur fram að ríkið og ESA eru sammála um að starfsemin snúist um að taka blóð úr lifandi dýrum, að blóðtakan valdi dýrunum þjáningum, að um framleiðslu lyfja sé að ræða og að byggt sé á vísindalegri tækni sem falli utan hefðbundins landbúnaðar. Íslenska ríkið telur að slík starfsemi virki ekki ákvæði reglugerðar 460/2017 en ESA er á öndverðum meiði og færir rök fyrir því á rúmlega 30 blaðsíðum, að starfsemin falli einmitt undir þessa reglugerð. Það eru talsverðir hagsmunir í húfi fyrir þá sem hagnast á starfseminni, vegna þess að ef íslenska ríkið beitir fyrrnefndri reglugerð 460 á starfsemina, er fyrsta skrefið að framkvæma frummat á eðli starfseminnar. Í því mati er fyrsta spurningin sem svara skal sú, hvort nauðsynlegt sé að nota lifandi dýr til framleiðslunnar eða hvort hægt sé að ná sama markmiði án lifandi dýra. Ef í ljós kemur að hægt er að framleiða lyf án notkunar lifandi dýra, er óheimilt, samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar, að nota lifandi dýr. Nú liggur fyrir að hormónið sem unnið er úr blóði meranna er hægt að framleiða án lifandi dýra. Svo menn vita mæta vel að ef ríkið færi að ákvæðum reglugerðar 460 yrði starfsemin stöðvuð. Í það minnsta yrðu lagðar miklar kvaðir á starfsemina. Atburðarásin við innleiðingu reglugerðar 460/2017 er rækilega skjalfest af Matvælastofnun í fundargerðum, bréfum og álitum Fagráðs um velferð dýra. Af þessum gögnum kemur fram að á árunum 2017-2019 töldu MAST og fagráðið að blóðmerahald félli undir reglugerð 460, allt til ársins 2020. Þá varð viðsnúningur sem lesa má um í fundargerðum og bréfaskriftum milli MAST og framleiðanda hormónsins. Stjórnendur MAST ákváðu að frá og með árinu 2020 teldist starfsemin ekki leyfisskyld, og félli ekki undir nein sérlög. Eftir að blóðmerahald komst í hámæli í byrjun árs 2022 var þessu harðlega mótmælt af dýravelferðarsamtökum. Til dæmis kröfðust Samtök um dýrafelferð á Íslandi þess að fyrst íslenska ríkið vildi ekki beita 460/2017 þá félli þessi starfsemi að minnsta kosti undir 20. gr. dýravelferðarlaga 55/2013 sem kveður m.a. á um leyfisskyldu til framleiðslu lyfja úr lifandi dýrum, þegar sú starfsemi veldur þeim þjáningum. Viðbrögð ráðherra voru að setja reglugerð 900/2022 með stoð í 20.gr. l. nr. 55/2013, og þar með leyfisskylda starfsemina, þvert á ákvörðun MAST frá 2020. Eitt af því sem ESA furðar sig á er að fyrst íslenska ríkið er sammála því að eðli starfseminnar virki 20.gr. dýravelferðarlaga, hvers vegna í ósköpunum ríkið telji að starfsemin falli ekki undir ákvæði reglugerðar 460/2017, sem nær einmitt yfir sams konar starfsemi. Þess vegna bendir ESA réttilega á að með því að setja reglugerð 900/2022 sem leyfisskyldar blóðmerastarfsemi, sé íslenska ríkið brotlegt við 3. gr. EES samningsins, sem bannar aðilddaríkjunum að setja sérreglur til að víkja sér undan gildissviði tilskipana EES. Íslenska ríkið, eins og önnur aðildarríki hafa skuldbundið sig til þess að láta tilskipanir og reglur EES ganga framar landslögum. Ein ástæða þess að matvælaráðuneytið kinokar sér við að beita gildandi reglum 460/2017, er óttinn við skaðabótakröfu hagsmunaðila. Í því sambandi má nefna að eitt af þremur skilyrðum skaðabótarréttarins er sakarreglan, sem kveður á um að til þess að baka sér skaðabótaábyrgð þurfi maður að hafa aðhafst eitthvað saknæmt, brotið lög eða hagað sér gáleysislega. Það er ekki saknæmt að beita gildandi lögum, sem er einmitt reglugerð 460/2017, og ef íslenska ríkið yrði nú undir í máli fyrir EFTA dómstólnum, kæmi upp sú staða að blóðmerastarfsemi teldist ólögmæt frá árinu 2017. Höfundur er í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald EFTA Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Í vor sem leið birti ESA, Eftirlitsstofnun með samningnum um EES, álit sitt varðandi blóðmeraiðnað á Íslandi. Spurningin sem lögð var fyrir stofnunina var hvort vinnsla PMSG hormóns úr blóði fylfullra mera félli undir gildissvið reglugerðar 460/2017, sem er innleiðing á Evróputilskipun 2010/63, um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Niðurstaða ESA var að svo væri. Af þeim sökum hefði íslenska ríkið gerst brotlegt við 3. mgr. EES samningsins og meginákvæði reglugerðar 460/2017, sérstaklega það ákvæði að framkvæma frummat á starfseminni. Í áliti ESA er ítarlega farið yfir svör íslenska ríkisins við spurningum ESA, og þar kemur fram að ríkið og ESA eru sammála um að starfsemin snúist um að taka blóð úr lifandi dýrum, að blóðtakan valdi dýrunum þjáningum, að um framleiðslu lyfja sé að ræða og að byggt sé á vísindalegri tækni sem falli utan hefðbundins landbúnaðar. Íslenska ríkið telur að slík starfsemi virki ekki ákvæði reglugerðar 460/2017 en ESA er á öndverðum meiði og færir rök fyrir því á rúmlega 30 blaðsíðum, að starfsemin falli einmitt undir þessa reglugerð. Það eru talsverðir hagsmunir í húfi fyrir þá sem hagnast á starfseminni, vegna þess að ef íslenska ríkið beitir fyrrnefndri reglugerð 460 á starfsemina, er fyrsta skrefið að framkvæma frummat á eðli starfseminnar. Í því mati er fyrsta spurningin sem svara skal sú, hvort nauðsynlegt sé að nota lifandi dýr til framleiðslunnar eða hvort hægt sé að ná sama markmiði án lifandi dýra. Ef í ljós kemur að hægt er að framleiða lyf án notkunar lifandi dýra, er óheimilt, samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar, að nota lifandi dýr. Nú liggur fyrir að hormónið sem unnið er úr blóði meranna er hægt að framleiða án lifandi dýra. Svo menn vita mæta vel að ef ríkið færi að ákvæðum reglugerðar 460 yrði starfsemin stöðvuð. Í það minnsta yrðu lagðar miklar kvaðir á starfsemina. Atburðarásin við innleiðingu reglugerðar 460/2017 er rækilega skjalfest af Matvælastofnun í fundargerðum, bréfum og álitum Fagráðs um velferð dýra. Af þessum gögnum kemur fram að á árunum 2017-2019 töldu MAST og fagráðið að blóðmerahald félli undir reglugerð 460, allt til ársins 2020. Þá varð viðsnúningur sem lesa má um í fundargerðum og bréfaskriftum milli MAST og framleiðanda hormónsins. Stjórnendur MAST ákváðu að frá og með árinu 2020 teldist starfsemin ekki leyfisskyld, og félli ekki undir nein sérlög. Eftir að blóðmerahald komst í hámæli í byrjun árs 2022 var þessu harðlega mótmælt af dýravelferðarsamtökum. Til dæmis kröfðust Samtök um dýrafelferð á Íslandi þess að fyrst íslenska ríkið vildi ekki beita 460/2017 þá félli þessi starfsemi að minnsta kosti undir 20. gr. dýravelferðarlaga 55/2013 sem kveður m.a. á um leyfisskyldu til framleiðslu lyfja úr lifandi dýrum, þegar sú starfsemi veldur þeim þjáningum. Viðbrögð ráðherra voru að setja reglugerð 900/2022 með stoð í 20.gr. l. nr. 55/2013, og þar með leyfisskylda starfsemina, þvert á ákvörðun MAST frá 2020. Eitt af því sem ESA furðar sig á er að fyrst íslenska ríkið er sammála því að eðli starfseminnar virki 20.gr. dýravelferðarlaga, hvers vegna í ósköpunum ríkið telji að starfsemin falli ekki undir ákvæði reglugerðar 460/2017, sem nær einmitt yfir sams konar starfsemi. Þess vegna bendir ESA réttilega á að með því að setja reglugerð 900/2022 sem leyfisskyldar blóðmerastarfsemi, sé íslenska ríkið brotlegt við 3. gr. EES samningsins, sem bannar aðilddaríkjunum að setja sérreglur til að víkja sér undan gildissviði tilskipana EES. Íslenska ríkið, eins og önnur aðildarríki hafa skuldbundið sig til þess að láta tilskipanir og reglur EES ganga framar landslögum. Ein ástæða þess að matvælaráðuneytið kinokar sér við að beita gildandi reglum 460/2017, er óttinn við skaðabótakröfu hagsmunaðila. Í því sambandi má nefna að eitt af þremur skilyrðum skaðabótarréttarins er sakarreglan, sem kveður á um að til þess að baka sér skaðabótaábyrgð þurfi maður að hafa aðhafst eitthvað saknæmt, brotið lög eða hagað sér gáleysislega. Það er ekki saknæmt að beita gildandi lögum, sem er einmitt reglugerð 460/2017, og ef íslenska ríkið yrði nú undir í máli fyrir EFTA dómstólnum, kæmi upp sú staða að blóðmerastarfsemi teldist ólögmæt frá árinu 2017. Höfundur er í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar