„Það er allt heimskulegt við þetta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júlí 2023 21:22 Karen Kjartansdóttir furðar sig á því að klefarnir hafi verið reistir án þess að menn hafi spurt sig spurninga um tilgang þeirra og staðsetningu. Karen Kjartansdóttir Nýir búningsklefar sem verið er að smíða í Landmannalaugum hafa vakið töluverða athygli. Karen Kjartansdóttir almannatengill segir klefana gera fátt annað en að skyggja á útsýnið til fjalla og þar að auki veita spéhræddum lítið skjól. „Það kemur mér rosalega á óvart hvað það er klaufalega staðið að þessu,“ segir Karen í samtali við Vísi. Hún vekur athygli á nýjum búningsklefum á samfélagsmiðlinum Facebook og hefur færsla hennar vakið mikla athygli. „Enginn sem ég hitti þarna (flestir Frakkar og Þjóðverjar) taldi þetta í anda upplifunar náttúrulauga. Hvers vegna er verið að dekstra spéhrædda þarna? Fari fólk annað ef Landmannalaugar henta því ekki,“ skrifar Karen. Ýmsir leggja orð í belg, meðal annars Soffía Sigurgeirsdóttir, kollegi Karenar. Hún segir framkvæmdina óskiljanlega. Skilveggirnir eyðileggi útsýni þeirra sem eru í sundlauginni. „Eina vitið er að setja upp svipaða veggi og gert var í Reykjadalnum. Þetta þarf ekki að vera flókið!“ Karen segist vera hjartanlega sammála Soffíu. Að skipuleggja slíka framkvæmd í Landmannalaugum sé nær ógerningur. „Því þú þarft að hafa svo brjálæðislega mikið samráð við alla. Ég ætlaði að taka mynd úr lauginni, sem hefði verið best af því að þetta skyggir á allt,“ segir Karen. Inngangar klefanna snúi auk þess að lauginni og segist Karen því ekki átta sig á því hvernig það eigi að henta spéhræddum. Þar að auki sé fólk almennt ekki nakið í Landmannalaugum. Ekki einkennismerki Íslendinga að vera spéhræddir „Ég hef aldrei séð neinn nakinn þarna, maður er bara með handklæði utan um sig. Þetta fór svo í taugarnar á mér að ég tók alveg nett mótþróakast,“ segir Karen hlæjandi. Það sé ekki þekkt einkennismerki Íslendinga að vera spéhrædd. „Ég hef mikið velt þessu fyrir mér. Það eru ekkert margar þjóðir sem eru viðkvæmar fyrir nekt. Langflestir í Landmannalaugum eru Frakkar og við vitum að þeir eru frjálslyndastir af öllum, svo er mikið af Þjóðverjum þarna og Finnum sem hafa ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Líklega séu fáar þjóðir spéhræddar. „Nema kannski Bandaríkjamenn, sem eru gjarnan þekktari fyrir einhverskonar þannig tepruskap,“ segir Karen á léttum nótum. Þá kveðst Karen aldrei hafa séð í Landmannalaugum. „Ég hef aldrei séð Bandaríkjamenn í Landmannalaugum. Þar að auki er baðaðstaða á klósettunum. Það er allt heimskulegt við þetta.“ Unnið er að því að smíða klefana. Karen Kjartansdóttir Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Rangárþing ytra Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
„Það kemur mér rosalega á óvart hvað það er klaufalega staðið að þessu,“ segir Karen í samtali við Vísi. Hún vekur athygli á nýjum búningsklefum á samfélagsmiðlinum Facebook og hefur færsla hennar vakið mikla athygli. „Enginn sem ég hitti þarna (flestir Frakkar og Þjóðverjar) taldi þetta í anda upplifunar náttúrulauga. Hvers vegna er verið að dekstra spéhrædda þarna? Fari fólk annað ef Landmannalaugar henta því ekki,“ skrifar Karen. Ýmsir leggja orð í belg, meðal annars Soffía Sigurgeirsdóttir, kollegi Karenar. Hún segir framkvæmdina óskiljanlega. Skilveggirnir eyðileggi útsýni þeirra sem eru í sundlauginni. „Eina vitið er að setja upp svipaða veggi og gert var í Reykjadalnum. Þetta þarf ekki að vera flókið!“ Karen segist vera hjartanlega sammála Soffíu. Að skipuleggja slíka framkvæmd í Landmannalaugum sé nær ógerningur. „Því þú þarft að hafa svo brjálæðislega mikið samráð við alla. Ég ætlaði að taka mynd úr lauginni, sem hefði verið best af því að þetta skyggir á allt,“ segir Karen. Inngangar klefanna snúi auk þess að lauginni og segist Karen því ekki átta sig á því hvernig það eigi að henta spéhræddum. Þar að auki sé fólk almennt ekki nakið í Landmannalaugum. Ekki einkennismerki Íslendinga að vera spéhræddir „Ég hef aldrei séð neinn nakinn þarna, maður er bara með handklæði utan um sig. Þetta fór svo í taugarnar á mér að ég tók alveg nett mótþróakast,“ segir Karen hlæjandi. Það sé ekki þekkt einkennismerki Íslendinga að vera spéhrædd. „Ég hef mikið velt þessu fyrir mér. Það eru ekkert margar þjóðir sem eru viðkvæmar fyrir nekt. Langflestir í Landmannalaugum eru Frakkar og við vitum að þeir eru frjálslyndastir af öllum, svo er mikið af Þjóðverjum þarna og Finnum sem hafa ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Líklega séu fáar þjóðir spéhræddar. „Nema kannski Bandaríkjamenn, sem eru gjarnan þekktari fyrir einhverskonar þannig tepruskap,“ segir Karen á léttum nótum. Þá kveðst Karen aldrei hafa séð í Landmannalaugum. „Ég hef aldrei séð Bandaríkjamenn í Landmannalaugum. Þar að auki er baðaðstaða á klósettunum. Það er allt heimskulegt við þetta.“ Unnið er að því að smíða klefana. Karen Kjartansdóttir
Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Rangárþing ytra Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira