Skemmtiferðaskip eiga að vera ávinningur fyrir samfélög – þörf á breyttri nálgun á nýrri auðlind Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 19. júlí 2023 15:01 Ásókn skemmtiferðaskipa til Íslands hefur tekið stökk eftir kóvið. Íslenskar hafnir sem eru eftirsóknarverðar í þessum tilgangi eru orðnar einskonar auðlind, jafnvel takmörkuð auðlind. Það er okkar tækifæri að þessi nýja auðlind norður í höfum getur skilað miklum hagnaði, líklega milljörðum á ári. Auðlindina þarf því að nýta vel eins og aðrar auðlindir og fá sem mest út úr henni fyrir viðkomandi samfélög. Í hafnarlögum segir hins vegar í 16. grein: Tekjum og eignum hafnar sem rekin er skv. 1. og 2. tölul. 8. gr. {innskot höfundar: hafnir í eigu sveitarfélaga} má einungis verja í þágu hafnarinnar. Þetta þýðir að það er bannað samkvæmt lögum að hagnaður af hafnarþjónustu við skemmtiferðaskip renni til samfélagsins í gegnum sveitarfélagagið sem á höfnina. Þetta lagaákvæði var sett áður en skemmtiferðaskip urðu algeng í höfnun Íslands og er skiljanlegt í því ljósi að hafnir þjónuðu mest fiskiskipum og flutningaskipum. Ekki var æskilegt að sveitarsjóðir misnotuðu aðstöðu sína og notuðu hafnir sem beina tekjulind með óþarfa álögum á hafnarstarfsemi. Þessu lagaákvæði þarf að breyta í ljósi breyttra tíma þannig að hagnaður af þjónustu við skemmtiferðaskip megi renna til viðkomandi samfélags. Að hagnaðurinn af auðlindinni megi renna til almennings. Það er allra hagur að það sé sátt um þessa starfsemi. Til að ná slíkri sátt þarf að koma á móts við heimamenn. Það þarf að vera þannig að íbúar í hafnarbyggðum líti á skemmtiferðaskip sem siglir inn fjörðinn sem eitthvað sem eykur þeirra eigin hag en ekki bara eitthvað sem veldur ágangi og mengun. En þannig hefur umræðan á Ísafirði og Akureyri verið. Mengun skemmtiferðaskipa er síðan mál sem á margar hliðar. Það er kaldhæðnislegt að ef minni mengunarvarnarbúnaður væri í skipunum sæist mengunin minna og væri þá líklega minna kvartað yfir henni. Með því að setja díselútblásturinn í sturtu áður en hann fer út í andrúmsloftið minnkar mengunin en gufan sem myndast gerir útblásturinn sjáanlegri. Mengun frá skemmtiferðaskipum er hins vegar heims (glóbal) vandamál eins og útblástur frá öðrum díselvélum en ekki staðbundið (lókal) vandamál. Til að minnka mengun í þessari atvinnugrein þyrfti helst alþjóðlegar aðgerðir svo sem alþjóðlegan mengunarskatt. Almennt ætti að nota skatta í meira mæli til að stuðla að loftlagsmarkmiðum. En hvort skemmtiferðaskip eru meira mengandi ferðamáti en aðrir svo sem flug er ekki augljóst. Það sem við getum gert ein og sér hér á landi er að hækka gjöld á þau skip sem menga mest en umbuna þeim sem menga minna og hefur stefnan verið sett á slíka taxtabreytingu. Það er líka hægt að skylda skip sem hingað koma til að tengjast rafmagni í landi á meðan þau liggja við bryggju. Það minnkar útblástur. Slíkur búnaður er hins vegar óhemju dýr og setur auka álag á raforkukerfið. Notandinn þarf að standa undir þessum kostnaði, þ.e.a.s. skipið sem leggst að bryggju þarf að greiða nægilega mikið fyrir rafmagnið til að það standi undir búnaðinum. Vonandi verður þetta framtíðin en um þessar mundir eru margar spurningar varðandi landtenginu. Hvar eru sársaukamörk í verði á landrafmagni? Munu útgerðir skemmtiferðaskipa sækjast eftir landtengingu við grænt rafmagn til að auka orðspor sitt þrátt fyrir hátt verð? Er þetta skilvirkasta leiðin til að minnka útblástur eða myndi sama upphæð sett í önnur umhverfisverkefni minnka útblástur margfalt meira? Með öðrum orðum: getur mengunargjald sem notað yrði í önnur umhverfisverkefni gefið meiri minnkun í losun gróðurhúsaáhrifa en samsvarandi gjald fyrir landtengingu? Eða er landtenging ekki svarið heldur að skylda skipin til að kaupa lífolíu sem við myndum framleiða með repjurækt? Þetta eru allt spurningar sem þarf að leyta svara við. Þær eru allar hluti af því að nýta þessa óvæntu auðlind sem best í þágu almennings og samfélags. Það er stóra verkefnið. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri og stjórnarmaður í Hafnarsamlagi Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Ásókn skemmtiferðaskipa til Íslands hefur tekið stökk eftir kóvið. Íslenskar hafnir sem eru eftirsóknarverðar í þessum tilgangi eru orðnar einskonar auðlind, jafnvel takmörkuð auðlind. Það er okkar tækifæri að þessi nýja auðlind norður í höfum getur skilað miklum hagnaði, líklega milljörðum á ári. Auðlindina þarf því að nýta vel eins og aðrar auðlindir og fá sem mest út úr henni fyrir viðkomandi samfélög. Í hafnarlögum segir hins vegar í 16. grein: Tekjum og eignum hafnar sem rekin er skv. 1. og 2. tölul. 8. gr. {innskot höfundar: hafnir í eigu sveitarfélaga} má einungis verja í þágu hafnarinnar. Þetta þýðir að það er bannað samkvæmt lögum að hagnaður af hafnarþjónustu við skemmtiferðaskip renni til samfélagsins í gegnum sveitarfélagagið sem á höfnina. Þetta lagaákvæði var sett áður en skemmtiferðaskip urðu algeng í höfnun Íslands og er skiljanlegt í því ljósi að hafnir þjónuðu mest fiskiskipum og flutningaskipum. Ekki var æskilegt að sveitarsjóðir misnotuðu aðstöðu sína og notuðu hafnir sem beina tekjulind með óþarfa álögum á hafnarstarfsemi. Þessu lagaákvæði þarf að breyta í ljósi breyttra tíma þannig að hagnaður af þjónustu við skemmtiferðaskip megi renna til viðkomandi samfélags. Að hagnaðurinn af auðlindinni megi renna til almennings. Það er allra hagur að það sé sátt um þessa starfsemi. Til að ná slíkri sátt þarf að koma á móts við heimamenn. Það þarf að vera þannig að íbúar í hafnarbyggðum líti á skemmtiferðaskip sem siglir inn fjörðinn sem eitthvað sem eykur þeirra eigin hag en ekki bara eitthvað sem veldur ágangi og mengun. En þannig hefur umræðan á Ísafirði og Akureyri verið. Mengun skemmtiferðaskipa er síðan mál sem á margar hliðar. Það er kaldhæðnislegt að ef minni mengunarvarnarbúnaður væri í skipunum sæist mengunin minna og væri þá líklega minna kvartað yfir henni. Með því að setja díselútblásturinn í sturtu áður en hann fer út í andrúmsloftið minnkar mengunin en gufan sem myndast gerir útblásturinn sjáanlegri. Mengun frá skemmtiferðaskipum er hins vegar heims (glóbal) vandamál eins og útblástur frá öðrum díselvélum en ekki staðbundið (lókal) vandamál. Til að minnka mengun í þessari atvinnugrein þyrfti helst alþjóðlegar aðgerðir svo sem alþjóðlegan mengunarskatt. Almennt ætti að nota skatta í meira mæli til að stuðla að loftlagsmarkmiðum. En hvort skemmtiferðaskip eru meira mengandi ferðamáti en aðrir svo sem flug er ekki augljóst. Það sem við getum gert ein og sér hér á landi er að hækka gjöld á þau skip sem menga mest en umbuna þeim sem menga minna og hefur stefnan verið sett á slíka taxtabreytingu. Það er líka hægt að skylda skip sem hingað koma til að tengjast rafmagni í landi á meðan þau liggja við bryggju. Það minnkar útblástur. Slíkur búnaður er hins vegar óhemju dýr og setur auka álag á raforkukerfið. Notandinn þarf að standa undir þessum kostnaði, þ.e.a.s. skipið sem leggst að bryggju þarf að greiða nægilega mikið fyrir rafmagnið til að það standi undir búnaðinum. Vonandi verður þetta framtíðin en um þessar mundir eru margar spurningar varðandi landtenginu. Hvar eru sársaukamörk í verði á landrafmagni? Munu útgerðir skemmtiferðaskipa sækjast eftir landtengingu við grænt rafmagn til að auka orðspor sitt þrátt fyrir hátt verð? Er þetta skilvirkasta leiðin til að minnka útblástur eða myndi sama upphæð sett í önnur umhverfisverkefni minnka útblástur margfalt meira? Með öðrum orðum: getur mengunargjald sem notað yrði í önnur umhverfisverkefni gefið meiri minnkun í losun gróðurhúsaáhrifa en samsvarandi gjald fyrir landtengingu? Eða er landtenging ekki svarið heldur að skylda skipin til að kaupa lífolíu sem við myndum framleiða með repjurækt? Þetta eru allt spurningar sem þarf að leyta svara við. Þær eru allar hluti af því að nýta þessa óvæntu auðlind sem best í þágu almennings og samfélags. Það er stóra verkefnið. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri og stjórnarmaður í Hafnarsamlagi Norðurlands.