Systir Ásu Ellerup: „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 19. júlí 2023 18:16 Líkt og fram kom í frétt Vísis um daginn er hin 59 ára gamla Ása ekki grunuð um aðkomu að morðunum. Samsett Fjölskylda Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, hefur enga hugmynd um hver staðan er á henni þessa dagana eða hvar hún er niðurkomin. Þetta kemur fram í frétt á vef Daily Mail þar sem rætt er við Jóhönnu Ellerup, systur Ásu og mágkonu Heuermann. Rex Heuermann var handtekinn í New York þann 13. júlí síðastliðinn og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur. Hann er einnig grunaður um að hafa myrt þá fjórðu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af eiginkonu hans, Ásu Ellerup. Heuermenn hefur lýst yfir yfir sakleysi sínu í málinu. Fram kemur í frétt sem birtist á vef Daily Mail fyrr í dag að Jóhanna, systir Ásu, sé lyfjafræðingur og búsett í tólf kílómetra fjarlægð frá heimili systur sinnar og Heuermann á Long Island. Hún segist ekkert hafa heyrt í Ásu síðan Heuermann lýsti yfir sakleysi sínu. „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni, og við erum ekki með neitt heimilisfang á hana. Við vitum ekkert,“ segir Jóhanna í samtali við blaðamann Daily Mail. „Ég get svarið það, við vitum ekkert meira en þið. Við vitum ekki neitt.“ Bandarískir miðlar hafa greint frá því að Ása hafi verið viðstödd þegar Heuermann mætti fyrir dóm og lýsti yfir sakleysi sínu.Facebook Blaðamaður Daily Mail, sem ræddi við Jóhönnu á heimili hennar segir föður Jóhönnu einnig hafa verið staddan þar þegar viðtalið fór fram. Að sögn Jóhönnu er málið „yfirþyrmandi“ fyrir föður hennar. Líkt og fram kom í frétt Vísis um daginn er hin 59 ára gamla Ása ekki grunuð um aðkomu að morðunum. Samkvæmt gæsluvarðhaldskröfu saksóknara var hún stödd á Íslandi þegar ein konan var myrt og ekki heima þegar hinar tvær voru myrtar. Fjölmiðlar ytra eins og New York Post og Daily Mail hafa nafngreint Ásu og birt myndir af henni. Post hefur eftir nágrönnum hjónanna að þau hafi alið upp tvö börn en Ása Ellerup er önnur eiginkona hans og saman eiga þau eina dóttur. Samkvæmt frétt Post átti Ása annað barn úr fyrra sambandi. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að Ása hafi verið viðstödd þegar Heuermann mætti fyrir dóm og lýsti yfir sakleysi sínu. Í samtali við CNN síðastliðinn mánudag sagði Erin Burnett lögreglustjóri í Suffolk að miðað við viðbrögð Ásu og barnanna þegar þeim var greint frá brotum Heuermann þá sé ólíklegt að þau hafi haft nokkra vitneskju um málin. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Erlend sakamál Tengdar fréttir Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 15. júlí 2023 23:59 Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Skæður raðmorðingi loks gómaður Lögreglan í New York hefur handtekið mann sem grunaður er um aðild að „Morðunum á Gilgo Beach“ svokölluðu. Hann er talinn hafa myrt nokkrar konur en líkamsleifar ellefu manns hafa fundist við rannsókn morðanna frá árinu 2010. 14. júlí 2023 14:20 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Rex Heuermann var handtekinn í New York þann 13. júlí síðastliðinn og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur. Hann er einnig grunaður um að hafa myrt þá fjórðu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af eiginkonu hans, Ásu Ellerup. Heuermenn hefur lýst yfir yfir sakleysi sínu í málinu. Fram kemur í frétt sem birtist á vef Daily Mail fyrr í dag að Jóhanna, systir Ásu, sé lyfjafræðingur og búsett í tólf kílómetra fjarlægð frá heimili systur sinnar og Heuermann á Long Island. Hún segist ekkert hafa heyrt í Ásu síðan Heuermann lýsti yfir sakleysi sínu. „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni, og við erum ekki með neitt heimilisfang á hana. Við vitum ekkert,“ segir Jóhanna í samtali við blaðamann Daily Mail. „Ég get svarið það, við vitum ekkert meira en þið. Við vitum ekki neitt.“ Bandarískir miðlar hafa greint frá því að Ása hafi verið viðstödd þegar Heuermann mætti fyrir dóm og lýsti yfir sakleysi sínu.Facebook Blaðamaður Daily Mail, sem ræddi við Jóhönnu á heimili hennar segir föður Jóhönnu einnig hafa verið staddan þar þegar viðtalið fór fram. Að sögn Jóhönnu er málið „yfirþyrmandi“ fyrir föður hennar. Líkt og fram kom í frétt Vísis um daginn er hin 59 ára gamla Ása ekki grunuð um aðkomu að morðunum. Samkvæmt gæsluvarðhaldskröfu saksóknara var hún stödd á Íslandi þegar ein konan var myrt og ekki heima þegar hinar tvær voru myrtar. Fjölmiðlar ytra eins og New York Post og Daily Mail hafa nafngreint Ásu og birt myndir af henni. Post hefur eftir nágrönnum hjónanna að þau hafi alið upp tvö börn en Ása Ellerup er önnur eiginkona hans og saman eiga þau eina dóttur. Samkvæmt frétt Post átti Ása annað barn úr fyrra sambandi. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að Ása hafi verið viðstödd þegar Heuermann mætti fyrir dóm og lýsti yfir sakleysi sínu. Í samtali við CNN síðastliðinn mánudag sagði Erin Burnett lögreglustjóri í Suffolk að miðað við viðbrögð Ásu og barnanna þegar þeim var greint frá brotum Heuermann þá sé ólíklegt að þau hafi haft nokkra vitneskju um málin.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Erlend sakamál Tengdar fréttir Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 15. júlí 2023 23:59 Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Skæður raðmorðingi loks gómaður Lögreglan í New York hefur handtekið mann sem grunaður er um aðild að „Morðunum á Gilgo Beach“ svokölluðu. Hann er talinn hafa myrt nokkrar konur en líkamsleifar ellefu manns hafa fundist við rannsókn morðanna frá árinu 2010. 14. júlí 2023 14:20 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 15. júlí 2023 23:59
Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06
Skæður raðmorðingi loks gómaður Lögreglan í New York hefur handtekið mann sem grunaður er um aðild að „Morðunum á Gilgo Beach“ svokölluðu. Hann er talinn hafa myrt nokkrar konur en líkamsleifar ellefu manns hafa fundist við rannsókn morðanna frá árinu 2010. 14. júlí 2023 14:20