Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2023 11:47 Miklar skemmdir urðu á altari í austurhluta dómkikrjunnar. AP/Jae C. Hong Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. Frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi sem tryggði örugga flutninga á korni og áburði frá Úkraínu í síðustu viku hafa þeir haldið uppi látlausum loftárásum á Odessa, helstu útflutningsborg Úkraínumanna við Svartahaf. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir Rússa hafa skotið 19 eldflaugum af ýmsum gerðum að borginni í gærdag, í þeim tilgangi að rugla loftvarnakerfi borgarinnar sem á erfiðara með að verjast árásum margra tegunda eldflauga í einu. Íbúar Odessa hófu strax í morgun að hreinsa til í rústunum af hluta dómkirkjunnar. Bolsevikkar rændu öllum verðmætum úr kirkjunni árið 1936 en hún var síðan endurbyggð eftir að Úkraína fékk sjálfstæði við fall Sovétríkjanna.AP/Jae C. Hong Börn á aldrinum ellefu, tólf og sautján ára hafi verið meðal særðra. Ein eldflauganna sprakk við eitt af altörum dómkirkju rétttrúnaðarkirkjunnar í Odessa. Zelensky segir Rússa ekki aðeins ráðast á borgir, þorp og fólk heldur á undirstöður evrópskrar menningar. Á þessari drónamynd sést að miklar skemmdir urðu á kirkjunni við loftárásir Rússa í gærkvöldi og nótt.AP/Libkos „Í nótt urðu tæplega 50 byggingar fyrir skemmdum, þeirra á meðal tuttugu og fimm sögulegar byggingar í miðborginni. Hluti hennar er á heimsminjaskrá UNESCO,“ sagði Zelensky í ávarpi í gærkvöldi. Rússar segja Úkráinumenn hafa gert tvær drónaárásir á Moskvu í morgun. Annar dróninn hafi lent á skrifstofubyggingu í suðurhluta höfuðborgarinnar Moskvu. Ekkert manntjón hafi orðið en nokkrar af efstu hæðum byggingarinnar væru mikið skemmdar. Hinn dróninn hafi lent í nágrenni varnarmálaráðuneytisins. Þá segja Rússar Úkraínumenn einnig hafa gert drónaárás á Krímskaga. Engar nánari fréttir eru af þeirri árás, aðrar en þær að fólki hafi verið skipað að yfirgefa tiltekið svæði á Krím. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. 24. júlí 2023 08:11 Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi sem tryggði örugga flutninga á korni og áburði frá Úkraínu í síðustu viku hafa þeir haldið uppi látlausum loftárásum á Odessa, helstu útflutningsborg Úkraínumanna við Svartahaf. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir Rússa hafa skotið 19 eldflaugum af ýmsum gerðum að borginni í gærdag, í þeim tilgangi að rugla loftvarnakerfi borgarinnar sem á erfiðara með að verjast árásum margra tegunda eldflauga í einu. Íbúar Odessa hófu strax í morgun að hreinsa til í rústunum af hluta dómkirkjunnar. Bolsevikkar rændu öllum verðmætum úr kirkjunni árið 1936 en hún var síðan endurbyggð eftir að Úkraína fékk sjálfstæði við fall Sovétríkjanna.AP/Jae C. Hong Börn á aldrinum ellefu, tólf og sautján ára hafi verið meðal særðra. Ein eldflauganna sprakk við eitt af altörum dómkirkju rétttrúnaðarkirkjunnar í Odessa. Zelensky segir Rússa ekki aðeins ráðast á borgir, þorp og fólk heldur á undirstöður evrópskrar menningar. Á þessari drónamynd sést að miklar skemmdir urðu á kirkjunni við loftárásir Rússa í gærkvöldi og nótt.AP/Libkos „Í nótt urðu tæplega 50 byggingar fyrir skemmdum, þeirra á meðal tuttugu og fimm sögulegar byggingar í miðborginni. Hluti hennar er á heimsminjaskrá UNESCO,“ sagði Zelensky í ávarpi í gærkvöldi. Rússar segja Úkráinumenn hafa gert tvær drónaárásir á Moskvu í morgun. Annar dróninn hafi lent á skrifstofubyggingu í suðurhluta höfuðborgarinnar Moskvu. Ekkert manntjón hafi orðið en nokkrar af efstu hæðum byggingarinnar væru mikið skemmdar. Hinn dróninn hafi lent í nágrenni varnarmálaráðuneytisins. Þá segja Rússar Úkraínumenn einnig hafa gert drónaárás á Krímskaga. Engar nánari fréttir eru af þeirri árás, aðrar en þær að fólki hafi verið skipað að yfirgefa tiltekið svæði á Krím.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. 24. júlí 2023 08:11 Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. 24. júlí 2023 08:11
Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15