Hrakin úr bænum eftir að þau greindu frá nasistakveðjum nemenda Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. júlí 2023 13:10 Laura Nickel og Max Teske vöktu athygli á öfgafullri hegðun í skólanum Mina Witkojc og fengu í staðinn skammir og hótanir. AP/Markus Schreiber Tveir menntaskólakennarar voru hraktir úr bænum Burg í austurhluta Þýskalands eftir að þau birtu opinbert bréf í dagblöðum bæjarins þar sem þau lýstu eitruðu andrúmslofti, ofbeldi og nasistakveðjum nemenda í skólanum sem þau kenndu við. Laura Nickel er 34 ára og kenndi ensku og sögu í Mina Witkojc-skólann í Burg en hinn 31 árs gamli Max Teske hafði starfað þar í þrjú ár og kenndi stærðfræði og landafræði. Saman reyndu þau allt hvað þau gátu til að hefta framgöngu öfgafullra skoðana og hegðunar nemenda sinna. Eineltisseggir sem vildu lúskra á innflytjendum sem gengu í skólann fengu ráðgjöf hjá kennurunum. Þau fjölguðu kennslustundum um nasíska fortíð Þýskalands og buðu hörundsdökkum rappara að ræða við börnin um tillitssemi og virðingu. En ekkert af þessu gekk og þau ákváðu þá að birta opinbert bréf í dagblöðum bæjarins þar sem þau greindu frá nasistakveðjum barnanna, hakakrosskroti í skólastofum og spilun barnanna á rasískri tónlist á göngum skólans. Bærinn Burg er um 116 kílómetra suðaustan af Berlín og búa rúmlega fjögur þúsund manns þar.AP/Markus Schreiber Kröfur um uppsagnir og nafnlausar hótanir Í bréfinu skrifuðu þau að „kennarar og nemendur sem berjast opinberlega gegn öfga-hægri-skoðunum“ í skólanum óttuðust um öryggi sitt. „Það þarf að gangast við vandamálinu og berjast opinberlega gegn því. Skólar eiga að vera staðir sem eru lausir við ótta, án hleypidóma og öryggir og mega ekki vera staður fyrir óvini lýðræðis,“ sagði einnig í bréfinu. „Drullið ykkur til Berlínar,“ stóð á límmiðum sem voru límdir á ljósastaura í Burg.AP/Markus Schreiber Þau óraði þó ekki fyrir viðbrögðunum sem þau myndu fá við birtingu bréfsins. Nafnlaus hópur foreldra sendi bréf á skólann og krafðist þess að kennurunum yrði sagt upp. Límmiðar sem stóð á „Drullið ykkur til Berlínar“ voru límdir á ljósastaura í nágrenni við skólann og á samfélagsmiðlum hótaði einstaklingur því að hafa upp á þeim. Þegar þau sáu hve lítinn stuðning kollegar, skólastjóri og aðrir stjórnendur sýndu þeim ákváðu þau að yfirgefa bæði skólann og bæinn sem liggur suðaustan af Berlín. „Öfga-hægri yfirlýsingar, verknaður og slagorð, hómófóbía og kynjamismunun voru og eru helstu mál á dagskrá í þessum skóla,“ sagði hin 34 ára gamla Nickel, sem hafði starfað við skólann í fjögur ár, í viðtali við AP um stöðuna í skólanum. Þýskaland Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Laura Nickel er 34 ára og kenndi ensku og sögu í Mina Witkojc-skólann í Burg en hinn 31 árs gamli Max Teske hafði starfað þar í þrjú ár og kenndi stærðfræði og landafræði. Saman reyndu þau allt hvað þau gátu til að hefta framgöngu öfgafullra skoðana og hegðunar nemenda sinna. Eineltisseggir sem vildu lúskra á innflytjendum sem gengu í skólann fengu ráðgjöf hjá kennurunum. Þau fjölguðu kennslustundum um nasíska fortíð Þýskalands og buðu hörundsdökkum rappara að ræða við börnin um tillitssemi og virðingu. En ekkert af þessu gekk og þau ákváðu þá að birta opinbert bréf í dagblöðum bæjarins þar sem þau greindu frá nasistakveðjum barnanna, hakakrosskroti í skólastofum og spilun barnanna á rasískri tónlist á göngum skólans. Bærinn Burg er um 116 kílómetra suðaustan af Berlín og búa rúmlega fjögur þúsund manns þar.AP/Markus Schreiber Kröfur um uppsagnir og nafnlausar hótanir Í bréfinu skrifuðu þau að „kennarar og nemendur sem berjast opinberlega gegn öfga-hægri-skoðunum“ í skólanum óttuðust um öryggi sitt. „Það þarf að gangast við vandamálinu og berjast opinberlega gegn því. Skólar eiga að vera staðir sem eru lausir við ótta, án hleypidóma og öryggir og mega ekki vera staður fyrir óvini lýðræðis,“ sagði einnig í bréfinu. „Drullið ykkur til Berlínar,“ stóð á límmiðum sem voru límdir á ljósastaura í Burg.AP/Markus Schreiber Þau óraði þó ekki fyrir viðbrögðunum sem þau myndu fá við birtingu bréfsins. Nafnlaus hópur foreldra sendi bréf á skólann og krafðist þess að kennurunum yrði sagt upp. Límmiðar sem stóð á „Drullið ykkur til Berlínar“ voru límdir á ljósastaura í nágrenni við skólann og á samfélagsmiðlum hótaði einstaklingur því að hafa upp á þeim. Þegar þau sáu hve lítinn stuðning kollegar, skólastjóri og aðrir stjórnendur sýndu þeim ákváðu þau að yfirgefa bæði skólann og bæinn sem liggur suðaustan af Berlín. „Öfga-hægri yfirlýsingar, verknaður og slagorð, hómófóbía og kynjamismunun voru og eru helstu mál á dagskrá í þessum skóla,“ sagði hin 34 ára gamla Nickel, sem hafði starfað við skólann í fjögur ár, í viðtali við AP um stöðuna í skólanum.
Þýskaland Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira