Kemur að lokuðum dyrum hjá Menntasjóði og útskriftin í hættu Máni Snær Þorláksson skrifar 25. júlí 2023 13:48 Útskrift Guðrúnar Helgu er nú í hættu þar sem hún fær ekki lán frá Menntasjóði námsmanna fyrir síðasta árinu í skólanum. Aðsend Guðrún Helga Ástudóttir, sem stundar háskólanám við sviðstjórn í Bretlandi, fær ekki námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir síðasta árinu í draumanáminu. Útskriftin er því í hættu en Guðrún segist ekki fá mikla hjálp frá stofnuninni. Fyrir tveimur árum síðan sótti Guðrún um námslán í gegnum Menntasjóð námsmanna. Hún segir að þá hafi sjóðurinn sagt við sig að hún geti fengið lán fyrir öllum skólagjöldunum. Það hafi svo komið í ljós fyrir nokkrum vikum síðan að hún er búin með kvótann sinn. Hún fái því ekki lán fyrir síðasta árinu í skólanum. „Ef ég borga ekki það ár þá get ég ekki útskrifast,“ segir Guðrún í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en DV vakti athygli á máli hennar á dögunum. Guðrún segist hafa sent alls konar spurningar á Menntasjóð til að finna út úr því hvernig hún geti greitt fyrir síðasta árið, hvort hún geti fengið styrk eða eitthvað slíkt. „Vegna þess að námið mitt er ekki kennt á Íslandi og í raun engin leið til að stunda það öðruvísi en að fara til Bretlands eða Bandaríkjanna.“ Hún kom þó að lokuðum dyrum hjá stofnuninni. „Það kemur ekki til greina, það er ekkert í boði fyrir nám sem er ekki kennt á Íslandi. Ekki styrkir og í rauninni engar útskýringar heldur.“ Fleiri hafi verið í sömu stöðu Guðrún segir að Menntasjóður námsmanna láni námsmönnum sem stunda nám erlendis í mesta lagi sex milljónir og þrjú hundruð þúsund krónur. Námið hennar sé dýrara en það en hún hafi sagt sjóðnum það þegar hún sótti um að fá lánið. „Þau samþykktu það í byrjun,“ segir Guðrún en nú sé það komið upp á daginn að kvótinn sé búinn. Guðrún er ekki sú eina sem hefur verið í þessari stöðu. „Það er ein stelpa sem hafði samband við mig og hún lenti í þessu nákvæmlega sama fyrir sex árum síðan. Mér finnst alveg ótrúlegt að eftir sex ár er þetta alveg eins og ekkert búið að breytast,“ segir hún. „Fólk er endalaust að lenda í þessu.“ Þá segir Guðrún að upphæðin sem hún sótti um að fá sé einungis fyrir skólagjöldunum. „Ég fæ ekkert til að borga leigu, mat eða neitt,“ segir hún. „Það er bara þannig, ég veit það alveg og er að vinna í því. En ef þau gætu bara borgað skólagjöldin, það er það eina sem ég bið um.“ Þar sem Guðrún fær ekki lán fyrir skólagjöldunum þarf hún að safna sjálf fyrir kostnaðinum við síðasta árið. Hún hefur sett af stað söfnun á hópfjármögnunarsíðunni GoFundMe til þess. Skóla - og menntamál Bretland Íslendingar erlendis Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Fyrir tveimur árum síðan sótti Guðrún um námslán í gegnum Menntasjóð námsmanna. Hún segir að þá hafi sjóðurinn sagt við sig að hún geti fengið lán fyrir öllum skólagjöldunum. Það hafi svo komið í ljós fyrir nokkrum vikum síðan að hún er búin með kvótann sinn. Hún fái því ekki lán fyrir síðasta árinu í skólanum. „Ef ég borga ekki það ár þá get ég ekki útskrifast,“ segir Guðrún í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en DV vakti athygli á máli hennar á dögunum. Guðrún segist hafa sent alls konar spurningar á Menntasjóð til að finna út úr því hvernig hún geti greitt fyrir síðasta árið, hvort hún geti fengið styrk eða eitthvað slíkt. „Vegna þess að námið mitt er ekki kennt á Íslandi og í raun engin leið til að stunda það öðruvísi en að fara til Bretlands eða Bandaríkjanna.“ Hún kom þó að lokuðum dyrum hjá stofnuninni. „Það kemur ekki til greina, það er ekkert í boði fyrir nám sem er ekki kennt á Íslandi. Ekki styrkir og í rauninni engar útskýringar heldur.“ Fleiri hafi verið í sömu stöðu Guðrún segir að Menntasjóður námsmanna láni námsmönnum sem stunda nám erlendis í mesta lagi sex milljónir og þrjú hundruð þúsund krónur. Námið hennar sé dýrara en það en hún hafi sagt sjóðnum það þegar hún sótti um að fá lánið. „Þau samþykktu það í byrjun,“ segir Guðrún en nú sé það komið upp á daginn að kvótinn sé búinn. Guðrún er ekki sú eina sem hefur verið í þessari stöðu. „Það er ein stelpa sem hafði samband við mig og hún lenti í þessu nákvæmlega sama fyrir sex árum síðan. Mér finnst alveg ótrúlegt að eftir sex ár er þetta alveg eins og ekkert búið að breytast,“ segir hún. „Fólk er endalaust að lenda í þessu.“ Þá segir Guðrún að upphæðin sem hún sótti um að fá sé einungis fyrir skólagjöldunum. „Ég fæ ekkert til að borga leigu, mat eða neitt,“ segir hún. „Það er bara þannig, ég veit það alveg og er að vinna í því. En ef þau gætu bara borgað skólagjöldin, það er það eina sem ég bið um.“ Þar sem Guðrún fær ekki lán fyrir skólagjöldunum þarf hún að safna sjálf fyrir kostnaðinum við síðasta árið. Hún hefur sett af stað söfnun á hópfjármögnunarsíðunni GoFundMe til þess.
Skóla - og menntamál Bretland Íslendingar erlendis Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira