Búið að aflétta öllum takmörkunum á sölu íslenskra upprunaábyrgða Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2023 14:40 Sala upprunaábyrgða skilar umtalsverðum tekjum til framleiðenda grænnar orku. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun Þýskalands (UBA) hefur aflétt banni við sölu upprunaábyrgða raforku frá Íslandi til Þýskalands. Bannið var sett á vegna gruns um að vinnsla grænnar orku væri tvítalin hér á landi en athugun stofnunarinnar hefur leitt í ljós að svo sé ekki. Þar með hefur öllum höftum á viðskipti með íslenskar upprunaábyrgðir verið aflétt. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Landsvirkjun en sú ákvörðun Umhverfisstofnunar Þýskalands að banna innflutninginn er sögð byggja á útflutningsbanni AIB, evrópskra samtaka útgefenda upprunaábyrgða. Því banni var aflétt 1. júlí síðastliðinn, um mánuði eftir að bannið var sett á. Að sögn Landsvirkjunar var bannið rökstutt með því að grunur væri um að stærstu orkunotendur Íslands hefðu fullyrt að þeir notuðu græna orku í starfsemi sinni, án þess að hafa keypt upprunaábyrgðir sem heimiluðu slíkar staðhæfingar. Þetta fæli í sér brot á reglum um upprunaábyrgðir og að vinnsla grænnar orku væri tvítalin. Nánari athugun Umhverfisstofnunar Þýskalands hafi leitt í ljós sú væri raunin ekki hjá íslenskum raforkuframleiðendum. Árlegt verðmæti upprunaábyrgða nemi um tuttugu milljörðum króna AIB tilkynnti 27. apríl síðastliðinn að samtökunum hafi borist vísbendingar um að raforka frá Íslandi hafi verið tvítalin í nóvember í fyrra. Stórnotendur hafi haldið því fram að þeir nýttu sér græna orku án þess að kaupa upprunaábyrgðir og þess í stað hafi upprunaábyrgðir fyrir þá orku verið fluttar úr landi. Í kjölfarið var útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi stöðvaður á meðan krafist var útbóta og Landsneti gefinn kostur á að bregðast við ásökununum en fyrirtækið sér um útgáfu upprunaábyrgðaskírteina á Íslandi og vottun virkjana. Innlend viðskipti með upprunaábyrgðir héldu áfram þrátt fyrir ákvörðun stjórnar AIB. Greint hefur verið frá því að Landsvirkjun áætli að árlegt verðmæti upprunaábyrgða fyrir íslenska raforkuframleiðendur gæti numið tuttugu milljörðum króna á ári haldist verðið á þeim í sömu hæðum og sást í vor. Ætlað að styðja við uppbyggingu á grænum orkugjöfum Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Sala á ábyrgðum er þannig ætlað að auka tekjur fyrirtækja sem framleiða endurnýjanlega orku og standa straum af kostnaði við fjárfestingar í slíkri orkuframleiðslu. Samkvæmt reglum evrópska upprunábyrgðakerfisins mega raforkunotendur aðeins fullyrða að þeir notist við græna orku ef þeir kaupa svonefnd græn skírteini. Sama gildir á Íslandi jafnvel þó að svo gott sem öll raforka sé framleidd með endurnýjanlegum hætti. Fréttin hefur verið uppfærð. Orkumál Loftslagsmál Þýskaland Tengdar fréttir Útflutningsbanni á íslenskum upprunaábyrgðum aflétt Evrópusamtök útgefenda upprunaábyrgða (AIB) hafa frá og með morgundeginum aflétt útflutningsbanni á vottorðum vegna íslenskrar raforku, tæpum mánuði eftir að bannið var sett á. 1. júní 2023 17:33 Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. 3. maí 2023 09:54 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þar með hefur öllum höftum á viðskipti með íslenskar upprunaábyrgðir verið aflétt. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Landsvirkjun en sú ákvörðun Umhverfisstofnunar Þýskalands að banna innflutninginn er sögð byggja á útflutningsbanni AIB, evrópskra samtaka útgefenda upprunaábyrgða. Því banni var aflétt 1. júlí síðastliðinn, um mánuði eftir að bannið var sett á. Að sögn Landsvirkjunar var bannið rökstutt með því að grunur væri um að stærstu orkunotendur Íslands hefðu fullyrt að þeir notuðu græna orku í starfsemi sinni, án þess að hafa keypt upprunaábyrgðir sem heimiluðu slíkar staðhæfingar. Þetta fæli í sér brot á reglum um upprunaábyrgðir og að vinnsla grænnar orku væri tvítalin. Nánari athugun Umhverfisstofnunar Þýskalands hafi leitt í ljós sú væri raunin ekki hjá íslenskum raforkuframleiðendum. Árlegt verðmæti upprunaábyrgða nemi um tuttugu milljörðum króna AIB tilkynnti 27. apríl síðastliðinn að samtökunum hafi borist vísbendingar um að raforka frá Íslandi hafi verið tvítalin í nóvember í fyrra. Stórnotendur hafi haldið því fram að þeir nýttu sér græna orku án þess að kaupa upprunaábyrgðir og þess í stað hafi upprunaábyrgðir fyrir þá orku verið fluttar úr landi. Í kjölfarið var útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi stöðvaður á meðan krafist var útbóta og Landsneti gefinn kostur á að bregðast við ásökununum en fyrirtækið sér um útgáfu upprunaábyrgðaskírteina á Íslandi og vottun virkjana. Innlend viðskipti með upprunaábyrgðir héldu áfram þrátt fyrir ákvörðun stjórnar AIB. Greint hefur verið frá því að Landsvirkjun áætli að árlegt verðmæti upprunaábyrgða fyrir íslenska raforkuframleiðendur gæti numið tuttugu milljörðum króna á ári haldist verðið á þeim í sömu hæðum og sást í vor. Ætlað að styðja við uppbyggingu á grænum orkugjöfum Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Sala á ábyrgðum er þannig ætlað að auka tekjur fyrirtækja sem framleiða endurnýjanlega orku og standa straum af kostnaði við fjárfestingar í slíkri orkuframleiðslu. Samkvæmt reglum evrópska upprunábyrgðakerfisins mega raforkunotendur aðeins fullyrða að þeir notist við græna orku ef þeir kaupa svonefnd græn skírteini. Sama gildir á Íslandi jafnvel þó að svo gott sem öll raforka sé framleidd með endurnýjanlegum hætti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Orkumál Loftslagsmál Þýskaland Tengdar fréttir Útflutningsbanni á íslenskum upprunaábyrgðum aflétt Evrópusamtök útgefenda upprunaábyrgða (AIB) hafa frá og með morgundeginum aflétt útflutningsbanni á vottorðum vegna íslenskrar raforku, tæpum mánuði eftir að bannið var sett á. 1. júní 2023 17:33 Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. 3. maí 2023 09:54 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Útflutningsbanni á íslenskum upprunaábyrgðum aflétt Evrópusamtök útgefenda upprunaábyrgða (AIB) hafa frá og með morgundeginum aflétt útflutningsbanni á vottorðum vegna íslenskrar raforku, tæpum mánuði eftir að bannið var sett á. 1. júní 2023 17:33
Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. 3. maí 2023 09:54