Ég get! Hermundur Sigmundsson og Svava Þ. Hjaltalín skrifa 28. júlí 2023 11:00 -Ég tók áskorun og ég náði henni. Ég er geggjað jákvæður! Þetta eru orð tíu ára drengs sem sigrar hverja áskorunina á fætur annarri í lestrarnámi sínu og upplifir um leið tilfinninguna, „Ég get!“ - Að sjá bros færast yfir andlit barns þegar það upplifir þessa dýrmætu tilfinningu „Ég get!“ er einstaklega gefandi og eflir þann er á í hlut að halda áfram með markvissa þjálfun og halda barni í flæði. Hann getur verið viss um að vera að gera rétt. Áskoranir felast í því að við þurfum að byggja upp þá færni/þekkingu sem fær börnum tilfinninguna að þau geti! Þar eru kennarar og þjálfarar í lykilhlutverki. Áskorun ein og sér dugir þó ekki til, hún þarf að vera rétt og miðað við færni þess einstaklings sem á í hlut svo hún komi af stað flæði og viðkomandi öðlist leikni (e. mastery). Of þungar geta þær valdið kvíða og of léttar leiða, svo að mörgu er að hyggja. Að gefa börnum áskoranir miðað við færni er líklegt til árangurs og þá ekki aðeins á því námssviði sem verið er að þjálfa heldur getur það einnig haft áhrif á líðan og sjálfstraust til hins betra. Vellíðan og árangur haldast í hendur. Það er mikilvægt að kveikja áhuga og hjálpa börnunum að finna ástríðu sína og gefa þeim tækifæri til að þróa hana. Það kostar jafnvel annað hugarfar/gróskuhugarfar og öðruvísi skipulag hjá þeim er stjórna. Menntakerfið má ekki vera ógn, við þurfum að sjá í því tækifæri. Vísindi K. Anders Ericsson (1947-2020), hinn frábæri sænski fræðimaður, leggur áherslu á í kenningu sinni að byggja upp þekkingu og færni með markvissri þjálfun, þar sem stöðumat og eftirfylgni eru tveir af lyklunum. Þjálfun verður aðeins markviss ef staða þess einstaklings á því sviði sem á að þjálfa/bæta sé kunn. Hún er leiðbeinandi þegar næstu skref eru skoðuð í að byggja upp þekkingu og færni viðkomandi. Þessi aðferðarfræði er bæði ríkjandi og meira viðurkennd eða þekkt við kennslu á hljóðfæri, í skákþjálfun og við íþróttaþjálfun en í þjálfun í grunnfærni námsgreina í skólum. Þar virðist hún ekki notuð í eins miklum mæli. Mihaly Csikszentmihalyi (1934-2021), einn af fremstu fræðimönnum heims, leggur áherslu á að áskoranir eiga alltaf að vera í samspili við færni. Þá kemst einstaklingurinn í flæði og öðlast „mastery,“ sem gerir það að verkum að hann eflir tilfinninguna ‘Ég get!’. Carol Dweck (1946- ) prófessor við einn virtasta háskóla Bandaríkjanna ‘Standford University’ hefur í sínum rannsóknum fundið út að einstaklingi er mikilvægt að finna sitt áhugasvið og styrkja það. Hún hefur byggt upp kenningu um hugarfar (e. Mindset) frá 1988 og samkvæmt henni er það að hafa gróskuhugarfar (vaxtarhugarfar) lykill að vellíðan og árangri í lífinu. Út frá kenningum þessara sterku fræðimanna höfum við þróað þetta módel. Hún byggist á fræðum Csikszentmihalyi frá 1975. Þegar er samspil milli áskorana og færni kemst einstaklingur í flæði (e. Flow). Þá upplifir einstaklingur ´mastery´ og tilfinninguna ´Ég get!´. Allt bygggist þetta á fræðum ofangreindra fræðimanna, Ericsson, Csikszentmihalyi og Dweck. Okkar rannsóknir sýna fram á sterkt samspil milli flæði, þrautseigju, ástríðu, og ‘mestringstrú’ (e. self-efficacy) (trú á eigin getu). Við höfum einnig fundið út að afreksmenn í íþróttum hafa sérlega sterka ástríðu og þrautseigju. Háskólanemendur með háar einkunnir, A-B, hafa einnig marktækt hærri ástríðu og þrautseigju en þeir nemendur sem hafa lægri einkunnir. Við erum nú með fleiri rannsóknir í gangi sem skoða bæði unglinga á efstu stigum grunnskólans og í framhaldsskóla. Rannsóknirnar beina helst sjónum sínum að áhugahvöt, ástríðu, þrautseigju, gróskuhugarfari, mestringstrú (trú á eigin getu) og vellíðan. Þar að auki eru í gangi rannsóknir sem tengjast þróun á nettengdri íhlutun. Möguleikar Íhlutun áhugahvatar/gróskuhugarfars: síðustu árin hefur annar pistlahöfundur prófessor Hermundur Sigmundsson ásamt teymi aðstoðarmanna við tækni og vísindaháskólann í Þrándheimi (NTNU) þróað net-íhlutun (online, 35-40 mín.) sem eykur gróskuhugarfar, áhugahvöt og tilfinninguna ‘Ég get!’. Við eigum að leggja mikla áherslu á að vinna með allt unga fólkið okkar, styrkja sjálfsmynd þeirra og trú á eigin getu. Þeirra er framtíðin! Við þurfum öll að leggjast á árarnar. Að efla gróskuhugarfar hjá börnum og unglingum landsins, rétta úr þeim og færa þeim tilfinninguna „Ég get!“ er góð byrjun. Sjáum þau vaxa og dafna í frjóum jarðvegi, eflum mannauð og gefum þeim öllum jöfn tækifæri. Okkar er ábyrgðin. Hermundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Norska tækni - og vísindaháskólann og Háskóla Íslands Svava Þ. Hjaltalín er grunnskólakennari, og verkefnastjóri hjá Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Hermundur Sigmundsson Svava Þ. Hjaltalín Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
-Ég tók áskorun og ég náði henni. Ég er geggjað jákvæður! Þetta eru orð tíu ára drengs sem sigrar hverja áskorunina á fætur annarri í lestrarnámi sínu og upplifir um leið tilfinninguna, „Ég get!“ - Að sjá bros færast yfir andlit barns þegar það upplifir þessa dýrmætu tilfinningu „Ég get!“ er einstaklega gefandi og eflir þann er á í hlut að halda áfram með markvissa þjálfun og halda barni í flæði. Hann getur verið viss um að vera að gera rétt. Áskoranir felast í því að við þurfum að byggja upp þá færni/þekkingu sem fær börnum tilfinninguna að þau geti! Þar eru kennarar og þjálfarar í lykilhlutverki. Áskorun ein og sér dugir þó ekki til, hún þarf að vera rétt og miðað við færni þess einstaklings sem á í hlut svo hún komi af stað flæði og viðkomandi öðlist leikni (e. mastery). Of þungar geta þær valdið kvíða og of léttar leiða, svo að mörgu er að hyggja. Að gefa börnum áskoranir miðað við færni er líklegt til árangurs og þá ekki aðeins á því námssviði sem verið er að þjálfa heldur getur það einnig haft áhrif á líðan og sjálfstraust til hins betra. Vellíðan og árangur haldast í hendur. Það er mikilvægt að kveikja áhuga og hjálpa börnunum að finna ástríðu sína og gefa þeim tækifæri til að þróa hana. Það kostar jafnvel annað hugarfar/gróskuhugarfar og öðruvísi skipulag hjá þeim er stjórna. Menntakerfið má ekki vera ógn, við þurfum að sjá í því tækifæri. Vísindi K. Anders Ericsson (1947-2020), hinn frábæri sænski fræðimaður, leggur áherslu á í kenningu sinni að byggja upp þekkingu og færni með markvissri þjálfun, þar sem stöðumat og eftirfylgni eru tveir af lyklunum. Þjálfun verður aðeins markviss ef staða þess einstaklings á því sviði sem á að þjálfa/bæta sé kunn. Hún er leiðbeinandi þegar næstu skref eru skoðuð í að byggja upp þekkingu og færni viðkomandi. Þessi aðferðarfræði er bæði ríkjandi og meira viðurkennd eða þekkt við kennslu á hljóðfæri, í skákþjálfun og við íþróttaþjálfun en í þjálfun í grunnfærni námsgreina í skólum. Þar virðist hún ekki notuð í eins miklum mæli. Mihaly Csikszentmihalyi (1934-2021), einn af fremstu fræðimönnum heims, leggur áherslu á að áskoranir eiga alltaf að vera í samspili við færni. Þá kemst einstaklingurinn í flæði og öðlast „mastery,“ sem gerir það að verkum að hann eflir tilfinninguna ‘Ég get!’. Carol Dweck (1946- ) prófessor við einn virtasta háskóla Bandaríkjanna ‘Standford University’ hefur í sínum rannsóknum fundið út að einstaklingi er mikilvægt að finna sitt áhugasvið og styrkja það. Hún hefur byggt upp kenningu um hugarfar (e. Mindset) frá 1988 og samkvæmt henni er það að hafa gróskuhugarfar (vaxtarhugarfar) lykill að vellíðan og árangri í lífinu. Út frá kenningum þessara sterku fræðimanna höfum við þróað þetta módel. Hún byggist á fræðum Csikszentmihalyi frá 1975. Þegar er samspil milli áskorana og færni kemst einstaklingur í flæði (e. Flow). Þá upplifir einstaklingur ´mastery´ og tilfinninguna ´Ég get!´. Allt bygggist þetta á fræðum ofangreindra fræðimanna, Ericsson, Csikszentmihalyi og Dweck. Okkar rannsóknir sýna fram á sterkt samspil milli flæði, þrautseigju, ástríðu, og ‘mestringstrú’ (e. self-efficacy) (trú á eigin getu). Við höfum einnig fundið út að afreksmenn í íþróttum hafa sérlega sterka ástríðu og þrautseigju. Háskólanemendur með háar einkunnir, A-B, hafa einnig marktækt hærri ástríðu og þrautseigju en þeir nemendur sem hafa lægri einkunnir. Við erum nú með fleiri rannsóknir í gangi sem skoða bæði unglinga á efstu stigum grunnskólans og í framhaldsskóla. Rannsóknirnar beina helst sjónum sínum að áhugahvöt, ástríðu, þrautseigju, gróskuhugarfari, mestringstrú (trú á eigin getu) og vellíðan. Þar að auki eru í gangi rannsóknir sem tengjast þróun á nettengdri íhlutun. Möguleikar Íhlutun áhugahvatar/gróskuhugarfars: síðustu árin hefur annar pistlahöfundur prófessor Hermundur Sigmundsson ásamt teymi aðstoðarmanna við tækni og vísindaháskólann í Þrándheimi (NTNU) þróað net-íhlutun (online, 35-40 mín.) sem eykur gróskuhugarfar, áhugahvöt og tilfinninguna ‘Ég get!’. Við eigum að leggja mikla áherslu á að vinna með allt unga fólkið okkar, styrkja sjálfsmynd þeirra og trú á eigin getu. Þeirra er framtíðin! Við þurfum öll að leggjast á árarnar. Að efla gróskuhugarfar hjá börnum og unglingum landsins, rétta úr þeim og færa þeim tilfinninguna „Ég get!“ er góð byrjun. Sjáum þau vaxa og dafna í frjóum jarðvegi, eflum mannauð og gefum þeim öllum jöfn tækifæri. Okkar er ábyrgðin. Hermundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Norska tækni - og vísindaháskólann og Háskóla Íslands Svava Þ. Hjaltalín er grunnskólakennari, og verkefnastjóri hjá Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun