Virðisbreyting hífði upp afkomu Íslandsbanka en tekjur undir væntingum

Umtalsverð jákvæð virðisbreyting á lánasafni Íslandsbanka – sem hlutabréfagreinendur sáu ekki fyrir – gerði það að verkum að hagnaður bankans fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi var níu prósentum hærri en meðalspá fimm greinenda. Virðisbreytingin gerði það að verkum að arðsemi eiginfjár var í takt við meðaltalsspá greiningardeilda eða 11,5 prósent. Hlutabréf Íslandsbanka hafa lækkað um 1,2 prósent það sem af er degi.