Frá þessu greinir slúðurmiðillinn TMZ en ekki er langt síðan greint var frá því að Ariana og Ethan væru nýtt par. Neistinn kviknaði milli þeirra við tökur á kvikmyndinni Wicked á síðasta ári en myndin er væntanleg í nóvember 2024.
Ethan Slater er enn giftur Lilly Slater en samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs kom samband Ariönu og Ethan flatt upp á hana og ríkir því kergja á milli þeirra. Ethan Slater er sagður vilja deila forræði á barnungum syni þeirra og vinna þau nú að því að leysa skilnaðarmál.
Ariana Grande stendur sömuleiðis í skilnaði við eiginmann sinn, fasteignasalann Dalton Gomez. Greint var frá því fyrr í mánuðinum að hún hafi sést án giftingarhrings á Wimbeldon mótinu í tennis í London. Grande og Gomez hafa verið skilin að borði og sæng síðan í janúar.
Í frétt TMZ segir enn fremur að Ariana og Ethan vilji ólm hittast en þau hafi verið í sitthvorum borgunum undanfarnar vkur. Hann í New York en hún í Los Angeles.
Bæði hafa þau haldið því staðfastlega fram að sambandið hafi ekki hafist fyrr en þau hafi bæði skilið við maka sína.