Drónar bannaðir en ekki þyrlur: „Þarna leggurðu heilu hóteli inn í miðju friðlandi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. ágúst 2023 06:46 Margrét segir marga furða sig á því að drónaflug sé óheimilt í friðlandinu við Dynjanda vegna fuglalífs á meðan þyrluferðir á vegum skemmtiferðaskipa eru heimilar. Fornleifafræðingur furðar sig á því að skemmtiferðaskipum og þyrlum sé leyfilegt að ferja ferðamenn að Dynjanda í friðlandi í Arnarfirði á meðan drónaflug sé óheimilt á þeim forsendum að það raski friði fugla og manna í friðlandinu. „Þetta er ótrúlega flott skip og á því eru tvær þyrlur og einn kafbátur en við höfum pirrað okkur á því að það sé bannað að vera hér með dróna en allt í lagi að fljúga þyrlum hérna yfir allan Arnarfjörðinn,“ segir Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur við Náttúrustofu Vestfjarða, um skemmtiferðarskip sem heimsótti Dynjanda í dag, í samtali við Vísi. Að sögn Margrétar er um að ræða skemmtiferðaskipið Scenic Eclipse II. Á vef skipafélagsins kemur fram að skipinu sé ætlað að sameina lúxus og ævintýramennsku. Bryti er um borð. Viðskiptavinum er boðið upp á för hringinn í kringum eyjuna á tíu dögum og ef pöntuð væri ferð milli 5. og 14. ágúst kostar hún 8.120 bresk sterlingspund eða því sem nemur rúmum 1,3 milljónum íslenskra króna. Úr kynningarmyndbandi vegna Íslandsferðar með Scenic Eclipse II. Fuglarnir urluðust Margrét hefur ásamt kollegum verið við fornleifarannsóknir skammt frá Arnarfirði, einnig í fyrra og því orðið vitni að komu þó nokkurra skemmtiferðaskipa. „Við erum að grafa hérna og það var stanslaust fram á kvöld þyrluflug yfir fjörðinn í dag. Flugið er ekki mjög lágt en þú getur ímyndað þér áhrifin á fuglalífið þegar þær eru að lenda á skipinu. Þetta er þyrlupallur í miðju friðlendi.“ Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að flug dróna sé með öllu óheimilt við Dynjanda. Vísað er til rannsókna á drónaflugi sem sýna að það geti haft truflandi áhrif á fuglalíf. Fram kemur að í Dynjandisvogi hafi verið skráðar 35 tegundir fugla, þar á meðal nokkrar tegundir sem eru á lista yfir ábyrgðartegundir Íslands og/eða eru á válista. Í Dynjandisvogi hafa verið skráðar 35 tegundir fugla.Vísir/Vilhelm „Við urðum vitni að því þegar fuglarnir urluðust í fyrra, þá vorum við að grafa tölvuvert innar í firðinum. Það hlýtur að þurfa að taka á þessu,“ segir Margrét. „Í fyrra hringdi leiðsögumaður frá Ísafirði í stofnunina til að spyrjast fyrir um þetta þyrluflug í friðlandinu og hann fékk þau svör að það væri það ekki óheimilt. Fólk er alveg rasandi yfir því að þetta skuli vera leyfilegt, vegna þess að allir aðrir ferja ferðamenn frá Ísafirði. Þarna ertu að leggja hóteli inn í miðju friðlandi.“ Ísafjarðarbær Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Vesturbyggð Tengdar fréttir Reisa nýja útsýnispalla og lengja göngustíg við Dynjanda Í sumar verður göngustígur upp að Dynjanda í Arnarfirði lengdur og þremur nýjum útsýnispöllum komið fyrir. Auglýst er eftir framkvæmdaaðila til að annast framkvæmdirnar. 18. maí 2023 09:29 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
„Þetta er ótrúlega flott skip og á því eru tvær þyrlur og einn kafbátur en við höfum pirrað okkur á því að það sé bannað að vera hér með dróna en allt í lagi að fljúga þyrlum hérna yfir allan Arnarfjörðinn,“ segir Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur við Náttúrustofu Vestfjarða, um skemmtiferðarskip sem heimsótti Dynjanda í dag, í samtali við Vísi. Að sögn Margrétar er um að ræða skemmtiferðaskipið Scenic Eclipse II. Á vef skipafélagsins kemur fram að skipinu sé ætlað að sameina lúxus og ævintýramennsku. Bryti er um borð. Viðskiptavinum er boðið upp á för hringinn í kringum eyjuna á tíu dögum og ef pöntuð væri ferð milli 5. og 14. ágúst kostar hún 8.120 bresk sterlingspund eða því sem nemur rúmum 1,3 milljónum íslenskra króna. Úr kynningarmyndbandi vegna Íslandsferðar með Scenic Eclipse II. Fuglarnir urluðust Margrét hefur ásamt kollegum verið við fornleifarannsóknir skammt frá Arnarfirði, einnig í fyrra og því orðið vitni að komu þó nokkurra skemmtiferðaskipa. „Við erum að grafa hérna og það var stanslaust fram á kvöld þyrluflug yfir fjörðinn í dag. Flugið er ekki mjög lágt en þú getur ímyndað þér áhrifin á fuglalífið þegar þær eru að lenda á skipinu. Þetta er þyrlupallur í miðju friðlendi.“ Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að flug dróna sé með öllu óheimilt við Dynjanda. Vísað er til rannsókna á drónaflugi sem sýna að það geti haft truflandi áhrif á fuglalíf. Fram kemur að í Dynjandisvogi hafi verið skráðar 35 tegundir fugla, þar á meðal nokkrar tegundir sem eru á lista yfir ábyrgðartegundir Íslands og/eða eru á válista. Í Dynjandisvogi hafa verið skráðar 35 tegundir fugla.Vísir/Vilhelm „Við urðum vitni að því þegar fuglarnir urluðust í fyrra, þá vorum við að grafa tölvuvert innar í firðinum. Það hlýtur að þurfa að taka á þessu,“ segir Margrét. „Í fyrra hringdi leiðsögumaður frá Ísafirði í stofnunina til að spyrjast fyrir um þetta þyrluflug í friðlandinu og hann fékk þau svör að það væri það ekki óheimilt. Fólk er alveg rasandi yfir því að þetta skuli vera leyfilegt, vegna þess að allir aðrir ferja ferðamenn frá Ísafirði. Þarna ertu að leggja hóteli inn í miðju friðlandi.“
Ísafjarðarbær Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Vesturbyggð Tengdar fréttir Reisa nýja útsýnispalla og lengja göngustíg við Dynjanda Í sumar verður göngustígur upp að Dynjanda í Arnarfirði lengdur og þremur nýjum útsýnispöllum komið fyrir. Auglýst er eftir framkvæmdaaðila til að annast framkvæmdirnar. 18. maí 2023 09:29 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Reisa nýja útsýnispalla og lengja göngustíg við Dynjanda Í sumar verður göngustígur upp að Dynjanda í Arnarfirði lengdur og þremur nýjum útsýnispöllum komið fyrir. Auglýst er eftir framkvæmdaaðila til að annast framkvæmdirnar. 18. maí 2023 09:29