Ísköld framtíðarsýn: ryðjum brautina fyrir skautaíþróttir á Íslandi Bjarni Helgason skrifar 9. ágúst 2023 09:01 Ísland þarf fleiri skautahallir til að skautaíþróttir geti vaxið og dafnað og mætt aukinni eftirspurn. Það vekur athygli að aðeins tvö af sex stærstu sveitarfélögum landsins hafa byggt sér hallir. Við berum okkur gjarnan saman við nágranna okkar á norðurlöndum en við erum þó eftirbátar þeirra þegar kemur að fjölda skautahalla. Finnar og Svíar standa fremst meðal norðurlandaþjóða en Finnland er með 289 Skautahallir, eða 5,2 á hverja 100.000 íbúa og Svíar með 365 skautahallir eða um 3,5 skautahallir á hverja 100.000 íbúa. Svíar og Finnar hafa líka náð lengst allra norðurlanda í íshokkí og skipa sér jafnan meðal fimm efstu þjóða heims, bæði karla og kvenna. Í stærsta sveitarfélagi Íslands, Reykjavík, eru tvær Skautahallir (Laugardalur og Egilshöll) og í fimmta stærsta sveitarfélaginu, Akureyrarbæ, er sú þriðja. Þar með eru skautahallir á Íslandi upptaldar sem gerir um 0.8 skautahöll á hverja 100.000 íbúa. Það er athyglivert að aðeins tvö af sex stærstu sveitarfélögunum hafa byggt sér skautahöll. Engar hallir eru í Kópavogi (annað stærsta með 40.000 íbúa), Hafnarfirði, (þriðja stærsta með 30.000 íbúa) eða Reykjansbæ (fjórða stærsta með 22.000 íbúa). Þó eru öll þessi sveitarfélög miklir íþróttabæir og státa af tveimur stórum og öflugum íþróttafélögum hvert. Akureyrarbær sýnir og sannar að 20.000 manna sveitarfélag með tvö stór íþróttafélög getur vel staðið undir skautahöll en Skautafélag Akureyrar er sigursælasta félag landsins bæði í íshokkí og listskautum og hefur framleitt afreksíþróttafólk í röðum. Samkvæmt IIHF, Alþjóða Íshokkísambandinu, um fjölda skautahalla í löndum heims er Ísland í 47.-53. sæti ásamt Norður-Kóreu, Taívan, Argentínu, Armeníu, Taívan og Króatíu. Fæst þjóðir sem við berum okkur saman við að öllu jöfnu og lítt þekktar í heimi vetraríþrótta. Ísland stendur sig samt mjög vel í íþróttinni og er kvennalandslið Íslands í 27. sæti og karlalandsliðið í 34. sæti heimslista IIHF, langt fyrir ofan stöðu okkar á lista yfir fjölda skautahalla í hverju landi. Íshokkísamband Íslands er með mjög metnaðarfullt starf þrátt fyrir smæð sína, sendir fimm landslið til þáttöku í heimsmeistaramótum um allan heim ár hvert. Það sýnir svart á hvítu að þetta er íþrótt sem við Íslendingar erum góð í. Við ættum að byggja hana upp því við gætum náð enn meiri árangri ef fleiri sveitarfélög byggðu höll með vélfrystu svelli. Rekstur skautahalla er líka öðruvísi en rekstur annar íþróttamannvirkja sem hefur tekjur af því að selja inn á ísinn til almennings til ánægju og heilsubóta – og ekki má gleyma afmælisboðunum sem sívinsælt er að halda þar. Auk þess eru reglulega haldin heimsmeistaramót og komur erlendra afþreyingarliða fjölgar með ári hverju. Skautahallir þurfa því ekki að vera fjárhagsleg byrði á sveitarfélögunum heldur þvert á móti. Boltaíþróttir eru frábærar en henta alls ekki öllum og þekkja margir úr skautaheiminum þá sögu af krökkum sem fundu sig á ísnum eftir að hafa prófað margar af stærri hópíþróttagreinunum. Þess vegna er mikilvægt fyrir öll sveitarfélög að boðið sé upp á fjölbreytt íþróttastarf enda hafa þau flest það á markmiðaskrá. Skautaíþróttir eru frábær viðbót við íþróttaflóru sveitarfélaganna. Ef við færum sænsku eða finnsku leiðina væru um 15-20 skautahallir á Íslandi. En látum okkur duga að byggja þrjár Skautahallir til viðbótar í stóru sveitarfélögunum þremur; Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Þannig eflum við skautaíþróttir, á landinu sem er nú þegar kennt við ís og komum Íslandi á þann stall sem við vorum sett á í heimsþekktu kvikmyndinni Mighty Ducks 2 fyrir tæpum 30 árum síðan. Höfundur er grafískur hönnuður og íshokkípabbi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skautaíþróttir Íþróttir barna Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Ísland þarf fleiri skautahallir til að skautaíþróttir geti vaxið og dafnað og mætt aukinni eftirspurn. Það vekur athygli að aðeins tvö af sex stærstu sveitarfélögum landsins hafa byggt sér hallir. Við berum okkur gjarnan saman við nágranna okkar á norðurlöndum en við erum þó eftirbátar þeirra þegar kemur að fjölda skautahalla. Finnar og Svíar standa fremst meðal norðurlandaþjóða en Finnland er með 289 Skautahallir, eða 5,2 á hverja 100.000 íbúa og Svíar með 365 skautahallir eða um 3,5 skautahallir á hverja 100.000 íbúa. Svíar og Finnar hafa líka náð lengst allra norðurlanda í íshokkí og skipa sér jafnan meðal fimm efstu þjóða heims, bæði karla og kvenna. Í stærsta sveitarfélagi Íslands, Reykjavík, eru tvær Skautahallir (Laugardalur og Egilshöll) og í fimmta stærsta sveitarfélaginu, Akureyrarbæ, er sú þriðja. Þar með eru skautahallir á Íslandi upptaldar sem gerir um 0.8 skautahöll á hverja 100.000 íbúa. Það er athyglivert að aðeins tvö af sex stærstu sveitarfélögunum hafa byggt sér skautahöll. Engar hallir eru í Kópavogi (annað stærsta með 40.000 íbúa), Hafnarfirði, (þriðja stærsta með 30.000 íbúa) eða Reykjansbæ (fjórða stærsta með 22.000 íbúa). Þó eru öll þessi sveitarfélög miklir íþróttabæir og státa af tveimur stórum og öflugum íþróttafélögum hvert. Akureyrarbær sýnir og sannar að 20.000 manna sveitarfélag með tvö stór íþróttafélög getur vel staðið undir skautahöll en Skautafélag Akureyrar er sigursælasta félag landsins bæði í íshokkí og listskautum og hefur framleitt afreksíþróttafólk í röðum. Samkvæmt IIHF, Alþjóða Íshokkísambandinu, um fjölda skautahalla í löndum heims er Ísland í 47.-53. sæti ásamt Norður-Kóreu, Taívan, Argentínu, Armeníu, Taívan og Króatíu. Fæst þjóðir sem við berum okkur saman við að öllu jöfnu og lítt þekktar í heimi vetraríþrótta. Ísland stendur sig samt mjög vel í íþróttinni og er kvennalandslið Íslands í 27. sæti og karlalandsliðið í 34. sæti heimslista IIHF, langt fyrir ofan stöðu okkar á lista yfir fjölda skautahalla í hverju landi. Íshokkísamband Íslands er með mjög metnaðarfullt starf þrátt fyrir smæð sína, sendir fimm landslið til þáttöku í heimsmeistaramótum um allan heim ár hvert. Það sýnir svart á hvítu að þetta er íþrótt sem við Íslendingar erum góð í. Við ættum að byggja hana upp því við gætum náð enn meiri árangri ef fleiri sveitarfélög byggðu höll með vélfrystu svelli. Rekstur skautahalla er líka öðruvísi en rekstur annar íþróttamannvirkja sem hefur tekjur af því að selja inn á ísinn til almennings til ánægju og heilsubóta – og ekki má gleyma afmælisboðunum sem sívinsælt er að halda þar. Auk þess eru reglulega haldin heimsmeistaramót og komur erlendra afþreyingarliða fjölgar með ári hverju. Skautahallir þurfa því ekki að vera fjárhagsleg byrði á sveitarfélögunum heldur þvert á móti. Boltaíþróttir eru frábærar en henta alls ekki öllum og þekkja margir úr skautaheiminum þá sögu af krökkum sem fundu sig á ísnum eftir að hafa prófað margar af stærri hópíþróttagreinunum. Þess vegna er mikilvægt fyrir öll sveitarfélög að boðið sé upp á fjölbreytt íþróttastarf enda hafa þau flest það á markmiðaskrá. Skautaíþróttir eru frábær viðbót við íþróttaflóru sveitarfélaganna. Ef við færum sænsku eða finnsku leiðina væru um 15-20 skautahallir á Íslandi. En látum okkur duga að byggja þrjár Skautahallir til viðbótar í stóru sveitarfélögunum þremur; Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Þannig eflum við skautaíþróttir, á landinu sem er nú þegar kennt við ís og komum Íslandi á þann stall sem við vorum sett á í heimsþekktu kvikmyndinni Mighty Ducks 2 fyrir tæpum 30 árum síðan. Höfundur er grafískur hönnuður og íshokkípabbi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun