Ótrúlega algengt að fólk sé ekki að vinna í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. ágúst 2023 07:01 Samkvæmt rannsóknum viðurkenna flestir að daglega fari einhver vinnutími í eitthvað allt annað en að vinna. Hér er þá ekki verið að tala um kaffi- eða hádegishlé, heldur tíma sem er notaður til dæmis í að vafra á netinu, kjaftagang í vinnunni eða setu á ,,fundum" sem þó snúast ekkert um fundarefnið né vinnuna. Er samviskusamasti starfsmaðurinn sé fráskilin kona um sextugt? Vísir/Getty Samkvæmt rannsóknum viðurkenna flestir að þeir noti hluta af vinnutímanum daglega í að gera eitthvað sem kemur vinnunni þeirra ekkert við. Það sem kemur hins vegar kannski á óvart er að ótrúlega margir virðast sólunda mjög miklum vinnutíma í eitthvað annað en að vinna. Svo vísað sé til einhverra rannsókna má til dæmis nefna eina Bandaríska rannsókn sem Forbes sagði frá árið 2015. Þar sýndu niðurstöður eftirfarandi: 31% starfsfólks segist sóa um það bil klukkustund af vinnutímanum daglega 16% segist sóa um tveimur tímum á dag 6% segjast sóa um þremur tímum á dag í eitthvað annað en vinnuna 2% segjast sóa um fjórum tímum á dag 2% segjast sóa um fimm tímum á dag Á vefsíðunni Knit er áhugaverð samantekt um tímasóun á vinnutíma, þar sem vísað er í ýmsar bandarískar rannsóknir þessu tengdu. Megin niðurstöður eru að 89% starfsmanna viðurkenna einhverja tímasóun daglega í vinnunni. 69% fólks telja tímasóunina þó aðeins nema um hálftíma eða svo. Hálftími kann svo sem að hljóma sakleysislega en samtals nemur það þó ríflega einum vinnudegi á mánuði. Þá samsvarar hálftími á dag hjá hverjum starfsmanni á tíu manna vinnustað því sem nemur viðbótarstarfsmanni í um 60% starfshlutfalli. Nú er ekki verið að tala um pásur, kaffihlé eða hádegi. Það eru allt góð og gagnleg hlé sem nýtast bæði vinnuveitanda og starfsmönnum til góðs. Hér er verið að tala um tímasóun þar sem algengustu skýringarnar eru: Netið (að vafra á samfélagsmiðlum, fjölmiðlum o.s.frv.) Kjaftagangur Fundir þar sem hluti tímans kemur fundarefninu né vinnunni ekkert við. Eflaust eru einhverjir spekingar strax farnir að álykta sem svo að tímasóun sem þessi sé mest hjá yngstu starfsmönnunum. Það er alls ekki svo því niðurstöður rannsókna sýna að: Tímasóun á vinnutíma mælist mest hjá starfsfólki á aldrinum 26-32 ára. Karlmenn mælast líklegri til að sóa tíma daglega í vinnunni í samanburði við konur. Athygli vekur að það virðist skipta máli hvort fólk er í parasamböndum eða ekki. Því að 95% fólks sem er einhleypt viðurkennir að sóa tíma daglega í vinnunni, 89% fólks sem er í parasambandi en 85% fólks sem er fráskilið. Samkvæmt þessu má velta fyrir sér hvort samviskusamasta starfsfólkið hvað varðar það að vinna á vinnutíma séu þá fráskildar konur um sextugt? Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsfólk upplifir yfirmenn sína allt öðruvísi en þeir sjálfir Þegar það kemur að nútímastjórnun er allt sem tengist jákvæðri endurgjöf, hvatningu, hrós og innblástur mikilvægt stjórntæki fyrir yfirmenn. Sem samkvæmt rannsókn Harvard Business Review telja sig einmitt mjög góða í þessu. 19. júlí 2023 07:00 Trixið sem klikkar ekki: Að koma sér í gang í vinnunni Við höfum öll upplifað það að vera mætt í vinnuna en eiga erfitt með að koma okkur í gang. Ekkert endilega vegna þess að við erum þreytt eða syfjuð, heldur einfaldlega náum við ekki að bretta þannig upp ermarnar að við keyrumst í gang. 14. júní 2023 07:00 Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. 24. apríl 2023 07:01 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Vanhæfir leiðtogar: Sjálfstraust oft misskilið sem hæfni Rannsóknir hafa sýnt að eitt stærsta vandamál heimsins felst í því að of margir eru í leiðtogastöðum, sem þó hafa ekki hæfni til þess. Skýringin er sögð sú að of oft misskilst sjálfstraust fyrir hæfni. 17. mars 2023 07:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Það sem kemur hins vegar kannski á óvart er að ótrúlega margir virðast sólunda mjög miklum vinnutíma í eitthvað annað en að vinna. Svo vísað sé til einhverra rannsókna má til dæmis nefna eina Bandaríska rannsókn sem Forbes sagði frá árið 2015. Þar sýndu niðurstöður eftirfarandi: 31% starfsfólks segist sóa um það bil klukkustund af vinnutímanum daglega 16% segist sóa um tveimur tímum á dag 6% segjast sóa um þremur tímum á dag í eitthvað annað en vinnuna 2% segjast sóa um fjórum tímum á dag 2% segjast sóa um fimm tímum á dag Á vefsíðunni Knit er áhugaverð samantekt um tímasóun á vinnutíma, þar sem vísað er í ýmsar bandarískar rannsóknir þessu tengdu. Megin niðurstöður eru að 89% starfsmanna viðurkenna einhverja tímasóun daglega í vinnunni. 69% fólks telja tímasóunina þó aðeins nema um hálftíma eða svo. Hálftími kann svo sem að hljóma sakleysislega en samtals nemur það þó ríflega einum vinnudegi á mánuði. Þá samsvarar hálftími á dag hjá hverjum starfsmanni á tíu manna vinnustað því sem nemur viðbótarstarfsmanni í um 60% starfshlutfalli. Nú er ekki verið að tala um pásur, kaffihlé eða hádegi. Það eru allt góð og gagnleg hlé sem nýtast bæði vinnuveitanda og starfsmönnum til góðs. Hér er verið að tala um tímasóun þar sem algengustu skýringarnar eru: Netið (að vafra á samfélagsmiðlum, fjölmiðlum o.s.frv.) Kjaftagangur Fundir þar sem hluti tímans kemur fundarefninu né vinnunni ekkert við. Eflaust eru einhverjir spekingar strax farnir að álykta sem svo að tímasóun sem þessi sé mest hjá yngstu starfsmönnunum. Það er alls ekki svo því niðurstöður rannsókna sýna að: Tímasóun á vinnutíma mælist mest hjá starfsfólki á aldrinum 26-32 ára. Karlmenn mælast líklegri til að sóa tíma daglega í vinnunni í samanburði við konur. Athygli vekur að það virðist skipta máli hvort fólk er í parasamböndum eða ekki. Því að 95% fólks sem er einhleypt viðurkennir að sóa tíma daglega í vinnunni, 89% fólks sem er í parasambandi en 85% fólks sem er fráskilið. Samkvæmt þessu má velta fyrir sér hvort samviskusamasta starfsfólkið hvað varðar það að vinna á vinnutíma séu þá fráskildar konur um sextugt?
Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsfólk upplifir yfirmenn sína allt öðruvísi en þeir sjálfir Þegar það kemur að nútímastjórnun er allt sem tengist jákvæðri endurgjöf, hvatningu, hrós og innblástur mikilvægt stjórntæki fyrir yfirmenn. Sem samkvæmt rannsókn Harvard Business Review telja sig einmitt mjög góða í þessu. 19. júlí 2023 07:00 Trixið sem klikkar ekki: Að koma sér í gang í vinnunni Við höfum öll upplifað það að vera mætt í vinnuna en eiga erfitt með að koma okkur í gang. Ekkert endilega vegna þess að við erum þreytt eða syfjuð, heldur einfaldlega náum við ekki að bretta þannig upp ermarnar að við keyrumst í gang. 14. júní 2023 07:00 Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. 24. apríl 2023 07:01 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Vanhæfir leiðtogar: Sjálfstraust oft misskilið sem hæfni Rannsóknir hafa sýnt að eitt stærsta vandamál heimsins felst í því að of margir eru í leiðtogastöðum, sem þó hafa ekki hæfni til þess. Skýringin er sögð sú að of oft misskilst sjálfstraust fyrir hæfni. 17. mars 2023 07:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Starfsfólk upplifir yfirmenn sína allt öðruvísi en þeir sjálfir Þegar það kemur að nútímastjórnun er allt sem tengist jákvæðri endurgjöf, hvatningu, hrós og innblástur mikilvægt stjórntæki fyrir yfirmenn. Sem samkvæmt rannsókn Harvard Business Review telja sig einmitt mjög góða í þessu. 19. júlí 2023 07:00
Trixið sem klikkar ekki: Að koma sér í gang í vinnunni Við höfum öll upplifað það að vera mætt í vinnuna en eiga erfitt með að koma okkur í gang. Ekkert endilega vegna þess að við erum þreytt eða syfjuð, heldur einfaldlega náum við ekki að bretta þannig upp ermarnar að við keyrumst í gang. 14. júní 2023 07:00
Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. 24. apríl 2023 07:01
Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02
Vanhæfir leiðtogar: Sjálfstraust oft misskilið sem hæfni Rannsóknir hafa sýnt að eitt stærsta vandamál heimsins felst í því að of margir eru í leiðtogastöðum, sem þó hafa ekki hæfni til þess. Skýringin er sögð sú að of oft misskilst sjálfstraust fyrir hæfni. 17. mars 2023 07:01