Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 23:38 Fíkjutré rís innan um brunarústir í bænum Lahaina á Havaí. /Rick Bowmer) ap Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. Um 1700 hús í bænum Lahaina hafa orðið eldunum að bráð. Viðbragðsaðilar standa enn í ströngu við að rýma svæði í bænum. Sömuleiðis er leitað að fólki sem komst lífs af. Samkvæmt CNN hafa um 1700 hús orðið eldunum að bráð. Ríkisstjóri Havaí lýsir ástandinu eins og að svæðið hafi orðið fyrir sprengju. „Það lítur út fyrir að 80 prósent af Lahaina sé farið.“ „Við rétt komumst út,“ segir íbúi í Lahaina, Kamuel Kawaakoa í samtali við AP í neyðarskýli í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi á svæðinu. „Hver sem hefur orðið fyrir tjóni eða misst ástvin, mun fá aðstoð undir eins,“ sagði Biden í dag. Fellibylurinn Dóra sem átti leið langt suður fyrir Havaíeyjaklasann er sagður eiga þátt í sterkum vindi sem blæs lífi í gróðureldana sem kviknuðu á Maui á þriðjudagskvöld. Miðbær Lahaina, vinsælasta ferðamannastaðar Maui þar sem mörg stór hótel stóðu, er nú að mestu sviðnar rústir. Tugir íbúðarhúsa og fyrirtækja brunnu til grunna, þar á meðal við aðalverslunar- og veitingahúsagötu bæjarins sem var jafnan þéttsetin af ferðamönnum. Bærinn Lahaina er svo gott sem brunninn til kaldra kola.ap Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. 10. ágúst 2023 09:14 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Um 1700 hús í bænum Lahaina hafa orðið eldunum að bráð. Viðbragðsaðilar standa enn í ströngu við að rýma svæði í bænum. Sömuleiðis er leitað að fólki sem komst lífs af. Samkvæmt CNN hafa um 1700 hús orðið eldunum að bráð. Ríkisstjóri Havaí lýsir ástandinu eins og að svæðið hafi orðið fyrir sprengju. „Það lítur út fyrir að 80 prósent af Lahaina sé farið.“ „Við rétt komumst út,“ segir íbúi í Lahaina, Kamuel Kawaakoa í samtali við AP í neyðarskýli í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi á svæðinu. „Hver sem hefur orðið fyrir tjóni eða misst ástvin, mun fá aðstoð undir eins,“ sagði Biden í dag. Fellibylurinn Dóra sem átti leið langt suður fyrir Havaíeyjaklasann er sagður eiga þátt í sterkum vindi sem blæs lífi í gróðureldana sem kviknuðu á Maui á þriðjudagskvöld. Miðbær Lahaina, vinsælasta ferðamannastaðar Maui þar sem mörg stór hótel stóðu, er nú að mestu sviðnar rústir. Tugir íbúðarhúsa og fyrirtækja brunnu til grunna, þar á meðal við aðalverslunar- og veitingahúsagötu bæjarins sem var jafnan þéttsetin af ferðamönnum. Bærinn Lahaina er svo gott sem brunninn til kaldra kola.ap
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. 10. ágúst 2023 09:14 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. 10. ágúst 2023 09:14