Leikskólamál í Kópavogi Anna Mjöll Guðmundsdóttir skrifar 11. ágúst 2023 11:31 Höfundur er Anna Mjöll Guðmundsdóttir, forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag. Markmið félagsins er að benda á mikilvægi þess að þarfir foreldra og barna séu settar í forgang í íslensku samfélagi. Við höfum frá upphafi lagt áherslu á leikskólastigið enda er dvöl í leikskóla mjög stór hluti af lífi barna fyrstu fimm árin. Því miður er alltof algengt að gjá sé á milli foreldra og leikskóla um kröfur og áherslur í leikskólastarfi og viljum við beita okkur í því að auka samtal og samvinnu foreldra og leikskóla með hag barna í huga. Leikskólamálin í Kópavogi liður í að stytta vinnuviku barna Mikið hefur farið fyrir umræðu um breytingar á tilhögun leikskólastarfs í Kópavogi undanfarið en áherslurnar þar snúa að því að fyrstu 6 klukkustundir dvalartímans verði gjaldfrjálsar en gjaldskrárhækkanir verði á tímum umfram það. Sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við lágtekjufólk og einstæða foreldra með afslætti á leikskólagjöldum, sem taka strax gildi. Mikilvægt er að átta sig á því að þessar áherslur koma eftir langt og víðtækt samráð við starfsfólk og stjórnendur leikskóla bæjarins, félag leikskólakennara, foreldra, stéttarfélög og aðra hagaðila. Eftir samráðið kom fram skýrt ákall um bættar starfsaðstæður í leikskólum en einn helsti vandi leikskólanna er að halda í og ráða fólk til starfa en bættar starfsaðstæður skila sér beint í betri líðan leikskólabarna. Það er gríðarlega mikilvægt að hlusta á áherslur þeirra sem vinna með börnunum allan daginn og kalla eftir betri aðstæðum, en þrástefið „of mörg börn, í of litlu rými, með allt of fátt starfsfólk“ á því miður vel við víðast í leikskólum í dag. Breytingarnar eru fyrst og fremst hugsaðar sem hvati til að fleiri velji að stytta dvalartíma barna sinna sem er í dag sá allra lengsti í Evrópu eins og sjá má í samantekt Önnu Magneu Hreinsdóttur frá árinu 2019, um skýrslu Eurydice - samstarfsvettvangur Evrópuþjóða á sviði menntamála. Þar kemur fram að meðaldvalatími barna í Evrópu er 28 klst. á viku en hann er að meðaltali um 37,5 klukkustundir á viku hér á landi. Ísland í næst neðsta sæti OECD landanna þegar kemur að jafnvægi vinnu og einkalífs Áherslurnar hjá leikskólum í Kópavogi er stórt skref í því að þrýsta á atvinnulífið að taka meira tillit til þarfa foreldra ungra barna og gera það samfélagslega samþykkt að fólk hafi val um forgangsröðun í átt að meira jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Árið 2019 kom út fræðigreinin „Mér finnst ég stundum eins og hamstur í hjóli“: Streita í daglegu lífi fjölskyldufólks á Íslandi. Höfundar eru Andrea Hjálmsdóttir, lektor og Marta Einarsdóttir, sérfræðingur við Háskólann á Akureyri. Greinin er skrifuð í kjölfar rannsóknar sem unnin var meðal foreldra leikskólabarna og er titill greinarinnar mjög lýsandi fyrir þá streitu sem foreldar ungra barna upplifa svo sterkt hér á landi. Niðurstöður greinarinnar eru að það þarf að stytta vinnuvikuna og breyta samfélagsgerðinni til að hún sé barn- og fjölskylduvænni. Áhrif streitu eru gríðarleg á heilsu fólks og því lýðheilsumál sem þarf að taka alvarlega auk þess sem mikill sparnaður felst í því að draga úr þessari streitu á þennan viðkvæma hóp fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Þátttaka feðra í umönnunarbyrði og þriðju vaktinni Við í Fyrstu fimm höfum lagt mikla áherslu á þátttöku feðra í umönnunarbyrgði barna sinna og fögnum breytingum á fæðingarorlofslögum um jafnari skiptingu fæðingarorlofs á milli kynjanna. Í umræðu um leikskólamáin í Kópavogi eru háværar raddir um stöðu kvenna og að þessar aðgerðir skerði atvinnuþátttöku þeirra. Æskilegt væri að umræðan kæmist upp úr þessum farvegi sem er gamalkunnur og vissulega þarfur ennþá skv. rannsóknum um þátttöku kynjanna inni á heimilum en gagnast hins vegar lítið við að bæta skilyrði barna í leikskólum. Með þessu viljum við knýja á um að umönnunarhlutverkið fái þann sess sem það á skilið, atvinnulífið taki virkan þátt í að stuðla að jafnri umönnun óháð kyni og að farið verði í aðgerðir til að auka feðrafræðslu og jafnréttisfræðslu hjá verðandi og núverandi foreldrum ungra barna. Hagsmunafélagið Fyrstu fimm Fyrstu fimm var stofnað í byrjun árs 2021 og hefur stjórnin átt fjölda funda með fagfólki s.s. sálfræðingum, geðlæknum og fjölskylduráðgjöfum sem leggja áherslu á vellíðan og þroska barna, stjórnmálaflokkum á borg- og sveitastjórnarstigi og á alþingi, félagi leikskólakennara, félagi leikskólastjórnenda auk þess sem grasrótarsamtal með foreldrum hefur verið mikið. Við höfum einnig staðið fyrir málþingi með barnamálaráðherra og tekið þátt í ráðstefnum um málefni barna. Við erum með öflugan Facebook hóp sem nefnist Fystu fimm og hvetjum öll sem hafa áhuga á starfinu að koma í hópinn þar og skoða heimasíðuna okkar www.fyrstufimm.is einnig höfum við staðið fyrir undirskriftarsöfnun sem nefnist ákall um lengingu fæðingarorlofsins í 18 mánuði á change.org og hvetjum öll til að skrifa undir. Sem hagsmunafélag foreldra og fagaðila fögnum við að bæjarstjórn Kópavogs taki þetta skref og vonum að önnur sveitafélög fylgi þessu fordæmi, foreldra og barna þeirra vegna. Höfundur er forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Höfundur er Anna Mjöll Guðmundsdóttir, forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag. Markmið félagsins er að benda á mikilvægi þess að þarfir foreldra og barna séu settar í forgang í íslensku samfélagi. Við höfum frá upphafi lagt áherslu á leikskólastigið enda er dvöl í leikskóla mjög stór hluti af lífi barna fyrstu fimm árin. Því miður er alltof algengt að gjá sé á milli foreldra og leikskóla um kröfur og áherslur í leikskólastarfi og viljum við beita okkur í því að auka samtal og samvinnu foreldra og leikskóla með hag barna í huga. Leikskólamálin í Kópavogi liður í að stytta vinnuviku barna Mikið hefur farið fyrir umræðu um breytingar á tilhögun leikskólastarfs í Kópavogi undanfarið en áherslurnar þar snúa að því að fyrstu 6 klukkustundir dvalartímans verði gjaldfrjálsar en gjaldskrárhækkanir verði á tímum umfram það. Sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við lágtekjufólk og einstæða foreldra með afslætti á leikskólagjöldum, sem taka strax gildi. Mikilvægt er að átta sig á því að þessar áherslur koma eftir langt og víðtækt samráð við starfsfólk og stjórnendur leikskóla bæjarins, félag leikskólakennara, foreldra, stéttarfélög og aðra hagaðila. Eftir samráðið kom fram skýrt ákall um bættar starfsaðstæður í leikskólum en einn helsti vandi leikskólanna er að halda í og ráða fólk til starfa en bættar starfsaðstæður skila sér beint í betri líðan leikskólabarna. Það er gríðarlega mikilvægt að hlusta á áherslur þeirra sem vinna með börnunum allan daginn og kalla eftir betri aðstæðum, en þrástefið „of mörg börn, í of litlu rými, með allt of fátt starfsfólk“ á því miður vel við víðast í leikskólum í dag. Breytingarnar eru fyrst og fremst hugsaðar sem hvati til að fleiri velji að stytta dvalartíma barna sinna sem er í dag sá allra lengsti í Evrópu eins og sjá má í samantekt Önnu Magneu Hreinsdóttur frá árinu 2019, um skýrslu Eurydice - samstarfsvettvangur Evrópuþjóða á sviði menntamála. Þar kemur fram að meðaldvalatími barna í Evrópu er 28 klst. á viku en hann er að meðaltali um 37,5 klukkustundir á viku hér á landi. Ísland í næst neðsta sæti OECD landanna þegar kemur að jafnvægi vinnu og einkalífs Áherslurnar hjá leikskólum í Kópavogi er stórt skref í því að þrýsta á atvinnulífið að taka meira tillit til þarfa foreldra ungra barna og gera það samfélagslega samþykkt að fólk hafi val um forgangsröðun í átt að meira jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Árið 2019 kom út fræðigreinin „Mér finnst ég stundum eins og hamstur í hjóli“: Streita í daglegu lífi fjölskyldufólks á Íslandi. Höfundar eru Andrea Hjálmsdóttir, lektor og Marta Einarsdóttir, sérfræðingur við Háskólann á Akureyri. Greinin er skrifuð í kjölfar rannsóknar sem unnin var meðal foreldra leikskólabarna og er titill greinarinnar mjög lýsandi fyrir þá streitu sem foreldar ungra barna upplifa svo sterkt hér á landi. Niðurstöður greinarinnar eru að það þarf að stytta vinnuvikuna og breyta samfélagsgerðinni til að hún sé barn- og fjölskylduvænni. Áhrif streitu eru gríðarleg á heilsu fólks og því lýðheilsumál sem þarf að taka alvarlega auk þess sem mikill sparnaður felst í því að draga úr þessari streitu á þennan viðkvæma hóp fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Þátttaka feðra í umönnunarbyrði og þriðju vaktinni Við í Fyrstu fimm höfum lagt mikla áherslu á þátttöku feðra í umönnunarbyrgði barna sinna og fögnum breytingum á fæðingarorlofslögum um jafnari skiptingu fæðingarorlofs á milli kynjanna. Í umræðu um leikskólamáin í Kópavogi eru háværar raddir um stöðu kvenna og að þessar aðgerðir skerði atvinnuþátttöku þeirra. Æskilegt væri að umræðan kæmist upp úr þessum farvegi sem er gamalkunnur og vissulega þarfur ennþá skv. rannsóknum um þátttöku kynjanna inni á heimilum en gagnast hins vegar lítið við að bæta skilyrði barna í leikskólum. Með þessu viljum við knýja á um að umönnunarhlutverkið fái þann sess sem það á skilið, atvinnulífið taki virkan þátt í að stuðla að jafnri umönnun óháð kyni og að farið verði í aðgerðir til að auka feðrafræðslu og jafnréttisfræðslu hjá verðandi og núverandi foreldrum ungra barna. Hagsmunafélagið Fyrstu fimm Fyrstu fimm var stofnað í byrjun árs 2021 og hefur stjórnin átt fjölda funda með fagfólki s.s. sálfræðingum, geðlæknum og fjölskylduráðgjöfum sem leggja áherslu á vellíðan og þroska barna, stjórnmálaflokkum á borg- og sveitastjórnarstigi og á alþingi, félagi leikskólakennara, félagi leikskólastjórnenda auk þess sem grasrótarsamtal með foreldrum hefur verið mikið. Við höfum einnig staðið fyrir málþingi með barnamálaráðherra og tekið þátt í ráðstefnum um málefni barna. Við erum með öflugan Facebook hóp sem nefnist Fystu fimm og hvetjum öll sem hafa áhuga á starfinu að koma í hópinn þar og skoða heimasíðuna okkar www.fyrstufimm.is einnig höfum við staðið fyrir undirskriftarsöfnun sem nefnist ákall um lengingu fæðingarorlofsins í 18 mánuði á change.org og hvetjum öll til að skrifa undir. Sem hagsmunafélag foreldra og fagaðila fögnum við að bæjarstjórn Kópavogs taki þetta skref og vonum að önnur sveitafélög fylgi þessu fordæmi, foreldra og barna þeirra vegna. Höfundur er forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar