De Bruyne gæti verið lengi frá: „Sama og í Meistaradeildinni“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. ágúst 2023 22:45 Kevin De Bruyne fór meiddur af velli í kvöld. Copa/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, var að vonum ánægður með 3-0 sigur sinna manna gegn Burnley í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Hann var hins vegar ekki jafn ánægður með meiðsli eins síns besta leikmanns, Kevin De Bruyne. „Við byrjuðum leikinn vel og náðum að skora, en áttum í smá erfiðleikum eftir það. Við vorum að tapa boltanum og sendingarnar okkar voru að skapa vandræði fyrir okkur sjálfa, en eftir smá tíma fórum við spila mun betur,“ sagði Guardiola að leik loknum. Meistararnir lentu þó í áfalli snemma leiks þegar miðjumaðurinn Kevin De Bruyne þurfti að fara meiddur af velli á 23. mínútu. „Hann meiddist aftur, því miður. Þetta er það sama og í Meistaradeildinni og hann verður frá í einhvern tíma,“ bætti Spánverjinn við. Þá vakti einnig athygli að þrátt fyrir að Erling Braut Haaland hafi skorað tvö mörk í fyrri hálfleik ákvað Guardiola á láta Norðmanninn heyra það á meðan þeir félagar gengu til búningsherbergja. „Hann vildi fá boltann inn fyrir vörnina en á þeim tímapunkti þurfti boltinn ekkert að koma. Stundum þarftu að vera þolinmóður og bíða eftir réttu augnablikunum.“ „Hann var ekki pirraður og ég er ekki pirraður. Svona gerist í fótbolta. Hættið þessari dramatík.“ „Þetta var fyrsti leikur tímabilsins á móti liði sem var að koma upp og það var alltaf að fara að vera erfitt. Þeir gáfu allt sem þeir áttu í þetta og við vorum heppnir að skora snemma. Við gáfum þeim færi og við verðum að bæta okkur,“ sagði Guardiola að lokum. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn vel og náðum að skora, en áttum í smá erfiðleikum eftir það. Við vorum að tapa boltanum og sendingarnar okkar voru að skapa vandræði fyrir okkur sjálfa, en eftir smá tíma fórum við spila mun betur,“ sagði Guardiola að leik loknum. Meistararnir lentu þó í áfalli snemma leiks þegar miðjumaðurinn Kevin De Bruyne þurfti að fara meiddur af velli á 23. mínútu. „Hann meiddist aftur, því miður. Þetta er það sama og í Meistaradeildinni og hann verður frá í einhvern tíma,“ bætti Spánverjinn við. Þá vakti einnig athygli að þrátt fyrir að Erling Braut Haaland hafi skorað tvö mörk í fyrri hálfleik ákvað Guardiola á láta Norðmanninn heyra það á meðan þeir félagar gengu til búningsherbergja. „Hann vildi fá boltann inn fyrir vörnina en á þeim tímapunkti þurfti boltinn ekkert að koma. Stundum þarftu að vera þolinmóður og bíða eftir réttu augnablikunum.“ „Hann var ekki pirraður og ég er ekki pirraður. Svona gerist í fótbolta. Hættið þessari dramatík.“ „Þetta var fyrsti leikur tímabilsins á móti liði sem var að koma upp og það var alltaf að fara að vera erfitt. Þeir gáfu allt sem þeir áttu í þetta og við vorum heppnir að skora snemma. Við gáfum þeim færi og við verðum að bæta okkur,“ sagði Guardiola að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira