Jones og Giles eru meðal bestu glímumanna heims í dag í BJJ senunni. Þeir hafa báðir unnið til verðlauna á stærstu glímumótum heims á borð við ADCC, IBJJF World Championships, Polaris, EBI, NAGA World Championship, Kasai og UAEJJF Abu Dhabi Pro.
Og aðdráttarafl þeirra er mikið. Hátt í 70 erlendir gestir koma sérstaklega hingað til lands fyrir æfingabúðirnar en Jones og Giles eru hátt skrifaðir þjálfarar og mikil eftirspurn eftir þjálfun frá þeim.
Jones er meðal annars aðal BJJ þjálfari Alexander Volkanovski, fjaðurvigtarmeistara UFC sem hefur farið með himinskautum hjá bardagasambandsins og er sem stendur í 2.sæti á lista yfir pund fyrir pund bestu bardagamenn sambandsins.

Þá stendur Jones einnig í ströngu á sínum bardagaferli en hann á fyrir höndum glímu við fyrrum UFC harðhausinn Luke Rockhold þann 21.september næstkomandi en glíma þeirra mun fara fram á Pais leikvanginum í Jerúsalem.
Jones var lengi vel hluti af liði John Danaher en stofnaði sitt eigið lið í Texas, The B-Team, árið 2021. Giles er með sitt eigið lið í Ástralíu, Absolute MMA.
