Býst við Öskjugosi innan tólf mánaða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. ágúst 2023 10:55 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur býst við Öskjugosi innan næstu tólf mánaða. Bæði hraungos og sprengigos koma til greina. „Þetta er að stefna allt í sömu átt, það styttist alltaf í næsta gos,“ segir Þorvaldur sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þorvaldur hefur haldið því fram að líklegast sé að það gjósi næst í Öskju. Greint var frá því fyrr í vikunni að vatnshiti í Víti við Öskju varn væri nú níu gráðum heitari en hann hefur mælst í sumar. Segir Þorvaldur það merki um að kvika hafi verið að safnast undir yfirborðinu. Beðinn um að gefa tímaramma fyrir Öskjugos segir Þorvaldur: „Ef við horfum á fyrri eldgos í Öskju, þá fer hún að sýna veruleg ummerki um óróa í aðdragandanum. 1961 kom skjálftahrina tveimur vikum fyrir gos og einni viku fyrir gos fór að sjást aukin hveravirkni. Þetta er það sem við höfum séð á undanförnum mánuði. Ef tímaramminn er sá sami og '61 þá er nú frekar stutt í gos.“ Þorvaldur bendir einnig á að í Öskjugosi 1875 hafi eldstöðin tekið allt haustið til að undirbúa sig. „Þetta gæti því alveg gerst eftir áramótin.“ Við eigum því von á gosi innan næstu tólf mánaða? „Mér finnst það mjög líklegt, já. Öll teikn eru á lofti í þá áttina. Askja er allt öðruvísi eldfjall heldur en það sem við höfum séð úti á Reykjanesi. Þarna höfum við kerfi sem hefur verið virkt í mörg þúsund ár og búið til bæði basalt- og líparítgos. Askja er mjög virkt eldfjall.“ Hann segir að hvort tveggja sé mögulegt, hraungos líkt og á Reykjanesskaga eða öflugt sprengigos. „Með sprengigosi fylgir gosmökkur sem fer í 25 til 30 kílómetra hæð, síðan dreifist hann bara undan vindi. Ef það gýs að vetri til er líklegra að mökkurinn dreifist til austurs.“ „Slíkt gos myndi vara í sólarhring og trufla flugumferð þann tíma og valda gjóskufalli í þá átt sem gosmökkurinn fer.“ Þorvaldur segir ekki óvenjulegt að svo mikið sé um jarðhræringar og möguleg eldgos á sama tíma. „Við megum ekki gleyma því þó að okkur finnist það ekki þá fáum við eitt eldgos að meðaltali á hverjum þremur árum. Ísland er mjög virkt eldfjallasvæði og við gerum eiginlega ráð fyrir því að það sé eitthvað í gangi á hverjum einasta degi.“ Hlusta má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Askja Þingeyjarsveit Bítið Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
„Þetta er að stefna allt í sömu átt, það styttist alltaf í næsta gos,“ segir Þorvaldur sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þorvaldur hefur haldið því fram að líklegast sé að það gjósi næst í Öskju. Greint var frá því fyrr í vikunni að vatnshiti í Víti við Öskju varn væri nú níu gráðum heitari en hann hefur mælst í sumar. Segir Þorvaldur það merki um að kvika hafi verið að safnast undir yfirborðinu. Beðinn um að gefa tímaramma fyrir Öskjugos segir Þorvaldur: „Ef við horfum á fyrri eldgos í Öskju, þá fer hún að sýna veruleg ummerki um óróa í aðdragandanum. 1961 kom skjálftahrina tveimur vikum fyrir gos og einni viku fyrir gos fór að sjást aukin hveravirkni. Þetta er það sem við höfum séð á undanförnum mánuði. Ef tímaramminn er sá sami og '61 þá er nú frekar stutt í gos.“ Þorvaldur bendir einnig á að í Öskjugosi 1875 hafi eldstöðin tekið allt haustið til að undirbúa sig. „Þetta gæti því alveg gerst eftir áramótin.“ Við eigum því von á gosi innan næstu tólf mánaða? „Mér finnst það mjög líklegt, já. Öll teikn eru á lofti í þá áttina. Askja er allt öðruvísi eldfjall heldur en það sem við höfum séð úti á Reykjanesi. Þarna höfum við kerfi sem hefur verið virkt í mörg þúsund ár og búið til bæði basalt- og líparítgos. Askja er mjög virkt eldfjall.“ Hann segir að hvort tveggja sé mögulegt, hraungos líkt og á Reykjanesskaga eða öflugt sprengigos. „Með sprengigosi fylgir gosmökkur sem fer í 25 til 30 kílómetra hæð, síðan dreifist hann bara undan vindi. Ef það gýs að vetri til er líklegra að mökkurinn dreifist til austurs.“ „Slíkt gos myndi vara í sólarhring og trufla flugumferð þann tíma og valda gjóskufalli í þá átt sem gosmökkurinn fer.“ Þorvaldur segir ekki óvenjulegt að svo mikið sé um jarðhræringar og möguleg eldgos á sama tíma. „Við megum ekki gleyma því þó að okkur finnist það ekki þá fáum við eitt eldgos að meðaltali á hverjum þremur árum. Ísland er mjög virkt eldfjallasvæði og við gerum eiginlega ráð fyrir því að það sé eitthvað í gangi á hverjum einasta degi.“ Hlusta má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Askja Þingeyjarsveit Bítið Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira