Haaland og Saka tilnefndir sem bæði besti og besti ungi leikmaður deildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. ágúst 2023 15:01 Erling Braut Haaland og Bukayo Saka áttu báðir gott tímabil á síðasta tímabili. Tom Flathers/Manchester City FC via Getty Images Leikmannasamtökin PFA (e. Professional Footballers Association) hafa birt lista yfir þá sex leikmenn sem eru tilnefndir sem besti leikmaður tímabilsins og þá sex sem eru tilnefndir sem besti ungi leikmaður tímabilsins á síðastatímabili í ensku úrvalsdeildinni. Það sem vekur kannski mesta athygli er að tveir leikmenn eru tilnefndir til beggja verðlauna. Það eru þeir Erling Braut Haaland hjá Manchester City og Bukayo Saka hjá Arsenal. Báðir áttu þeir frábært tímabil fyrir sín lið, en Haaland er nýorðinn 23 ára og Saka verður 22 ára í byrjun næsta mánaðar. Norðmaðurinn Erling Braut Haaland skoraði alls 52 mörk í 53 leikjum í öllum keppnum fyrir City, þar af 36 í ensku úrvalsdeildinni, og átti þar af leiðandi stóran þátt í því þegar liðið vann þrennuna frægu. Englendingurinn Bukayo Saka skoraði 15 mörk fyrir Arsenal á síðasta tímabili í öllum keppnum, þar af 14 í ensku úrvalsdeildinni, ásamt því að leggja upp önnur 11. Haaland og Saka eru þó ekki þeir einu úr sínum liðum sem tilnefndir eru því alls eru þrír leikmenn City og tveir leikmenn Arsenal á listanum yfir bestu leikmenn tímabilsins. Kevin de Bruyne og John Stones eru fulltrúar City ásamt Haaland og Martin Ødegaard er tilnefndur úr röðum Arsenal ásamt Saka. Fyrrverandi Tottenham maðurinn Harry Kane er svo sjötti maðurinn á listanum. The six nominees for the @PFA Men's Players' Player of the Year award 🏆 pic.twitter.com/ZpwedCvkdZ— GOAL (@goal) August 17, 2023 Þeir fjórir sem tilnendir eru ásamt Haaland og Saka sem besti ungi leikmaður tímabilsins eru þeir Moises Caicedo, sem nýlega gekk í raðir Chelsea frá Brighton, ásamt Evan Ferguson hjá Brighton, Jacob Ramsey hjá Aston Villa og Gabriel Matinelli hjá Arsenal. The nominees are in for the @PFA Men's Young Player of the Year award 🏆 pic.twitter.com/zvvbFhPzqz— GOAL (@goal) August 17, 2023 Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Sjá meira
Það sem vekur kannski mesta athygli er að tveir leikmenn eru tilnefndir til beggja verðlauna. Það eru þeir Erling Braut Haaland hjá Manchester City og Bukayo Saka hjá Arsenal. Báðir áttu þeir frábært tímabil fyrir sín lið, en Haaland er nýorðinn 23 ára og Saka verður 22 ára í byrjun næsta mánaðar. Norðmaðurinn Erling Braut Haaland skoraði alls 52 mörk í 53 leikjum í öllum keppnum fyrir City, þar af 36 í ensku úrvalsdeildinni, og átti þar af leiðandi stóran þátt í því þegar liðið vann þrennuna frægu. Englendingurinn Bukayo Saka skoraði 15 mörk fyrir Arsenal á síðasta tímabili í öllum keppnum, þar af 14 í ensku úrvalsdeildinni, ásamt því að leggja upp önnur 11. Haaland og Saka eru þó ekki þeir einu úr sínum liðum sem tilnefndir eru því alls eru þrír leikmenn City og tveir leikmenn Arsenal á listanum yfir bestu leikmenn tímabilsins. Kevin de Bruyne og John Stones eru fulltrúar City ásamt Haaland og Martin Ødegaard er tilnefndur úr röðum Arsenal ásamt Saka. Fyrrverandi Tottenham maðurinn Harry Kane er svo sjötti maðurinn á listanum. The six nominees for the @PFA Men's Players' Player of the Year award 🏆 pic.twitter.com/ZpwedCvkdZ— GOAL (@goal) August 17, 2023 Þeir fjórir sem tilnendir eru ásamt Haaland og Saka sem besti ungi leikmaður tímabilsins eru þeir Moises Caicedo, sem nýlega gekk í raðir Chelsea frá Brighton, ásamt Evan Ferguson hjá Brighton, Jacob Ramsey hjá Aston Villa og Gabriel Matinelli hjá Arsenal. The nominees are in for the @PFA Men's Young Player of the Year award 🏆 pic.twitter.com/zvvbFhPzqz— GOAL (@goal) August 17, 2023
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Sjá meira