Fyrrverandi kanslari ákærður fyrir meinsæri Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2023 11:48 Fyrri stjórn Sebastians Kurz vegna lausmælgis leiðtoga samstarfsflokksins árið 2019. Sú seinni féll þegar rannsókn hófst á meintri spillingu hans sjálfs. AP/Lisa Leutner Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, var ákærður fyrir að ljúga að þingnefnd sem rannsakaði hneykslismál sem felldi fyrstu ríkisstjórn hans. Fyrrverandi skrifstofustjóri Kurz er einnig ákærður í málinu. Saksóknarar sem rannsaka opinbera spillingu lögðu ákæruna á hendur Kurz, Bernhard Bonelli, skrifstofustjóra hans, og öðrum ónefndum einstaklingi fram í Vín í dag. Réttað verður yfir Kurz 18. október. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákæran snýst um framburð Kurz um stofnun eignarhaldsfélags utan um sumar ríkiseignir og skipan í stjórn þess fyrir rannsóknarnefnd þingsins á spillingarmáli sem felldi fyrri ríkisstjórn Þjóðarflokks hans og Freslsisflokksins árið 2019. Kurz er sakaður um að hafa ekki sagt satt og rétt frá aðkomu sinni að skipan náins trúnaðarmanns hans sem yfirmanns félags sem heldur utan um ýmsar ríkiseignir. Kurz hrökklaðist úr embætti eftir að saksóknarar hófu rannsókn á honum og níu öðrum í öðru máli vegna gruns um trúnaðarbrest, spillingu og mútuþægni árið 2021. Kurz og félagar hans eru sakaðir um að hafa notað opinbera fjármuni til þess að fá götublað til þess að birta skoðanakannanir sem var hagrætt og jákvæða umfjöllun um hann til þess að hjálpa honum að ná frama í flokknum og ríkisstjórn. Ákæran kom honum ekki á óvart Á ýmsu gekk í ráðuneyti Kurz. Heinz-Christian Strache, varakanslari og leiðtogi samstarfsflokksins Frelsisflokksins, sagði af sér árið 2019 eftir að myndband birtist af honum þar sem hann virtist bjóðast til þess að hagræða ríkissamningum og útskýra hvernig mætti komast í kringum lög um framlög til stjórnmálaflokka fyrir konu sem þóttist vera frænka rússnesk ólígarka á eyjunni Ibiza. Kurz, sem neitar sök, sagðist ekki hissa á að saksóknarar hefðu ákveðið að ákæra hann þrátt fyrir það sem hann lýsti sem sönnunum fyrir sakleysi hans í færslu á samfélagsmiðlinum X sem áður hét Twitter. Mein Team und ich wurden gerade von mehreren Journalisten informiert, dass die Anklage wegen mutmaßlicher Falschaussage im U-Ausschuss unmittelbar bevorsteht. Aus diesem Grund möchte ich wie folgt Stellung nehmen:(1/3)— Sebastian Kurz (@sebastiankurz) August 18, 2023 Fréttirnar af ákærunni birtust á meðan Karl Nehammer, eftirmaður Kurz sem kanslari og leiðtogi Þjóðarflokksins, hélt blaðamannafund með Olaf Schulz, kanslara Þýskalands, í morgun. Nehammer sagðist fagna því að skýrleiki fengist í mál Kurz. Eftir að Kurz sagði af sér sagði hann skilið við stjórnmálin og hóf störf fyrir Thiel Capital, fjárfestingafélag þýsk-bandaríska auðkýfingsins Peters Thiel sem hefur beitt sér fyrir ýmsum jaðarhægrimálefnum vestanhafs. Austurríki Tengdar fréttir Segir skilið við stjórnmálin Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin. Hinn 35 ára Kurz sagði af sér sem kanslari í október í kjölfar ásakana um spillingu. 2. desember 2021 09:43 Kanslari Austurríkis stígur til hliðar Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embættinu í kjölfar mikils þrýstings um það vegna hneykslismáls sem hann og flokkur hans tengjast. 9. október 2021 19:23 Rannsaka mútur og trúnaðarbrest kanslara Austurríkis Saksóknarar í Austurríki rannsaka nú Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, vegna gruns um mútuþægni og trúnaðarbrest. Þeir gerðu húsleit á skrifstofu flokks kanslarans og náinna ráðgjafa hans í dag. 6. október 2021 21:37 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Saksóknarar sem rannsaka opinbera spillingu lögðu ákæruna á hendur Kurz, Bernhard Bonelli, skrifstofustjóra hans, og öðrum ónefndum einstaklingi fram í Vín í dag. Réttað verður yfir Kurz 18. október. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákæran snýst um framburð Kurz um stofnun eignarhaldsfélags utan um sumar ríkiseignir og skipan í stjórn þess fyrir rannsóknarnefnd þingsins á spillingarmáli sem felldi fyrri ríkisstjórn Þjóðarflokks hans og Freslsisflokksins árið 2019. Kurz er sakaður um að hafa ekki sagt satt og rétt frá aðkomu sinni að skipan náins trúnaðarmanns hans sem yfirmanns félags sem heldur utan um ýmsar ríkiseignir. Kurz hrökklaðist úr embætti eftir að saksóknarar hófu rannsókn á honum og níu öðrum í öðru máli vegna gruns um trúnaðarbrest, spillingu og mútuþægni árið 2021. Kurz og félagar hans eru sakaðir um að hafa notað opinbera fjármuni til þess að fá götublað til þess að birta skoðanakannanir sem var hagrætt og jákvæða umfjöllun um hann til þess að hjálpa honum að ná frama í flokknum og ríkisstjórn. Ákæran kom honum ekki á óvart Á ýmsu gekk í ráðuneyti Kurz. Heinz-Christian Strache, varakanslari og leiðtogi samstarfsflokksins Frelsisflokksins, sagði af sér árið 2019 eftir að myndband birtist af honum þar sem hann virtist bjóðast til þess að hagræða ríkissamningum og útskýra hvernig mætti komast í kringum lög um framlög til stjórnmálaflokka fyrir konu sem þóttist vera frænka rússnesk ólígarka á eyjunni Ibiza. Kurz, sem neitar sök, sagðist ekki hissa á að saksóknarar hefðu ákveðið að ákæra hann þrátt fyrir það sem hann lýsti sem sönnunum fyrir sakleysi hans í færslu á samfélagsmiðlinum X sem áður hét Twitter. Mein Team und ich wurden gerade von mehreren Journalisten informiert, dass die Anklage wegen mutmaßlicher Falschaussage im U-Ausschuss unmittelbar bevorsteht. Aus diesem Grund möchte ich wie folgt Stellung nehmen:(1/3)— Sebastian Kurz (@sebastiankurz) August 18, 2023 Fréttirnar af ákærunni birtust á meðan Karl Nehammer, eftirmaður Kurz sem kanslari og leiðtogi Þjóðarflokksins, hélt blaðamannafund með Olaf Schulz, kanslara Þýskalands, í morgun. Nehammer sagðist fagna því að skýrleiki fengist í mál Kurz. Eftir að Kurz sagði af sér sagði hann skilið við stjórnmálin og hóf störf fyrir Thiel Capital, fjárfestingafélag þýsk-bandaríska auðkýfingsins Peters Thiel sem hefur beitt sér fyrir ýmsum jaðarhægrimálefnum vestanhafs.
Austurríki Tengdar fréttir Segir skilið við stjórnmálin Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin. Hinn 35 ára Kurz sagði af sér sem kanslari í október í kjölfar ásakana um spillingu. 2. desember 2021 09:43 Kanslari Austurríkis stígur til hliðar Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embættinu í kjölfar mikils þrýstings um það vegna hneykslismáls sem hann og flokkur hans tengjast. 9. október 2021 19:23 Rannsaka mútur og trúnaðarbrest kanslara Austurríkis Saksóknarar í Austurríki rannsaka nú Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, vegna gruns um mútuþægni og trúnaðarbrest. Þeir gerðu húsleit á skrifstofu flokks kanslarans og náinna ráðgjafa hans í dag. 6. október 2021 21:37 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Segir skilið við stjórnmálin Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin. Hinn 35 ára Kurz sagði af sér sem kanslari í október í kjölfar ásakana um spillingu. 2. desember 2021 09:43
Kanslari Austurríkis stígur til hliðar Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embættinu í kjölfar mikils þrýstings um það vegna hneykslismáls sem hann og flokkur hans tengjast. 9. október 2021 19:23
Rannsaka mútur og trúnaðarbrest kanslara Austurríkis Saksóknarar í Austurríki rannsaka nú Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, vegna gruns um mútuþægni og trúnaðarbrest. Þeir gerðu húsleit á skrifstofu flokks kanslarans og náinna ráðgjafa hans í dag. 6. október 2021 21:37