Herinn sendur til Bresku Kólumbíu vegna gróðurelda Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 11:44 Fólk með grímur fyrir vitum vegna loftmengunar frá gróðureldunum í bænum Kelowna í Bresku Kólumbíu. AP/Darryl Dyck/The Canadian Press Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagðist ætla að senda herinn til þess að aðstoða við baráttuna gegn miklum gróðureldum sem geisa í Bresku Kólumbíu. Neyðarástandi var lýst yfir í fylkinu og fleiri en 35.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eldarnir í Bresku Kólumbíu hafa breiðst hratt út. Auk rýminga gripu yfirvöld til þess ráðs að banna ónauðsynleg ferðalög til þess að hægt væri að hýsa flóttafólk og slökkviliðsmenn. Þá hafa drónaeigendur sem mynda eldana verið beðnir um að halda sig fjarri neyðarstarfsmönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Herinn á að aðstoða við rýmingar og undirbúning, að sögn Trudeau. Yfirvöld í Bresku Kólumbíu óskuðu eftir liðsinni landsstjórnarinnar og hersins. Yfirvöld hafa ekki veitt upplýsingar um eignatjónið í eldunum. Samfélagsmiðlar eru fullir af myndum af eyðileggingunni, bæði á húsum og farartækjum. Loftgæði í borgum fylkisins eru víða með versta móti vegna reyksins frá eldunum. Gildi hafa sums staðar mælst vel yfir því sem er talið skaðlegt fyrir heilsu fólks. Komast loks áfram Jason Brolund, slökkviliðsstjóri í bænum Vestur-Kelowna, segir að aðstæður hafi skánað eftir fjögurra daga baráttu við eldana. Greiðara gangi nú að koma mannskap á staðinn og og dæla vatni á eldana. „Okkur finnst við loksins komast áfram en ekki aftur á bak og það er frábær tilfinning,“ sagði Brolund við CBC í Kanada. Gróðureldatíðin í Kanada nú er sú versta til þessa. Á annað þúsund elda geisuðu í síðustu viku og fjórir slökkviliðsmenn hafa týnt lífinu í glímunni við þá. Um 140.000 ferkílómetrar lands eru brunnir. Til samanburðar er Ísland rúmir hundrað þúsund ferkílómetrar að flatarmáli. Óttast er að þurrkar í ár þýði að eldhættan verði viðvarandi áfram inn í september. Tugir þúsunda manna þurftu að flýja heimili sín í Norðvesturhéruðunum vegna gróðureldanna þar, þar á meðal allir tuttugu þúsund íbúar höfuðstaðarins Yellowknife. Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. 18. ágúst 2023 10:58 Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Eldarnir í Bresku Kólumbíu hafa breiðst hratt út. Auk rýminga gripu yfirvöld til þess ráðs að banna ónauðsynleg ferðalög til þess að hægt væri að hýsa flóttafólk og slökkviliðsmenn. Þá hafa drónaeigendur sem mynda eldana verið beðnir um að halda sig fjarri neyðarstarfsmönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Herinn á að aðstoða við rýmingar og undirbúning, að sögn Trudeau. Yfirvöld í Bresku Kólumbíu óskuðu eftir liðsinni landsstjórnarinnar og hersins. Yfirvöld hafa ekki veitt upplýsingar um eignatjónið í eldunum. Samfélagsmiðlar eru fullir af myndum af eyðileggingunni, bæði á húsum og farartækjum. Loftgæði í borgum fylkisins eru víða með versta móti vegna reyksins frá eldunum. Gildi hafa sums staðar mælst vel yfir því sem er talið skaðlegt fyrir heilsu fólks. Komast loks áfram Jason Brolund, slökkviliðsstjóri í bænum Vestur-Kelowna, segir að aðstæður hafi skánað eftir fjögurra daga baráttu við eldana. Greiðara gangi nú að koma mannskap á staðinn og og dæla vatni á eldana. „Okkur finnst við loksins komast áfram en ekki aftur á bak og það er frábær tilfinning,“ sagði Brolund við CBC í Kanada. Gróðureldatíðin í Kanada nú er sú versta til þessa. Á annað þúsund elda geisuðu í síðustu viku og fjórir slökkviliðsmenn hafa týnt lífinu í glímunni við þá. Um 140.000 ferkílómetrar lands eru brunnir. Til samanburðar er Ísland rúmir hundrað þúsund ferkílómetrar að flatarmáli. Óttast er að þurrkar í ár þýði að eldhættan verði viðvarandi áfram inn í september. Tugir þúsunda manna þurftu að flýja heimili sín í Norðvesturhéruðunum vegna gróðureldanna þar, þar á meðal allir tuttugu þúsund íbúar höfuðstaðarins Yellowknife.
Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. 18. ágúst 2023 10:58 Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. 18. ágúst 2023 10:58
Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42