Rafskutlur með sætum slá í gegn í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. ágúst 2023 20:31 Rafskutlurnar með sætunum hafa slegið í gegn hjá Hreiðari og Ingibjörgu í Vestmannaeyjum í sumar en þau eru með fyrirtækið „Eyjascooter”. Magnús Hlynur Hreiðarsson Rafskutlur með sætum hafa slegið í gegn í Vestmannaeyjum í sumar þar sem farið er með ferðamenn á hjólunum í söguferðir um eyjuna. Hér erum við að tala um nýtt fyrirtæki í Vestmannaeyjum, „Eyjascooter”, sem þau Hreiðar Örn Svansson og Ingibjörg Bryngeirsdóttir, sem er fædd og uppalinn í Vestmannaeyjum eiga. Þau bjóða upp á fjölbreyttar og skemmtilegar ferðir um Vestmannaeyjar á skutlunum en það, sem er svo frábært við þær er að þú situr og stýrir skutlunni þannig. „Við hjá „Eyjascooter” förum í ferðir með leiðsögn á stórum rafskutlum með sætum, sem ég hannaði sjálfur á hjólin. Þetta er alveg ofboðslega skemmtilegt og er að slá í gegn hjá okkur,” segir Hreiðar. Hvers konar ferðir eruð þið að bjóða upp á? „Það er allt frá klukkutíma ferðum og upp í þriggja tíma sérhannaðar ferðir fyrir fólk, bara hvað viltu sjá, við sýnum þér það,” segir Hreiðar og hlær. Hreiðar og Ingibjörg segir að það séu aðallega erlendir ferðamenn, sem eru að skoða sig um í Vestmannaeyjum, sem panta ferðir hjá þeim og að Bandaríkjamenn hafi verið stærsti viðskiptahópurinn í sumar. „Þeim finnst þetta æðislegt. Ég hef ekki lent í neinum enn þá sem hefur sagt eitthvað neikvætt um þetta. Það fara allir brosandi í burtu,” segir Ingibjörg. Sætin á skutlurnar hannaði Hreiðar sjálfur og setti á þær allar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í haust verður boðið upp á norðurljósaferðir á rafskutlunum en þegar hálka og veturinn kemur þá verður lokað og byrjað aftur með ferðirnar næsta vor. Og þetta er náttúrulega mjög umhverfisvænt? “Já, þetta er grænt eins og við segjum af því að þetta er rafmagn. Þú heyrir ekkert hljóð og engan hávaða þannig að þú bara keyrir í náttúrunni og nýtur hljóðsins og nýtur þess bara að vera í umhverfinu. Þið viljið ekki missa af þessu, komið með okkur í ferð, þetta er æðislegt,” bætir Ingibjörg við. Heimasíða fyrirtækisins Rafskutlurnar eru mjög vandaðar og flottar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Hér erum við að tala um nýtt fyrirtæki í Vestmannaeyjum, „Eyjascooter”, sem þau Hreiðar Örn Svansson og Ingibjörg Bryngeirsdóttir, sem er fædd og uppalinn í Vestmannaeyjum eiga. Þau bjóða upp á fjölbreyttar og skemmtilegar ferðir um Vestmannaeyjar á skutlunum en það, sem er svo frábært við þær er að þú situr og stýrir skutlunni þannig. „Við hjá „Eyjascooter” förum í ferðir með leiðsögn á stórum rafskutlum með sætum, sem ég hannaði sjálfur á hjólin. Þetta er alveg ofboðslega skemmtilegt og er að slá í gegn hjá okkur,” segir Hreiðar. Hvers konar ferðir eruð þið að bjóða upp á? „Það er allt frá klukkutíma ferðum og upp í þriggja tíma sérhannaðar ferðir fyrir fólk, bara hvað viltu sjá, við sýnum þér það,” segir Hreiðar og hlær. Hreiðar og Ingibjörg segir að það séu aðallega erlendir ferðamenn, sem eru að skoða sig um í Vestmannaeyjum, sem panta ferðir hjá þeim og að Bandaríkjamenn hafi verið stærsti viðskiptahópurinn í sumar. „Þeim finnst þetta æðislegt. Ég hef ekki lent í neinum enn þá sem hefur sagt eitthvað neikvætt um þetta. Það fara allir brosandi í burtu,” segir Ingibjörg. Sætin á skutlurnar hannaði Hreiðar sjálfur og setti á þær allar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í haust verður boðið upp á norðurljósaferðir á rafskutlunum en þegar hálka og veturinn kemur þá verður lokað og byrjað aftur með ferðirnar næsta vor. Og þetta er náttúrulega mjög umhverfisvænt? “Já, þetta er grænt eins og við segjum af því að þetta er rafmagn. Þú heyrir ekkert hljóð og engan hávaða þannig að þú bara keyrir í náttúrunni og nýtur hljóðsins og nýtur þess bara að vera í umhverfinu. Þið viljið ekki missa af þessu, komið með okkur í ferð, þetta er æðislegt,” bætir Ingibjörg við. Heimasíða fyrirtækisins Rafskutlurnar eru mjög vandaðar og flottar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira