1,5 trillion dollara vellíðunarmarkaður Martha Árnadóttir skrifar 22. ágúst 2023 14:30 Vinkona mín, sem er mikill fagmaður, segir það alveg skothelt að vitna í McKinsey vilji maður færa góð rök fyrir máli sínu. Þannig að ef McKinsey segir að við notum 1,5 trilljón dollara á hverju ári, með árlegum vexti upp á 5 til 10 prósent næstu árin, í kaup á vellíðan (wellness) þá hlýtur að vera eitthvað til í því. Og það sem meira er - allt að 42% svarenda í stórri rannsókn, sem McKinsey gerði í sex löndum, telja vellíðan vera forgangsverkefni í lífi sínu og einmitt sá hópur hefur vaxið hvað mest á síðastliðnum þremur árum. Hugtakið vellíðan og jafnvel vellíðunarvörur hefur verið til í langan tíma. Alla vega munum við, sem aðeins eldri erum, eftir Jane Fonda vídeóspólunum, neonlituðum legghlífum og ennisbandi í stíl ásamt erobikktímunum hjá Jónínu og Ágústu og jafnvel viktunarþjónustu í kaupbæti, þetta voru dæmigerðar vellíðunarvörur á 9. áratugnum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar McKinsey má segja að neytendur eru bókstaflega með vellíðan á heilanum og áhugi okkar á að setja betri líðan í forgang, þegar kemur að neyslu og innkaupum, fer stöðugt vaxandi. Það er ekki ætlunin hér að reyna að svara því af hverju þessi mikla sókn eftir betri líðan er til staðar, líður kannski mörgum svona illa og þá af hverju? Heldur miklu frekar að skoða hvaða vörur og þjónusta það eru sem við teljum gefa okkur vellíðan. Hvað telja svarendur að gefi betri líðan? Margt bendir til að í nútímanum sé vellíðan skoðuð í gegnum afar breiða og flókna linsu, sem nær ekki einungis yfir líkamsrækt og næringu heldur alla líkamlega og andlega heilsu ásamt útliti, framkomu, líkamsburði og það hvernig við komum fyrir. Ef við skoðum betur hvað niðurstöður McKinsey rannsóknarinnar segja um það hvað það er sem vekur hvað mestan áhuga svarenda, þegar kemur að vellíðan og vellíðunarvörum, þá má skipta niðurstöðunum í eftirfarandi flokka: Betri heilsa Betri heilsa er án efa stærsti flokkurinn sem tengist vellíðan. Neytendur eru í auknum mæli að taka heilsuna í eigin hendur. Við sjáum vöxt í markvissri og gagnastýrðri sjálfsumönnun, öppum og tækjum, sem mæla ýmsa heilsutengda þætti, sem hjálpa okkur að fylgjast með eigin heilsu milli læknisheimsókna. Betra form Betra líkamlegt form hefur verið fyrirferðarmikið undanfarin ár og jafnvel áratugi og mun verða það áfram. Ræktin hefur stundum verið kölluð “þriðji staðurinn”, þá er átt við heimilið, vinnustaðinn og svo ræktina. Eftir Covid hefur ræktin verið að færast meira inn á heimilið með auknu framboði á allskyns æfingabúnaði til heimabúks, sem þýðir líka aukin sveigjanleika sem hvetur fólk enn frekar í sókninni. Betri næring Betri næring hefur alltaf verið stór hluti af eftirsókn fólks eftir vellíðan og mun halda stöðu sinni þar. Nú vilja neytendur að matur sé ekki aðeins góður heldur einnig að hann hjálpi þeim að ná vellíðunar markmiðum sínum. Meira en þriðjungur neytenda um allan heim greinir frá því að þeir munu „sennilega“ eða „örugglega“ auka útgjöld til næringar- og þyngdarstjórnunarappa og sértækrar matarþjónustu í áskrift á næsta ári. Betra útlit Betra útlitfelur fyrst og fremst í sér fatnað og snyrtivörur eins og margvíslegar húðvörur, kollagen og önnur fæðubótarefni sem eiga að vinna með húðinni. Einnig er spáð aukinni eftirsókn í allskyns fegrunaraðgerðir án skurðaðgerða, má þar nefna fylliefni sem sprautað er undir húð í andliti, húðslípun og súrefnismeðferðir. Betri svefn Betri svefn er tiltölulega nýr flokkur í vellíðunarmarkmiðum fólks. Svefnmælingar eru innbyggðar í allskyns öpp og notkun á svefnbætandi vörum eins og myrkvunargluggatjöldum, blue light gleraugum og þyngdarteppum fer vaxandi. Helmingur neytenda í löndunum sex, segist vilja fá fleiri vörur og þjónustu til að ná hágæða svefni. Betri núvitund Betri núvitund verður stöðugt eftirsóknarverðari og birtist meðal annars í formi einfaldra hugleiðsluappa eins og Headspace og Calm. Meira en helmingur neytenda í rannsókn McKinsey sagðist vilja setja núvitund í aukinn forgang. Mismunandi áherslur eftir löndum Eins og áður sagði var rannsóknin gerð i sex löndum og völdu svarendur í öllum löndunum heilsuna sem mikilvægasta vellíðunarflokkurinn og þann flokk sem þeir voru tilbúnir að nota mesta fjarmuni í. Varðandi hina vellíðunarflokkana voru svörin mismunandi. Til dæmis má nefna að neytendur í Japan setja útlitið í forgang á eftir heilsunni meðan Þjóðverjar leggja áherslu á formið. Svarendur í Brasilíu og Bandaríkjunum hafa mestan áhuga á núvitund og í Kína og Bretlandi er það næringin sem er í fókus. Varðandi Íslendinga myndi ég veðja á heilsuna í fyrsta sæti, næringu í annað, formið í þriðja síðan kæmu útlitið, svefninn og núvitundin. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar, þekkingar- og tengslanets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Vinkona mín, sem er mikill fagmaður, segir það alveg skothelt að vitna í McKinsey vilji maður færa góð rök fyrir máli sínu. Þannig að ef McKinsey segir að við notum 1,5 trilljón dollara á hverju ári, með árlegum vexti upp á 5 til 10 prósent næstu árin, í kaup á vellíðan (wellness) þá hlýtur að vera eitthvað til í því. Og það sem meira er - allt að 42% svarenda í stórri rannsókn, sem McKinsey gerði í sex löndum, telja vellíðan vera forgangsverkefni í lífi sínu og einmitt sá hópur hefur vaxið hvað mest á síðastliðnum þremur árum. Hugtakið vellíðan og jafnvel vellíðunarvörur hefur verið til í langan tíma. Alla vega munum við, sem aðeins eldri erum, eftir Jane Fonda vídeóspólunum, neonlituðum legghlífum og ennisbandi í stíl ásamt erobikktímunum hjá Jónínu og Ágústu og jafnvel viktunarþjónustu í kaupbæti, þetta voru dæmigerðar vellíðunarvörur á 9. áratugnum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar McKinsey má segja að neytendur eru bókstaflega með vellíðan á heilanum og áhugi okkar á að setja betri líðan í forgang, þegar kemur að neyslu og innkaupum, fer stöðugt vaxandi. Það er ekki ætlunin hér að reyna að svara því af hverju þessi mikla sókn eftir betri líðan er til staðar, líður kannski mörgum svona illa og þá af hverju? Heldur miklu frekar að skoða hvaða vörur og þjónusta það eru sem við teljum gefa okkur vellíðan. Hvað telja svarendur að gefi betri líðan? Margt bendir til að í nútímanum sé vellíðan skoðuð í gegnum afar breiða og flókna linsu, sem nær ekki einungis yfir líkamsrækt og næringu heldur alla líkamlega og andlega heilsu ásamt útliti, framkomu, líkamsburði og það hvernig við komum fyrir. Ef við skoðum betur hvað niðurstöður McKinsey rannsóknarinnar segja um það hvað það er sem vekur hvað mestan áhuga svarenda, þegar kemur að vellíðan og vellíðunarvörum, þá má skipta niðurstöðunum í eftirfarandi flokka: Betri heilsa Betri heilsa er án efa stærsti flokkurinn sem tengist vellíðan. Neytendur eru í auknum mæli að taka heilsuna í eigin hendur. Við sjáum vöxt í markvissri og gagnastýrðri sjálfsumönnun, öppum og tækjum, sem mæla ýmsa heilsutengda þætti, sem hjálpa okkur að fylgjast með eigin heilsu milli læknisheimsókna. Betra form Betra líkamlegt form hefur verið fyrirferðarmikið undanfarin ár og jafnvel áratugi og mun verða það áfram. Ræktin hefur stundum verið kölluð “þriðji staðurinn”, þá er átt við heimilið, vinnustaðinn og svo ræktina. Eftir Covid hefur ræktin verið að færast meira inn á heimilið með auknu framboði á allskyns æfingabúnaði til heimabúks, sem þýðir líka aukin sveigjanleika sem hvetur fólk enn frekar í sókninni. Betri næring Betri næring hefur alltaf verið stór hluti af eftirsókn fólks eftir vellíðan og mun halda stöðu sinni þar. Nú vilja neytendur að matur sé ekki aðeins góður heldur einnig að hann hjálpi þeim að ná vellíðunar markmiðum sínum. Meira en þriðjungur neytenda um allan heim greinir frá því að þeir munu „sennilega“ eða „örugglega“ auka útgjöld til næringar- og þyngdarstjórnunarappa og sértækrar matarþjónustu í áskrift á næsta ári. Betra útlit Betra útlitfelur fyrst og fremst í sér fatnað og snyrtivörur eins og margvíslegar húðvörur, kollagen og önnur fæðubótarefni sem eiga að vinna með húðinni. Einnig er spáð aukinni eftirsókn í allskyns fegrunaraðgerðir án skurðaðgerða, má þar nefna fylliefni sem sprautað er undir húð í andliti, húðslípun og súrefnismeðferðir. Betri svefn Betri svefn er tiltölulega nýr flokkur í vellíðunarmarkmiðum fólks. Svefnmælingar eru innbyggðar í allskyns öpp og notkun á svefnbætandi vörum eins og myrkvunargluggatjöldum, blue light gleraugum og þyngdarteppum fer vaxandi. Helmingur neytenda í löndunum sex, segist vilja fá fleiri vörur og þjónustu til að ná hágæða svefni. Betri núvitund Betri núvitund verður stöðugt eftirsóknarverðari og birtist meðal annars í formi einfaldra hugleiðsluappa eins og Headspace og Calm. Meira en helmingur neytenda í rannsókn McKinsey sagðist vilja setja núvitund í aukinn forgang. Mismunandi áherslur eftir löndum Eins og áður sagði var rannsóknin gerð i sex löndum og völdu svarendur í öllum löndunum heilsuna sem mikilvægasta vellíðunarflokkurinn og þann flokk sem þeir voru tilbúnir að nota mesta fjarmuni í. Varðandi hina vellíðunarflokkana voru svörin mismunandi. Til dæmis má nefna að neytendur í Japan setja útlitið í forgang á eftir heilsunni meðan Þjóðverjar leggja áherslu á formið. Svarendur í Brasilíu og Bandaríkjunum hafa mestan áhuga á núvitund og í Kína og Bretlandi er það næringin sem er í fókus. Varðandi Íslendinga myndi ég veðja á heilsuna í fyrsta sæti, næringu í annað, formið í þriðja síðan kæmu útlitið, svefninn og núvitundin. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar, þekkingar- og tengslanets.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar