Réttlæti hins sterka. Dómarar og dómar Jörgen Ingimar Hansson skrifar 25. ágúst 2023 07:30 Furðulega algengt er að í dómsforsendum í dómum hér á landi tilgreini dómari fyrst og fremst þau atriði sem eru dómnum í vil en fjalli lítt um meginrök þess sem hann dæmir í mót og sleppi þeim jafnvel alveg. Dómarinn á þá miklu auðveldara með að velja sér sannanir og röksemdir til þess að dæma eftir en sleppa öðrum. Það auðveldar það mjög að unnt sé að dæma hverjum sem er í vil innan víðra marka.Með dómsforsendum er verið að vísa til skýringa dómara á því að dómurinn féll svona en ekki einhvern veginn öðruvísi. Ég lenti í dómsmáli sem er notað sem umfangsmikið dæmi í nýlegri bók minni: Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi. Í tveimur dómum og þremur úrskurðum sem féllu mér í mót voru meginröksemdir mínar og sannanir aldrei teknar fyrir í dómsforsendum og útskýrt hvers vegna þær hefðu fallið í grýttan jarðveg. Þeim var bara einfaldlega sleppt. Hinn aðili málsins var dæmdur sýkn saka á þeim forsendum að ég hefði ekki getað sannað að hann skuldaði mér það fé sem ég hafði stefnt honum fyrir. Mér fannst hins vegar að dómarinn hefði komið í veg fyrir að ég gæti það. Þess var alls ekki getið í dómsforsendum að bókað hefði verið í þinghaldi og réttarfarsleg áskorun sett fram um að hinn aðili málsins sýndi fram á raunverulegar greiðslur til lúkningar á skuldinni sem málið snérist um. Hann hafnaði að gera það sem þýddi að ég gat ekki sannað neitt. Dómarinn leiddi það hjá sér í dómi sínum. Eftir því sem ég get best séð er svo auðvelt að nálgast bankagreiðslur að það að neita að leggja þær fram í dómi jafngildi því að viðurkenna að þær hafi ekki farið fram. Enginn getur sannað að hann hafi ekki fengið greiðslu. Hann hefur ekkert í sínum fórum til þess. Skuldarinn er sá eini sem hefur sönnunina undir höndum, það er kvittunina fyrir því að greiðslan hafi farið fram sem núna er fólgin í einni bankafærslu. Í öllum innheimtum, sem snúa að borgurum landsins hefur sá, sem segist hafa greitt sannanlega kröfu, sönnunarbyrðina fyrir því hvort, hvenær og hvernig hún var greidd. Dómskerfið og þar með Hæstiréttur virðist hins vegar geta hundsað þá meginreglu. Það var að minnsta kosti gert í ofangreindu máli. Mér fannst dómarar allan tímann sem dómsmálið stóð yfir geta með einni aðgerð eða spurningu sett ofangreindan dóm í uppnám. Mér fannst þeir forðast það eftir bestu getu. Mér virtist þeir velja sér sönnunargögnin sem þeim hugnaðist best en önnur voru ekki einu sinni könnuð. Eftir því sem ég best get séð gerir þetta það að verkum að auðvelt er að hagræða dómum, hverjum sem er í vil, innan víðra marka. Hefði dómarinn í héraði í mínu máli orðið að greina frá öllum meginatriðum málsins, með og móti, get ég ekki betur séð en að hann hefði þurft að fara betur í saumana á málinu. Þá held ég að niðurstaðan hefði orðið önnur. Hann gerði það ekki með sérstakri blessun Hæstaréttar. Mér finnst að þetta sé dæmi um það hvernig unnt sé að beita lögunum gegn réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi. Það sem ég óttast er að þetta komi oft fyrir í svipuðum málum. Eins og segir í máltækinu. Sjaldan er ein báran stök. Og þá er eftir að spyrja hvort þetta sé boðlegt í dómskerfi landsins. Svarið er: Auðvitað ekki. Ekki í lýðræðisríki en sjálfsagt mjög hentugt í alræðisríki þar sem ég geri ráð fyrir að þessi aðferð sé jafn algeng og hér á landi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Sjá meira
Furðulega algengt er að í dómsforsendum í dómum hér á landi tilgreini dómari fyrst og fremst þau atriði sem eru dómnum í vil en fjalli lítt um meginrök þess sem hann dæmir í mót og sleppi þeim jafnvel alveg. Dómarinn á þá miklu auðveldara með að velja sér sannanir og röksemdir til þess að dæma eftir en sleppa öðrum. Það auðveldar það mjög að unnt sé að dæma hverjum sem er í vil innan víðra marka.Með dómsforsendum er verið að vísa til skýringa dómara á því að dómurinn féll svona en ekki einhvern veginn öðruvísi. Ég lenti í dómsmáli sem er notað sem umfangsmikið dæmi í nýlegri bók minni: Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi. Í tveimur dómum og þremur úrskurðum sem féllu mér í mót voru meginröksemdir mínar og sannanir aldrei teknar fyrir í dómsforsendum og útskýrt hvers vegna þær hefðu fallið í grýttan jarðveg. Þeim var bara einfaldlega sleppt. Hinn aðili málsins var dæmdur sýkn saka á þeim forsendum að ég hefði ekki getað sannað að hann skuldaði mér það fé sem ég hafði stefnt honum fyrir. Mér fannst hins vegar að dómarinn hefði komið í veg fyrir að ég gæti það. Þess var alls ekki getið í dómsforsendum að bókað hefði verið í þinghaldi og réttarfarsleg áskorun sett fram um að hinn aðili málsins sýndi fram á raunverulegar greiðslur til lúkningar á skuldinni sem málið snérist um. Hann hafnaði að gera það sem þýddi að ég gat ekki sannað neitt. Dómarinn leiddi það hjá sér í dómi sínum. Eftir því sem ég get best séð er svo auðvelt að nálgast bankagreiðslur að það að neita að leggja þær fram í dómi jafngildi því að viðurkenna að þær hafi ekki farið fram. Enginn getur sannað að hann hafi ekki fengið greiðslu. Hann hefur ekkert í sínum fórum til þess. Skuldarinn er sá eini sem hefur sönnunina undir höndum, það er kvittunina fyrir því að greiðslan hafi farið fram sem núna er fólgin í einni bankafærslu. Í öllum innheimtum, sem snúa að borgurum landsins hefur sá, sem segist hafa greitt sannanlega kröfu, sönnunarbyrðina fyrir því hvort, hvenær og hvernig hún var greidd. Dómskerfið og þar með Hæstiréttur virðist hins vegar geta hundsað þá meginreglu. Það var að minnsta kosti gert í ofangreindu máli. Mér fannst dómarar allan tímann sem dómsmálið stóð yfir geta með einni aðgerð eða spurningu sett ofangreindan dóm í uppnám. Mér fannst þeir forðast það eftir bestu getu. Mér virtist þeir velja sér sönnunargögnin sem þeim hugnaðist best en önnur voru ekki einu sinni könnuð. Eftir því sem ég best get séð gerir þetta það að verkum að auðvelt er að hagræða dómum, hverjum sem er í vil, innan víðra marka. Hefði dómarinn í héraði í mínu máli orðið að greina frá öllum meginatriðum málsins, með og móti, get ég ekki betur séð en að hann hefði þurft að fara betur í saumana á málinu. Þá held ég að niðurstaðan hefði orðið önnur. Hann gerði það ekki með sérstakri blessun Hæstaréttar. Mér finnst að þetta sé dæmi um það hvernig unnt sé að beita lögunum gegn réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi. Það sem ég óttast er að þetta komi oft fyrir í svipuðum málum. Eins og segir í máltækinu. Sjaldan er ein báran stök. Og þá er eftir að spyrja hvort þetta sé boðlegt í dómskerfi landsins. Svarið er: Auðvitað ekki. Ekki í lýðræðisríki en sjálfsagt mjög hentugt í alræðisríki þar sem ég geri ráð fyrir að þessi aðferð sé jafn algeng og hér á landi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun