Léleg afkoma í landbúnaði leiði til hærra verðs í haust Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. ágúst 2023 15:48 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Búist er við að verð á landbúnaðarvörum hækki enn meira í haust. Meginástæðan er léleg afkoma í landbúnaði en stýrivaxtahækkun bætir gráu ofan á svart. Við verðsamanburð Ríkisútvarpsins í gær kom í ljós að frá því verðlangskönnun ASÍ var gerð haustið 2021 hafa ýmsar landbúnaðarvörur hækkað gífurlega í verði. Sem dæmi hefur kílóverð á frosnu lambalæri hækkað um tæplega fimmtíu prósent á tveimur árum en staðið í stað í sumar. Þá hefur kílóið á íslenskum kartöflum hækkað um 84 prósent frá 2021 og um tæp ellefu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Bónus telur ljóst að landbúnaðarvöruverð muni hækka í kjölfar verðhækkunar til bænda í haust. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir ýmislegt valda verðhækkunum. „Meginástæðan þar er náttúrulega léleg afkoma í landbúnaði, auknum álögum á úrvinnslugjaldi á rúlluplasti, áburðaverð hefur ekki lækkað sem neinu nemur. Það eru ýmsir áhrifaþættir sem hafa leitt af sér að þetta er ekki eitthvað sem bændur taka af eigin fé, því það er nánast hverfandi það sem til er þar,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Allir kostnaðarliðir hafi hækkað og ekki síður laun. „Ef menn ætla að fylgja því sem stendur í búvörulögum, að bændur eigi að njóta kjara eins og aðrar stéttir í landinu, veltir maður fyrir sér hvernig þeir eiga að gera það öðruvísi en að fá hærra verð fyrir afurðirnar.“ Tekin var ákvörðun á alþingi í júní að framlengja ekki undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu. Ákvörðunin var mikið gagnrýnd, bæði innan þings sem utan, og segir framkvæmdastjóri Bónus að með því hafi möguleiki landsmanna á að versla ódýran kjúkling verið tekinn af. Nú sitji neytendur uppi með dýrustu kjúklingabringur í heimi. Gunnar segir að lausnin á háu verði landbúnaðarafurða sé ekki innfluttningur búvöru. „Það eru um það bil þrjú þúsund manns sem að vinna við landbúnað og síðan eru átta þúsund afleidd störf í landbúnaði. Ef galdralausnin er sú að flytja allt þetta inn, þá yrði etta fólk væntanlega allt atvinnulaust,“ segir Gunnar. Landbúnaður Neytendur Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Sælgætið og snakkið oftast ódýrast í Fjarðarkaupum Bónus var ódýrasta verslunin í matvörukönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 9. maí. Verðið í Bónus var að meðaltali 4% frá lægsta verði, og bauð verslunin upp á lægsta verðið í 76 tilfellum. Krónan var með næst lægsta meðalverðið sem var 10% frá lægsta verði. 12. maí 2023 14:36 60 prósenta verðmunur á nautalund Bónus var með lægsta meðalverð á matvöru í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 28. mars. 30. mars 2023 22:23 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Við verðsamanburð Ríkisútvarpsins í gær kom í ljós að frá því verðlangskönnun ASÍ var gerð haustið 2021 hafa ýmsar landbúnaðarvörur hækkað gífurlega í verði. Sem dæmi hefur kílóverð á frosnu lambalæri hækkað um tæplega fimmtíu prósent á tveimur árum en staðið í stað í sumar. Þá hefur kílóið á íslenskum kartöflum hækkað um 84 prósent frá 2021 og um tæp ellefu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Bónus telur ljóst að landbúnaðarvöruverð muni hækka í kjölfar verðhækkunar til bænda í haust. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir ýmislegt valda verðhækkunum. „Meginástæðan þar er náttúrulega léleg afkoma í landbúnaði, auknum álögum á úrvinnslugjaldi á rúlluplasti, áburðaverð hefur ekki lækkað sem neinu nemur. Það eru ýmsir áhrifaþættir sem hafa leitt af sér að þetta er ekki eitthvað sem bændur taka af eigin fé, því það er nánast hverfandi það sem til er þar,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Allir kostnaðarliðir hafi hækkað og ekki síður laun. „Ef menn ætla að fylgja því sem stendur í búvörulögum, að bændur eigi að njóta kjara eins og aðrar stéttir í landinu, veltir maður fyrir sér hvernig þeir eiga að gera það öðruvísi en að fá hærra verð fyrir afurðirnar.“ Tekin var ákvörðun á alþingi í júní að framlengja ekki undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu. Ákvörðunin var mikið gagnrýnd, bæði innan þings sem utan, og segir framkvæmdastjóri Bónus að með því hafi möguleiki landsmanna á að versla ódýran kjúkling verið tekinn af. Nú sitji neytendur uppi með dýrustu kjúklingabringur í heimi. Gunnar segir að lausnin á háu verði landbúnaðarafurða sé ekki innfluttningur búvöru. „Það eru um það bil þrjú þúsund manns sem að vinna við landbúnað og síðan eru átta þúsund afleidd störf í landbúnaði. Ef galdralausnin er sú að flytja allt þetta inn, þá yrði etta fólk væntanlega allt atvinnulaust,“ segir Gunnar.
Landbúnaður Neytendur Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Sælgætið og snakkið oftast ódýrast í Fjarðarkaupum Bónus var ódýrasta verslunin í matvörukönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 9. maí. Verðið í Bónus var að meðaltali 4% frá lægsta verði, og bauð verslunin upp á lægsta verðið í 76 tilfellum. Krónan var með næst lægsta meðalverðið sem var 10% frá lægsta verði. 12. maí 2023 14:36 60 prósenta verðmunur á nautalund Bónus var með lægsta meðalverð á matvöru í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 28. mars. 30. mars 2023 22:23 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Sælgætið og snakkið oftast ódýrast í Fjarðarkaupum Bónus var ódýrasta verslunin í matvörukönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 9. maí. Verðið í Bónus var að meðaltali 4% frá lægsta verði, og bauð verslunin upp á lægsta verðið í 76 tilfellum. Krónan var með næst lægsta meðalverðið sem var 10% frá lægsta verði. 12. maí 2023 14:36
60 prósenta verðmunur á nautalund Bónus var með lægsta meðalverð á matvöru í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 28. mars. 30. mars 2023 22:23
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent