Veiðimenn hissa á vanþekkingu SFS á laxi Karl Lúðvíksson skrifar 30. ágúst 2023 13:21 Það er hrikalegt til þess að hugsa að Íslenski laxinn sem þegar á undir högg að sækja sé í varnarleik þegar hættan á erfðablöndun er líka komin í spilið en það er nákvæmlega það sem er að gerast þegar eldislax og villtur lax með ólíkt erfðamengi blandast saman. Veiðimenn eru hins vegar að skeggræða sín á milli hvernig það má vera að talskona SFS viti ekki meira um laxa og laxveiðar en raun ber vitni. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eiga sér þessa ágætu talskonu sem hefur verið mjög dugleg við að koma skilaboðum frá þeim samtökum áleiðis en heldur brá hún fæti fyrir sjálfa sig með nokkrum staðreyndarvillum um laxa sem birtust í grein þann 23.8 á heimasíðu samtakana. Grein framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hér hlæja þeir sem betur vita ekki með, heldur hlæja að, því það er í versta falli óheppilegt að vita ekki betur í þeirri stöðu sem þessi ágæta talskona er, að vera nákvæmlega talskona fyrirtækja í laxeldi. En nóg um það, okkur finnst það rétt í stöðunni að leiðrétta nokkur atriði. 1. „Alinn fiskur, sem örugglega má rekja til íslensks eldis, hefur helst fundist í ám sem hafa aldrei verið skilgreindar sem laxveiðiár og fóstra ekki sjálfbæra laxastofna. Þess utan er alinn lax talinn minna hæfur en sá villti til að lifa af í náttúrunni.“ - Eldislax úr síðustu slysasleppingu hefur veiðst í Víðidalsá, Vatnsdalsá, Blöndu, Laxá á Ásum, Miðfjarðará og Laxá í Aðaldal, bara nokkrar sem dæmi. 2. „En getur verið að vandamál villta íslenska laxastofnsins sé af öðrum toga? Í allri þeirri umræðu sem hefur átt sér stað um stofninn, og hnignun hans, hefur sjaldan verið tæpt á því sem er oftsinnis ástæðan þegar kemur að fiskistofnum í vanda: Ofveiði.“ - Sleppiskylda hefur verið sett á að mestu leiti í öllum ofangreindu ánum eða mjög hóflegur kvóti. Mælanleg stofnstærð í ánum sem hafa teljara sýnir að ekki er um ofveiði að ræða og seiðatalning Veiðimálastofnunar í völdum ám segir nákvæmlega það sama. 3. „Talsmenn verndarsamtaka hafa sagt að villti íslenski stofninn sé um 50 þúsund laxar og fari minnkandi. Í því samhengi er áhugavert að líta á tölur sem koma fram í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um lax- og silungsveiði síðasta sumars. Þar segir að 46 þúsund laxar hafi komið á land í fyrra. Sem myndi almennt þýða að 92% laxa í íslenska stofninum hefðu verið veidd síðasta sumar.“ - Það veiddust ekki 46.000 laxar síðasta sumar. 92% af laxi veiddist sem sagt ekki. Þess fyrir utan er laxi sleppt og hlutfall sleppinga í ánum er frá 100% (sem dæmi Elliðaárnar) og niður en hvergi er veiðiálag meira en 50-60% því það er ekki hægt, sama hvað þig langar að veiða alla laxana í ánni. 4. „Við það bætist svo að rannsóknir hafa sýnt að hluti laxa sem er sleppt á sér ekki lífsvon og drepst fljótlega, enda eyðileggja krækjur hæglega færni þeirra til fæðuöflunar, auk þess sem fjöldi laxa verður örmagna eftir langa baráttu við veiðimann og myndatökur fyrir samfélagsmiðla.“ - ef laxin væri að drepast í stórum stíl þegar honum er sleppt færi það ekkert á milli mála í ánni því hann sekkur strax þegar hann drepst og liggur á botninum eins og endurskinsmerki. Undirritaður hefur í sex ára reynslu við leiðsögn og veiðar með sumaraðsetur við bakkann á Langá og hefur líklega séð 10 laxa dauða í ánni. Og hvaða rannsóknir sýna fram á þetta? Það er ekki nóg að henda fram svona staðreynd nema vísa í heimildir takk fyrir. Feitletraða línan er síðan það besta því lax borðar ekki í ánni eftir að hann gengur í hana. Veiðivísir lofar að það verður ekki meira „rant“ um þetta mál og við bíðum bara spennt eftir haustslagveðri sem fyllir árnar af vatni svo það fari að veiðast eitthvað! Höfundur skrifar um veiðar á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stangveiði Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Það er hrikalegt til þess að hugsa að Íslenski laxinn sem þegar á undir högg að sækja sé í varnarleik þegar hættan á erfðablöndun er líka komin í spilið en það er nákvæmlega það sem er að gerast þegar eldislax og villtur lax með ólíkt erfðamengi blandast saman. Veiðimenn eru hins vegar að skeggræða sín á milli hvernig það má vera að talskona SFS viti ekki meira um laxa og laxveiðar en raun ber vitni. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eiga sér þessa ágætu talskonu sem hefur verið mjög dugleg við að koma skilaboðum frá þeim samtökum áleiðis en heldur brá hún fæti fyrir sjálfa sig með nokkrum staðreyndarvillum um laxa sem birtust í grein þann 23.8 á heimasíðu samtakana. Grein framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hér hlæja þeir sem betur vita ekki með, heldur hlæja að, því það er í versta falli óheppilegt að vita ekki betur í þeirri stöðu sem þessi ágæta talskona er, að vera nákvæmlega talskona fyrirtækja í laxeldi. En nóg um það, okkur finnst það rétt í stöðunni að leiðrétta nokkur atriði. 1. „Alinn fiskur, sem örugglega má rekja til íslensks eldis, hefur helst fundist í ám sem hafa aldrei verið skilgreindar sem laxveiðiár og fóstra ekki sjálfbæra laxastofna. Þess utan er alinn lax talinn minna hæfur en sá villti til að lifa af í náttúrunni.“ - Eldislax úr síðustu slysasleppingu hefur veiðst í Víðidalsá, Vatnsdalsá, Blöndu, Laxá á Ásum, Miðfjarðará og Laxá í Aðaldal, bara nokkrar sem dæmi. 2. „En getur verið að vandamál villta íslenska laxastofnsins sé af öðrum toga? Í allri þeirri umræðu sem hefur átt sér stað um stofninn, og hnignun hans, hefur sjaldan verið tæpt á því sem er oftsinnis ástæðan þegar kemur að fiskistofnum í vanda: Ofveiði.“ - Sleppiskylda hefur verið sett á að mestu leiti í öllum ofangreindu ánum eða mjög hóflegur kvóti. Mælanleg stofnstærð í ánum sem hafa teljara sýnir að ekki er um ofveiði að ræða og seiðatalning Veiðimálastofnunar í völdum ám segir nákvæmlega það sama. 3. „Talsmenn verndarsamtaka hafa sagt að villti íslenski stofninn sé um 50 þúsund laxar og fari minnkandi. Í því samhengi er áhugavert að líta á tölur sem koma fram í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um lax- og silungsveiði síðasta sumars. Þar segir að 46 þúsund laxar hafi komið á land í fyrra. Sem myndi almennt þýða að 92% laxa í íslenska stofninum hefðu verið veidd síðasta sumar.“ - Það veiddust ekki 46.000 laxar síðasta sumar. 92% af laxi veiddist sem sagt ekki. Þess fyrir utan er laxi sleppt og hlutfall sleppinga í ánum er frá 100% (sem dæmi Elliðaárnar) og niður en hvergi er veiðiálag meira en 50-60% því það er ekki hægt, sama hvað þig langar að veiða alla laxana í ánni. 4. „Við það bætist svo að rannsóknir hafa sýnt að hluti laxa sem er sleppt á sér ekki lífsvon og drepst fljótlega, enda eyðileggja krækjur hæglega færni þeirra til fæðuöflunar, auk þess sem fjöldi laxa verður örmagna eftir langa baráttu við veiðimann og myndatökur fyrir samfélagsmiðla.“ - ef laxin væri að drepast í stórum stíl þegar honum er sleppt færi það ekkert á milli mála í ánni því hann sekkur strax þegar hann drepst og liggur á botninum eins og endurskinsmerki. Undirritaður hefur í sex ára reynslu við leiðsögn og veiðar með sumaraðsetur við bakkann á Langá og hefur líklega séð 10 laxa dauða í ánni. Og hvaða rannsóknir sýna fram á þetta? Það er ekki nóg að henda fram svona staðreynd nema vísa í heimildir takk fyrir. Feitletraða línan er síðan það besta því lax borðar ekki í ánni eftir að hann gengur í hana. Veiðivísir lofar að það verður ekki meira „rant“ um þetta mál og við bíðum bara spennt eftir haustslagveðri sem fyllir árnar af vatni svo það fari að veiðast eitthvað! Höfundur skrifar um veiðar á Vísi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun